Lífið

Bonnie Tyler kemur fram á Secret Solstice

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tyler er virkilega vinsæl um heim allan.
Tyler er virkilega vinsæl um heim allan. vísir/getty

Söngkonan fræga Bonnie Tyler mun koma frá á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í sumar en hátíðin fer fram í Laugardalnum 21.-24. júní.

Þetta verður í fimmta sinn sem Secret Solstice verður í Laugardalnum. Söngkonan hefur verið ein sú vinsælasta í heimi allt frá áttunda áratug síðustu aldar en eitt þekktasta lag Bonnie Tyler er líklegast Total Eclipse of a Heart. Þá má nefna lög á borð við It's a heartache og Holding out for a hero.

Jón Bjarni Steinsson hjá Secret Solstice staðfesti þetta í samtali við þá Harmageddon bræður í morgun og nefndi hann til sögunnar fullt af íslenskum böndum sem koma fram.
 

Hér að neðan má hlusta á lagið vinsæla með Tyler. 


Tengdar fréttir

Sjáðu framlag Bonnie Tyler í Eurovision

Bonnie Tyler hefur verið valin til þess að flytja framlag Breta í Eurovision í vor. Söngkonan hefur verið ein sú vinsælasta í heimi allt frá áttunda áratug síðustu aldar. Vonir standa til að henni muni ganga betur en Engelbert Humperdinck í fyrra, en hann var í næstsíðasta sæti. Eitt þekktasta lag Bonnie Tyler er líklegast Total Eclipse of a HeartAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.