Prinsinn snýr heim á púkann Stefán Þór Hjartarson skrifar 30. júlí 2018 16:00 Svavar Pétur Eysteinsson á myndlistarsýningu sem haldin var í Gallery Port í tengslum við útgáfu nýjustu plötu hans. Vísir/Ernir Innipúkinn er á dagskrá um verslunarmannahelgina eins og hann hefur verið síðan árið 2002. Einn stofnenda hátíðarinnar er Prins Póló. Innipúkinn hefur sett Reykjavík á kortið sem áfangastað um þessa helgi, sem sögulega hefur alltaf einkennst af ferðum úr bænum og út á land, og eftir að Prinsinum tókst það fór hann sjálfur rakleiðis úr bænum og byrjaði með sína eigin Hæglætishátíð fyrir austan. Hann ætlar þó að láta sjá sig á þessum Innipúka og mun gera það í samfloti við hljómsveitina Valdimar.Hvernig verður þetta samspil ykkar? Verður verslunarmannahelgarstemmingin í hávegum höfð? Jafnvel Þjóðhátíðarstemming? „Er ekki kominn tími til? Ég hef nú samið mörg Þjóðhátíðarlögin en ekkert þeirra hefur hlotið náð fyrir Þjóðhátíðarnefnd. Sum hafa þótt full dónaleg eða eitthvað, ég veit ekki hvað það er. En þetta byrjaði nú hérna fyrir nokkrum árum. Valdimar var að spila hérna fyrir austan og ég endaði á sviði með sveitinni í góðum fíling og við tókum nokkur lög. Síðan þá höfum við gert dálítið af þessu – þegar við höfum verið á sama stað á sama tíma höfum við krullað okkur saman: þeir hafa verið að spila lög Prinsins og ég hef verið að gaula eða gutla lögin þeirra, þannig að við höfum mjög gaman af því að hittast og spila saman,“ segir Prinsinn og bætir við til útskýringar á gigginu: „Þeir spila uppáhaldslögin mín, sem þeim finnst skemmtilegt að spila og ég bið þá að spila uppáhaldslögin sín – já eða uppáhaldslögin mín/þeirra, ef svo má segja.“ Það er einmitt það. Prinsinn segir að þetta sé nú ekki mikið planað hjá þeim, þetta verði svolítið spontant þarna hjá þeim á Innpúkanum og að það sé einmitt galdurinn. „Það þarf ekkert að æfa þessa menn, þeir eru svo miklir djöfulsins múltí-talentar. Þeir bara heyra hlutina einu sinni og þá kunna þeir það. Þetta er aðeins öðruvísi með mig, enda hef ég bara vanið mig á að semja eins einföld lög og ég mögulega get svo að það þurfi ekki að æfa þau og að hver sem er geti spilað þau. Þetta er mjög sniðug stefna – maður sleppur við allan þennan æfingatíma og það er líka erfitt að muna flókin lög. Maður er kannski í hljómsveit sem tekur sér pásu og svo kemur hún aftur saman og enginn man hvernig lögin eru. Það eru einhver fáránleg grip og sturlaðar kaflaskiptingar. Það er ekkert stuð. Það þurfa bara að vera þrjú grip, max fjögur.“ Þið hendið kannski í eitt svona sameiginlegt lag? „Ja, ég meina, ef þú ferð fram á það þá gæti það alveg gerst. Ef við erum beðnir fallega þá er það alveg mögulegt. Við vorum baksviðs á Humarhátíð um daginn og byrjuðum þar á einu lagi – en svo þurftum við bara að fara á svið og náðum ekki að klára og gleymdum svo að koma að því aftur. En það gæti verið að við dustuðum rykið af demóum og hugmyndum og prófum að gera lag. Það væri ekki leiðinlegt.“ Frá uppsetningu útitorgsins á Innipúkanum í fyrra þar sem myndast alltaf góð stemming.Vísir/Laufey„Fyrir Prinsinn er þetta gríðarlegur heiður að spila á Innipúkanum því að hann er nú stofnmeðlimur. Hann stofnaði þetta ásamt hljómsveitinni Rúnk og hljómsveit Dr. Gunna hérna árið 2002. Ég hef svo eiginlega bara ekkert spilað á þessari hátíð síðan ég stofnaði hana. Ég hef nú ekki mikið verið á svæðinu síðan en þegar það var leitað til Prinsins um daginn fannst mér orðið tímabært fyrir hann að snúa aftur á Púkann og draga Valdimar með. Innipúkinn var upphaflega stofnaður fyrir þessar örfáu hræður sem voru í bænum um verslunarmannahelgina, því að þá var vinsælt að fara út á land og það voru bara útvaldir sem héngu í bænum á þessum tíma. Núna hefur þetta breyst og mikið gæðafólk um land allt. Það eru ekki lengur tómar götur þannig að Innipúkinn hefur dregið fólk í bæinn um verslunarmannahelgina, en ég hef bara verið uppi í sveit síðustu ár.“ Prinsinn tekur lagið með Valdimar á föstudeginum og brunar svo austur á land þar sem Hæglætishátíðin hans er í rjúkandi gangi. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Innipúkinn á sínum stað í ár Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður á sínum stað um verslunarmannahelgina þó að það sé í skoðun að útitorgið fái að standa í ár. Fyrsta tilkynning um listamenn á hátíðinni hefur borist í hús. 28. júní 2018 08:00 Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Sjá meira
