Eru greinilega að gera eitthvað rétt Guðný Hrönn skrifar 2. febrúar 2018 11:00 Rokkstjóri Aldrei fór ég suður, tónlistamaðurinn Kristján Freyr Halldórsson (t.h.), og bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Gísli Halldór Halldórsson, eru spenntir fyrir páskunum. vísir/ernir Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin í fimmtánda sinn á Ísafirði um páskana og í gær var hluti dagskrárinnar tilkynntur. Í tilkynningunni kemur fram að Dimma, JóiPé og Króli, Hatari og Á móti sól muni koma fram á hátíðinni svo einhver dæmi séu tekin. Rokkstjóri hátíðarinnar, tónlistarmaðurinn og Hnífsdælingurinn Kristján Freyr Halldórsson, er að vonum spenntur og trúir því varla að þetta sé í fimmtánda sinn sem hátíðin er haldin. Kristján hefur verið með puttana í skipulagi hátíðarinnar alveg frá upphafi, frá því að hátíðin var haldin fyrst árið 2004. „Það er eiginlega alveg ótrúlegt að þetta sé fimmtánda hátíðin. Og ég verð að segja fyrir hönd okkar allra sem stöndum að þessu að í hvert einasta sinn sem við förum að hringja í tónlistarfólk þá svarar það kallinu. Við höldum einhvern veginn alltaf að við séum að brenna út en við erum greinilega að gera eitthvað rétt,“ segir Kristján og hlær. „Fólk er alltaf til í að koma. Við reynum líka að gera gott ævintýri úr þessu og ég held að það sé kannski galdurinn.“ Kristján segir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðar hátíðin var fyrst sett á laggirnar. Í upphafi var þetta tilraun til að fá fólk í gott partí til Ísafjarðar að sögn Kristjáns. „En þessu var strax vel tekið. Og frá því að vera einhver svona brandari þá hefur þetta þróast yfir í að vera einn af stærstu menningarviðburðum sem haldnir eru úti á landi.“ Kristján segir alltaf jafn ánægjulegt að sjá hvernig allt samfélagið á Ísafirði leggst á eitt við að setja hátíðina upp. „Það er varla einn íbúi sem ekki kemur að hátíðinni með einhverju hættim. Þetta er eiginlega lyginni líkast.“ Þegar Kristján er spurður út í eftirminnilegt atvik frá Aldrei fór ég suður segir hann: „Það kemur endalaust upp í hugann. En eitt sinn kom atvik upp þegar hljómsveitin Hjálmar kom hingað til að spila. Þetta voru fyrstu tónleikarnir Hjálma með nýjum hljóðfæraleikurum frá Svíþjóð. Hópurinn hafði æft eins og ég veit ekki hvað og kom svo keyrandi vestur með fullt af stórum og þungum hljóðfærum. Það var snjóþungt og þetta var löng bílferð.“„En þeir náðu svo bara að spila eitt og hálft lag á tónleikunum sjálfum vegna þess að Dóri Hermanns, kynnirinn okkar þetta árið, sjómaður í kringum sjötugt, nennti ekki að hlusta á reggí-tónlist.“ „Hann stoppaði Hjálma af með því að þakka þeim fyrir og tilkynna hljómsveitina Trabant á svið. Þetta var náttúrulega hræðilegt,“ segir Kristján og hlær. Hann bætir við að í dag geti skipuleggjendur Aldrei fór ég suður og meðlimir Hjálma hlegið að atvikinu. „Það náðu allir sáttum að lokum.“ Að lokum vill Kristján minna á að Aldrei fór ég suður er fjölskylduhátíð. „Þetta er meira en bara tónleikahátíð. Það eru allir velkomnir og það kostar ekkert inn.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið Fleiri fréttir Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Sjá meira
Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin í fimmtánda sinn á Ísafirði um páskana og í gær var hluti dagskrárinnar tilkynntur. Í tilkynningunni kemur fram að Dimma, JóiPé og Króli, Hatari og Á móti sól muni koma fram á hátíðinni svo einhver dæmi séu tekin. Rokkstjóri hátíðarinnar, tónlistarmaðurinn og Hnífsdælingurinn Kristján Freyr Halldórsson, er að vonum spenntur og trúir því varla að þetta sé í fimmtánda sinn sem hátíðin er haldin. Kristján hefur verið með puttana í skipulagi hátíðarinnar alveg frá upphafi, frá því að hátíðin var haldin fyrst árið 2004. „Það er eiginlega alveg ótrúlegt að þetta sé fimmtánda hátíðin. Og ég verð að segja fyrir hönd okkar allra sem stöndum að þessu að í hvert einasta sinn sem við förum að hringja í tónlistarfólk þá svarar það kallinu. Við höldum einhvern veginn alltaf að við séum að brenna út en við erum greinilega að gera eitthvað rétt,“ segir Kristján og hlær. „Fólk er alltaf til í að koma. Við reynum líka að gera gott ævintýri úr þessu og ég held að það sé kannski galdurinn.“ Kristján segir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðar hátíðin var fyrst sett á laggirnar. Í upphafi var þetta tilraun til að fá fólk í gott partí til Ísafjarðar að sögn Kristjáns. „En þessu var strax vel tekið. Og frá því að vera einhver svona brandari þá hefur þetta þróast yfir í að vera einn af stærstu menningarviðburðum sem haldnir eru úti á landi.“ Kristján segir alltaf jafn ánægjulegt að sjá hvernig allt samfélagið á Ísafirði leggst á eitt við að setja hátíðina upp. „Það er varla einn íbúi sem ekki kemur að hátíðinni með einhverju hættim. Þetta er eiginlega lyginni líkast.“ Þegar Kristján er spurður út í eftirminnilegt atvik frá Aldrei fór ég suður segir hann: „Það kemur endalaust upp í hugann. En eitt sinn kom atvik upp þegar hljómsveitin Hjálmar kom hingað til að spila. Þetta voru fyrstu tónleikarnir Hjálma með nýjum hljóðfæraleikurum frá Svíþjóð. Hópurinn hafði æft eins og ég veit ekki hvað og kom svo keyrandi vestur með fullt af stórum og þungum hljóðfærum. Það var snjóþungt og þetta var löng bílferð.“„En þeir náðu svo bara að spila eitt og hálft lag á tónleikunum sjálfum vegna þess að Dóri Hermanns, kynnirinn okkar þetta árið, sjómaður í kringum sjötugt, nennti ekki að hlusta á reggí-tónlist.“ „Hann stoppaði Hjálma af með því að þakka þeim fyrir og tilkynna hljómsveitina Trabant á svið. Þetta var náttúrulega hræðilegt,“ segir Kristján og hlær. Hann bætir við að í dag geti skipuleggjendur Aldrei fór ég suður og meðlimir Hjálma hlegið að atvikinu. „Það náðu allir sáttum að lokum.“ Að lokum vill Kristján minna á að Aldrei fór ég suður er fjölskylduhátíð. „Þetta er meira en bara tónleikahátíð. Það eru allir velkomnir og það kostar ekkert inn.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið Fleiri fréttir Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Sjá meira