Einni skipað í heiðursflokk Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. desember 2018 20:00 Eftirmyndir af Höfða og Alþingishúsinu eru á meðal sköpunarverka mikillar áhugakonu um piparkökuhúsabakstur. Hún vann jólakeppni Kötlu svo oft að henni var einni skipað í heiðursflokk. Valdís Einarsdóttir er búsett á Akranesi og í sjónvarpsherberginu á heimili hennar standa nokkur vel valin piparkökuhús sem hún hefur bakað og byggt í gegnum árin. Það elsta er orðið átján ára gamalt og ber aldurinn vel. Valdís segir áhugann hafa kviknað fyrir um þrjátíu árum þegar hún fór að baka og skreyta öllu smærri hús með barnabörnum. Hún er sjálfmenntuð í piparkökuhúsagerð en áhuginn ágerðist þegar hún skráði sig í árlega piparkökuhúsakeppni Kötlu. „Þegar ég fór með fyrsta húsið sneri ég nú við á leiðinni af því mér fannst það ekki vera nógu vandað. En síðan árið eftir fór ég aftur og þá fékk ég þriðju verðlaun. Svo fór ég að fá fyrstu verðlaun alltaf eftir það," segir Valdís.Valdís bakaði eftirmynd af Fríkirkjuvegi 11 fyrir eina keppnina.Svo oft sigraði hún keppnina að aðrir voru ekki taldir eiga séns. „Það var náttúrulega orðið svolítið þreytandi, það hafa allir hugsað; Ohh kemur hún þarna einu sinni enn. Svo þær töluðu við mig og mér fannst líka allt í lagi. Ég var búin að vinna svo mikið.," segir hún.Voru fleiri í þessum flokki? „Nei ég var bara ein. Mér finnst þetta alveg rosalega gaman. Þetta er bara jólaföndrið mitt." Nokkur af verðlaunahúsunum eru nokkuð nákvæmar eftirmyndir þekktra húsa, líkt og Höfða, Fríkirkjuvegs 11 og Alþingishússins. Þetta hús nefnist Ólabakarí. Valdís hannaði það sjálf og nefndi í höfuðið á barnabarni sínu.„Þá fór ég og tók myndir og síðan bara teiknaði ég eftir þeim," segir Valdís. Við gerð annarra lét hún ímyndunaraflið ráða för og nefndi verkin í höfuðið á barnabörnum sínum sem hafa að mestu staðist þá freistingu að fikta í húsunum. „En svo sá ég að það var einhver búinn að fá sér smá smakk. Og svo voru alls staðar grýlukerti hér, en það er búið að taka þau," segir Valdís og bendir á nokkur hús. Valdís hefur lagt keppnisskapið til hliðar og bakar nú einfaldari hús með afkomendum. „Ég fékk að mæla hliðarnar og svona og skreyta og setja nammi," segir Valdís Kristinsdóttir, barnabarn Valdísar og bendir á hús sem þær nöfnur gerðu saman. „Mér finnst þetta mjög fallegt það sem amma gerir." Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Sjá meira
Eftirmyndir af Höfða og Alþingishúsinu eru á meðal sköpunarverka mikillar áhugakonu um piparkökuhúsabakstur. Hún vann jólakeppni Kötlu svo oft að henni var einni skipað í heiðursflokk. Valdís Einarsdóttir er búsett á Akranesi og í sjónvarpsherberginu á heimili hennar standa nokkur vel valin piparkökuhús sem hún hefur bakað og byggt í gegnum árin. Það elsta er orðið átján ára gamalt og ber aldurinn vel. Valdís segir áhugann hafa kviknað fyrir um þrjátíu árum þegar hún fór að baka og skreyta öllu smærri hús með barnabörnum. Hún er sjálfmenntuð í piparkökuhúsagerð en áhuginn ágerðist þegar hún skráði sig í árlega piparkökuhúsakeppni Kötlu. „Þegar ég fór með fyrsta húsið sneri ég nú við á leiðinni af því mér fannst það ekki vera nógu vandað. En síðan árið eftir fór ég aftur og þá fékk ég þriðju verðlaun. Svo fór ég að fá fyrstu verðlaun alltaf eftir það," segir Valdís.Valdís bakaði eftirmynd af Fríkirkjuvegi 11 fyrir eina keppnina.Svo oft sigraði hún keppnina að aðrir voru ekki taldir eiga séns. „Það var náttúrulega orðið svolítið þreytandi, það hafa allir hugsað; Ohh kemur hún þarna einu sinni enn. Svo þær töluðu við mig og mér fannst líka allt í lagi. Ég var búin að vinna svo mikið.," segir hún.Voru fleiri í þessum flokki? „Nei ég var bara ein. Mér finnst þetta alveg rosalega gaman. Þetta er bara jólaföndrið mitt." Nokkur af verðlaunahúsunum eru nokkuð nákvæmar eftirmyndir þekktra húsa, líkt og Höfða, Fríkirkjuvegs 11 og Alþingishússins. Þetta hús nefnist Ólabakarí. Valdís hannaði það sjálf og nefndi í höfuðið á barnabarni sínu.„Þá fór ég og tók myndir og síðan bara teiknaði ég eftir þeim," segir Valdís. Við gerð annarra lét hún ímyndunaraflið ráða för og nefndi verkin í höfuðið á barnabörnum sínum sem hafa að mestu staðist þá freistingu að fikta í húsunum. „En svo sá ég að það var einhver búinn að fá sér smá smakk. Og svo voru alls staðar grýlukerti hér, en það er búið að taka þau," segir Valdís og bendir á nokkur hús. Valdís hefur lagt keppnisskapið til hliðar og bakar nú einfaldari hús með afkomendum. „Ég fékk að mæla hliðarnar og svona og skreyta og setja nammi," segir Valdís Kristinsdóttir, barnabarn Valdísar og bendir á hús sem þær nöfnur gerðu saman. „Mér finnst þetta mjög fallegt það sem amma gerir."
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Sjá meira