Kane ætlar sér gullskóinn á HM Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. júní 2018 15:00 Harry Kane er fyrirliði Englendinga Vísir/getty Harry Kane ætlar sér að verða markakóngur HM í Rússlandi þrátt fyrir að hafa enn ekki skorað mark í lokakeppni stórmóts á ferlinum. Kane, sem var í harðri baráttu um markakóngstitil ensku úrvalsdeildarinnar við Mohamed Salah þar til hann meiddist fyrr á árinu, er fyrirliði enska landsliðsins í mótinu og trúir því að hann geti leitt England til sigurs. Englendingar hafa valdið vonbrigðum á síðustu stórmótum og ekki komist lengra en í 16-liða úrslit síðan 2006. Þeir duttu út í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi 2016 eftir heimsfrægt tap fyrir Íslendingum. „Ég á marga verðlaunagripi sem ég hef fengið fyrir markaskorun í gegnum árin. Ég væri til í að sitja hér eftir nokkrar vikur með stóru gullstyttuna [verðlaunagrip HM],“ sagði Kane á blaðamannafundi í gær fyrir leik Englands og Túnis. Cristiano Ronaldo byrjaði keppnina með trompi og setti þrennu í fyrsta leik fyrir Portúgal gegn Spánverjum. Kane segir Ronaldo hafa sett pressu á sig. „Vonandi skora ég þrennu líka og við verðum jafnir. En ég mun ekki einbeita mér að markafjölda fyrr en seinna í mótinu,“ sagði nokkuð kokhraustur Kane. England hefur leik í G riðli í kvöld gegn Túnis í Volgograd. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Með Englandi og Túnis í riðli eru Belgía og Panama. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Harry Kane ætlar sér að verða markakóngur HM í Rússlandi þrátt fyrir að hafa enn ekki skorað mark í lokakeppni stórmóts á ferlinum. Kane, sem var í harðri baráttu um markakóngstitil ensku úrvalsdeildarinnar við Mohamed Salah þar til hann meiddist fyrr á árinu, er fyrirliði enska landsliðsins í mótinu og trúir því að hann geti leitt England til sigurs. Englendingar hafa valdið vonbrigðum á síðustu stórmótum og ekki komist lengra en í 16-liða úrslit síðan 2006. Þeir duttu út í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi 2016 eftir heimsfrægt tap fyrir Íslendingum. „Ég á marga verðlaunagripi sem ég hef fengið fyrir markaskorun í gegnum árin. Ég væri til í að sitja hér eftir nokkrar vikur með stóru gullstyttuna [verðlaunagrip HM],“ sagði Kane á blaðamannafundi í gær fyrir leik Englands og Túnis. Cristiano Ronaldo byrjaði keppnina með trompi og setti þrennu í fyrsta leik fyrir Portúgal gegn Spánverjum. Kane segir Ronaldo hafa sett pressu á sig. „Vonandi skora ég þrennu líka og við verðum jafnir. En ég mun ekki einbeita mér að markafjölda fyrr en seinna í mótinu,“ sagði nokkuð kokhraustur Kane. England hefur leik í G riðli í kvöld gegn Túnis í Volgograd. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Með Englandi og Túnis í riðli eru Belgía og Panama.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira