Milljón dollara miðinn kominn í sölu Benedikt Bóas skrifar 26. apríl 2018 06:00 Mikið stuð var á meðal gesta á Solstice í fyrra, jafnvel þótt þeir hafi ekki borgað milljón dollara. Vísir/ernir Tónlistarhátíðin Secret Solstice er að taka á sig mynd, flestir listamenn eru bókaðir og Laugardalurinn er tilbúinn að taka á móti hátíðinni sem verður frá 21.-24 júní. Rokkkóngarnir í Slayer, leðurbarkinn Bonnie Tyler auk gömlu hundanna í Jet Black Joe ásamt fjölmörgum öðrum stórum og smáum munu telja í og slá taktinn í Laugardal. Hægt er að njóta hátíðarinnar ef peningar eru ekki vandamál því milljón dollara miðinn er kominn í sölu. Fyrir eina milljón dollara, eða rúmlega 100 milljónir er hægt að fá gullna miðann á hátíðina, sem er samkvæmt tilkynningu sagður vera dýrasti tónleikamiði í heimi. Hver vill ekki óþrjótandi kampavín þegar hann lendir á einkaþotunni sem hátíðin útvegar? Hver vill ekki sólahringsaðgang að tveimur bílum og bílstjórum sem og leiðsögumanni um borgina, HM-veislu þar sem hægt er að horfa á hvaða leik sem er með einkakokk fyrir þig og þína gesti sem og endalausar pylsur á Bæjarins beztu. Ef 100 milljónir eru aðeins of mikið er einnig í boði Pakki guðanna á 14.800 dollara eða um 1,5 milljónir, en þrír slíkir verða seldir, og Óðinn sem er á rétt rúmlega 2.000 dollara sem gerir rétt rúmlega 200 þúsund. Forsvarsmenn hátíðarinnar svöruðu ekki þegar Fréttablaðið leitaði svara.Meðal þess sem er innifalið í miðanum er einkaferð í Jökulsár- eða Fjallsárlón.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLIGullni miðinnFram og til baka á einkaþotu, Gulfstream G300 eða álíka fyrir sex manns.Lúxusgisting alla Secret Solstice vikuna.Komupartí með endalausu kampavíni og íslensku góðgæti útbúnu af einkakokki.Partí með alþjóð- legri stjörnu sem kemur fram á hátíðinni sem og einkatónleikar fyrir þig og þína gesti.Sérstök 66°Norður pop-up búð á hótelherberginu.Einkahárgreiðslumaður og förðunarfræðingur til að passa upp á glamour-inn.Sólarhringsaðgangur að tveimur bílstjórum sem aka viðkomandi og gestum hvert sem er á lúxusbílum.Daglegt slökunarnudd fyrir viðkomandi og gesti.Sérstakt HM-partí þar sem hægt er að horfa á hvaða leik sem er með einkakokki.Einkatúr með þyrlu um jökla og eldfjöll Suðurlands.VIP-miðnætursigling á snekkju fyrir viðkomandi og gesti ásamt listamanni sem kemur fram á hátíðinni.Miðinn tryggir aðgang baksviðs og fram fyrir röð.Endalausar pylsur á Bæjarins beztu.Ferð á Langjökul á vélsleðum.Þekktur ljósmyndari mun mynda þá ferð.Einkaferð í Jökulsár- eða Fjallsárlón.Matur inni í helli sem verður lýstur upp með kertum. Birtist í Fréttablaðinu Secret Solstice Tengdar fréttir Guðfaðir fönksins spilar á Secret Solstice George Clinton ásamt Parliament-Funkadelics, Kollektiv Turmstrasse, Stuðmenn, Gus Gus, Aron Can, Reykjavíkurdætur, Valdimar, Flóni, Birnir og Joey Christ ásamt fleirum bætast við í þriðju tilkynningu Secret Solstice hátíðarinnar. 27. mars 2018 15:00 Metall, rapp og karókívænir smellir í Laugardalnum Secret Solstice hefur sent frá sér sína aðra tilkynningu fyrir hátíðina í sumar. Hér verður rennt í stórum dráttum yfir það sem tilkynnt hefur verið hingað til á hátíðina og skoðað það helsta sem er að frétta þar á bæ. 22. febrúar 2018 21:00 Bonnie Tyler kemur fram á Secret Solstice Söngkonan fræga Bonnie Tyler mun koma frá á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í sumar en hátíðin fer fram í Laugardalnum 21.-24. júní. 7. febrúar 2018 12:30 Vinsælasti rappari Bretlands kemur fram á Secret Solstice Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice hafa nú tilkynnt fyrstu tónlistaratriðin sem fram koma í Laugardalnum 21.-24. júní næstkomandi. 7. febrúar 2018 15:00 Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira
Tónlistarhátíðin Secret Solstice er að taka á sig mynd, flestir listamenn eru bókaðir og Laugardalurinn er tilbúinn að taka á móti hátíðinni sem verður frá 21.-24 júní. Rokkkóngarnir í Slayer, leðurbarkinn Bonnie Tyler auk gömlu hundanna í Jet Black Joe ásamt fjölmörgum öðrum stórum og smáum munu telja í og slá taktinn í Laugardal. Hægt er að njóta hátíðarinnar ef peningar eru ekki vandamál því milljón dollara miðinn er kominn í sölu. Fyrir eina milljón dollara, eða rúmlega 100 milljónir er hægt að fá gullna miðann á hátíðina, sem er samkvæmt tilkynningu sagður vera dýrasti tónleikamiði í heimi. Hver vill ekki óþrjótandi kampavín þegar hann lendir á einkaþotunni sem hátíðin útvegar? Hver vill ekki sólahringsaðgang að tveimur bílum og bílstjórum sem og leiðsögumanni um borgina, HM-veislu þar sem hægt er að horfa á hvaða leik sem er með einkakokk fyrir þig og þína gesti sem og endalausar pylsur á Bæjarins beztu. Ef 100 milljónir eru aðeins of mikið er einnig í boði Pakki guðanna á 14.800 dollara eða um 1,5 milljónir, en þrír slíkir verða seldir, og Óðinn sem er á rétt rúmlega 2.000 dollara sem gerir rétt rúmlega 200 þúsund. Forsvarsmenn hátíðarinnar svöruðu ekki þegar Fréttablaðið leitaði svara.Meðal þess sem er innifalið í miðanum er einkaferð í Jökulsár- eða Fjallsárlón.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLIGullni miðinnFram og til baka á einkaþotu, Gulfstream G300 eða álíka fyrir sex manns.Lúxusgisting alla Secret Solstice vikuna.Komupartí með endalausu kampavíni og íslensku góðgæti útbúnu af einkakokki.Partí með alþjóð- legri stjörnu sem kemur fram á hátíðinni sem og einkatónleikar fyrir þig og þína gesti.Sérstök 66°Norður pop-up búð á hótelherberginu.Einkahárgreiðslumaður og förðunarfræðingur til að passa upp á glamour-inn.Sólarhringsaðgangur að tveimur bílstjórum sem aka viðkomandi og gestum hvert sem er á lúxusbílum.Daglegt slökunarnudd fyrir viðkomandi og gesti.Sérstakt HM-partí þar sem hægt er að horfa á hvaða leik sem er með einkakokki.Einkatúr með þyrlu um jökla og eldfjöll Suðurlands.VIP-miðnætursigling á snekkju fyrir viðkomandi og gesti ásamt listamanni sem kemur fram á hátíðinni.Miðinn tryggir aðgang baksviðs og fram fyrir röð.Endalausar pylsur á Bæjarins beztu.Ferð á Langjökul á vélsleðum.Þekktur ljósmyndari mun mynda þá ferð.Einkaferð í Jökulsár- eða Fjallsárlón.Matur inni í helli sem verður lýstur upp með kertum.
Birtist í Fréttablaðinu Secret Solstice Tengdar fréttir Guðfaðir fönksins spilar á Secret Solstice George Clinton ásamt Parliament-Funkadelics, Kollektiv Turmstrasse, Stuðmenn, Gus Gus, Aron Can, Reykjavíkurdætur, Valdimar, Flóni, Birnir og Joey Christ ásamt fleirum bætast við í þriðju tilkynningu Secret Solstice hátíðarinnar. 27. mars 2018 15:00 Metall, rapp og karókívænir smellir í Laugardalnum Secret Solstice hefur sent frá sér sína aðra tilkynningu fyrir hátíðina í sumar. Hér verður rennt í stórum dráttum yfir það sem tilkynnt hefur verið hingað til á hátíðina og skoðað það helsta sem er að frétta þar á bæ. 22. febrúar 2018 21:00 Bonnie Tyler kemur fram á Secret Solstice Söngkonan fræga Bonnie Tyler mun koma frá á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í sumar en hátíðin fer fram í Laugardalnum 21.-24. júní. 7. febrúar 2018 12:30 Vinsælasti rappari Bretlands kemur fram á Secret Solstice Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice hafa nú tilkynnt fyrstu tónlistaratriðin sem fram koma í Laugardalnum 21.-24. júní næstkomandi. 7. febrúar 2018 15:00 Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira
Guðfaðir fönksins spilar á Secret Solstice George Clinton ásamt Parliament-Funkadelics, Kollektiv Turmstrasse, Stuðmenn, Gus Gus, Aron Can, Reykjavíkurdætur, Valdimar, Flóni, Birnir og Joey Christ ásamt fleirum bætast við í þriðju tilkynningu Secret Solstice hátíðarinnar. 27. mars 2018 15:00
Metall, rapp og karókívænir smellir í Laugardalnum Secret Solstice hefur sent frá sér sína aðra tilkynningu fyrir hátíðina í sumar. Hér verður rennt í stórum dráttum yfir það sem tilkynnt hefur verið hingað til á hátíðina og skoðað það helsta sem er að frétta þar á bæ. 22. febrúar 2018 21:00
Bonnie Tyler kemur fram á Secret Solstice Söngkonan fræga Bonnie Tyler mun koma frá á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í sumar en hátíðin fer fram í Laugardalnum 21.-24. júní. 7. febrúar 2018 12:30
Vinsælasti rappari Bretlands kemur fram á Secret Solstice Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice hafa nú tilkynnt fyrstu tónlistaratriðin sem fram koma í Laugardalnum 21.-24. júní næstkomandi. 7. febrúar 2018 15:00