Innipúkinn er á dagskrá um verslunarmannahelgina eins og hann hefur verið síðan árið 2002. Einn stofnenda hátíðarinnar er Prins Póló. Innipúkinn hefur sett Reykjavík á kortið sem áfangastað um þessa helgi, sem sögulega hefur alltaf einkennst af ferðum úr bænum og út á land, og eftir að Prinsinum tókst það fór hann sjálfur rakleiðis úr bænum og byrjaði með sína eigin Hæglætishátíð fyrir austan. Hann ætlar þó að láta sjá sig á þessum Innipúka og mun gera það í samfloti við hljómsveitina Valdimar.Hvernig verður þetta samspil ykkar? Verður verslunarmannahelgarstemmingin í hávegum höfð? Jafnvel Þjóðhátíðarstemming? „Er ekki kominn tími til? Ég hef nú samið mörg Þjóðhátíðarlögin en ekkert þeirra hefur hlotið náð fyrir Þjóðhátíðarnefnd. Sum hafa þótt full dónaleg eða eitthvað, ég veit ekki hvað það er. En þetta byrjaði nú hérna fyrir nokkrum árum. Valdimar var að spila hérna fyrir austan og ég endaði á sviði með sveitinni í góðum fíling og við tókum nokkur lög. Síðan þá höfum við gert dálítið af þessu – þegar við höfum verið á sama stað á sama tíma höfum við krullað okkur saman: þeir hafa verið að spila lög Prinsins og ég hef verið að gaula eða gutla lögin þeirra, þannig að við höfum mjög gaman af því að hittast og spila saman,“ segir Prinsinn og bætir við til útskýringar á gigginu: „Þeir spila uppáhaldslögin mín, sem þeim finnst skemmtilegt að spila og ég bið þá að spila uppáhaldslögin sín – já eða uppáhaldslögin mín/þeirra, ef svo má segja.“ Það er einmitt það. Prinsinn segir að þetta sé nú ekki mikið planað hjá þeim, þetta verði svolítið spontant þarna hjá þeim á Innpúkanum og að það sé einmitt galdurinn. „Það þarf ekkert að æfa þessa menn, þeir eru svo miklir djöfulsins múltí-talentar. Þeir bara heyra hlutina einu sinni og þá kunna þeir það. Þetta er aðeins öðruvísi með mig, enda hef ég bara vanið mig á að semja eins einföld lög og ég mögulega get svo að það þurfi ekki að æfa þau og að hver sem er geti spilað þau. Þetta er mjög sniðug stefna – maður sleppur við allan þennan æfingatíma og það er líka erfitt að muna flókin lög. Maður er kannski í hljómsveit sem tekur sér pásu og svo kemur hún aftur saman og enginn man hvernig lögin eru. Það eru einhver fáránleg grip og sturlaðar kaflaskiptingar. Það er ekkert stuð. Það þurfa bara að vera þrjú grip, max fjögur.“ Þið hendið kannski í eitt svona sameiginlegt lag? „Ja, ég meina, ef þú ferð fram á það þá gæti það alveg gerst. Ef við erum beðnir fallega þá er það alveg mögulegt. Við vorum baksviðs á Humarhátíð um daginn og byrjuðum þar á einu lagi – en svo þurftum við bara að fara á svið og náðum ekki að klára og gleymdum svo að koma að því aftur. En það gæti verið að við dustuðum rykið af demóum og hugmyndum og prófum að gera lag. Það væri ekki leiðinlegt.“ Frá uppsetningu útitorgsins á Innipúkanum í fyrra þar sem myndast alltaf góð stemming.Vísir/Laufey„Fyrir Prinsinn er þetta gríðarlegur heiður að spila á Innipúkanum því að hann er nú stofnmeðlimur. Hann stofnaði þetta ásamt hljómsveitinni Rúnk og hljómsveit Dr. Gunna hérna árið 2002. Ég hef svo eiginlega bara ekkert spilað á þessari hátíð síðan ég stofnaði hana. Ég hef nú ekki mikið verið á svæðinu síðan en þegar það var leitað til Prinsins um daginn fannst mér orðið tímabært fyrir hann að snúa aftur á Púkann og draga Valdimar með. Innipúkinn var upphaflega stofnaður fyrir þessar örfáu hræður sem voru í bænum um verslunarmannahelgina, því að þá var vinsælt að fara út á land og það voru bara útvaldir sem héngu í bænum á þessum tíma. Núna hefur þetta breyst og mikið gæðafólk um land allt. Það eru ekki lengur tómar götur þannig að Innipúkinn hefur dregið fólk í bæinn um verslunarmannahelgina, en ég hef bara verið uppi í sveit síðustu ár.“ Prinsinn tekur lagið með Valdimar á föstudeginum og brunar svo austur á land þar sem Hæglætishátíðin hans er í rjúkandi gangi.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Innipúkinn á sínum stað í ár Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður á sínum stað um verslunarmannahelgina þó að það sé í skoðun að útitorgið fái að standa í ár. Fyrsta tilkynning um listamenn á hátíðinni hefur borist í hús. 28. júní 2018 08:00 Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Sjá meira
Innipúkinn á sínum stað í ár Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður á sínum stað um verslunarmannahelgina þó að það sé í skoðun að útitorgið fái að standa í ár. Fyrsta tilkynning um listamenn á hátíðinni hefur borist í hús. 28. júní 2018 08:00