Brá þegar hann uppgötvaði að hann væri með sprengju í höndunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. júlí 2018 15:01 Sprengjan sem Leifur rak augun í. Mynd/Leifur Guðjónsson Búið er að eyða sprengjunni sem fannst á Blikastaðanesi í Mosfellsbæ fyrr í dag. Gröfumaðurinn sem hringdi sprengjuna inn telur að hún komi úr Faxaflóa. Leifur Guðjónsson var við gröfuvinnu við endurnýjun lagna í Baugshlíð og hafði hann nýtekið á móti malarsendingu þegar hann rak augun í járnstykki í malarhrúgunni. „Ég byrja að moka og sé einhvern rörbút. Ég fer og tek þetta upp með höndunum og þá er þetta bara sprengja,“ segir Leifur í samtali við Vísi sem kveðst aðspurður hafa verið brugðið.Leifur Guðjónsson var sá sem hringdi sprengjuna inn.Vísir/BaldurLeifur segir að hann hafi lagt sprengjuna ofurvarlega frá sér eftir að hafa áttað sig á því hvað hann væri með höndunum. Því næst hringdi hann í lögregluna og gætti þess að tiltaka að hann hefði fundið sprengju, í stað þess að segja að hann væri með sprengju. Mölin kom frá Björgun og telur Leifur víst að sprengjan hafi komið úr Faxaflóa þar sem allar líkur eru á að hún hafi dvalið frá seinni heimsstyrjöldinni um miðbik síðustu aldar.„Henni hefur verið dælt upp úr Faxaflóa. Henni hefur verið dælt upp í gegnum skip og hún hefur farið í gegnum þvott,“ segir Leifur. „Það er ótrúlegt að hún hafi ekki sprungið einhvers staðar á leiðinni.“Lögregla og sprengjusveitin eru nú að förum á vettvangi og segir Leifur að hann muni bara halda áfram að vinna, enda ekkert annað í stöðunni. Allt hafi farið vel.„Vonum að það sé ekki fleiri sprengjur hérna,“ segir Leifur að lokum. Tengdar fréttir Aftengja sprengju í Mosfellsbæ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út nú eftir hádegi til þess að aftengju sprengju sem fannst á Blikstaðanesi í Mosfellsbæ fyrr í dag. 18. júlí 2018 14:25 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Búið er að eyða sprengjunni sem fannst á Blikastaðanesi í Mosfellsbæ fyrr í dag. Gröfumaðurinn sem hringdi sprengjuna inn telur að hún komi úr Faxaflóa. Leifur Guðjónsson var við gröfuvinnu við endurnýjun lagna í Baugshlíð og hafði hann nýtekið á móti malarsendingu þegar hann rak augun í járnstykki í malarhrúgunni. „Ég byrja að moka og sé einhvern rörbút. Ég fer og tek þetta upp með höndunum og þá er þetta bara sprengja,“ segir Leifur í samtali við Vísi sem kveðst aðspurður hafa verið brugðið.Leifur Guðjónsson var sá sem hringdi sprengjuna inn.Vísir/BaldurLeifur segir að hann hafi lagt sprengjuna ofurvarlega frá sér eftir að hafa áttað sig á því hvað hann væri með höndunum. Því næst hringdi hann í lögregluna og gætti þess að tiltaka að hann hefði fundið sprengju, í stað þess að segja að hann væri með sprengju. Mölin kom frá Björgun og telur Leifur víst að sprengjan hafi komið úr Faxaflóa þar sem allar líkur eru á að hún hafi dvalið frá seinni heimsstyrjöldinni um miðbik síðustu aldar.„Henni hefur verið dælt upp úr Faxaflóa. Henni hefur verið dælt upp í gegnum skip og hún hefur farið í gegnum þvott,“ segir Leifur. „Það er ótrúlegt að hún hafi ekki sprungið einhvers staðar á leiðinni.“Lögregla og sprengjusveitin eru nú að förum á vettvangi og segir Leifur að hann muni bara halda áfram að vinna, enda ekkert annað í stöðunni. Allt hafi farið vel.„Vonum að það sé ekki fleiri sprengjur hérna,“ segir Leifur að lokum.
Tengdar fréttir Aftengja sprengju í Mosfellsbæ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út nú eftir hádegi til þess að aftengju sprengju sem fannst á Blikstaðanesi í Mosfellsbæ fyrr í dag. 18. júlí 2018 14:25 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Aftengja sprengju í Mosfellsbæ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út nú eftir hádegi til þess að aftengju sprengju sem fannst á Blikstaðanesi í Mosfellsbæ fyrr í dag. 18. júlí 2018 14:25