Útvarp Satan mun koma út Jakob Bjarnar skrifar 6. apríl 2018 14:50 Söfnunin er í höfn, Arnþrúði til armæðu en fyrir liggur kæra frá henni á hendur forsprakka hljómsveitarinnar hjá biskupi yfir Íslandi. Söfnun fyrir einhverja umdeildustu óútkomnu hljómplötu Íslandssögunnar er lokið. Austfirsku pönkhljómsveitinni Austurvígstöðvarnar efndu til söfnunar upp í kostnað við upptökur á Karólína Fund og í gær tókst takmarkið, 800 þúsund krónur eru í húsi sem þýðir bara eitt: Platan mun koma út. Jón Ólafsson stjórnar upptökum.Þvílíkir drullusokkar Það er trymbill hljómsveitarinnar, Jón Knútur Ásmundsson, sem tilkynnti þetta nú um hádegisbil á Faceboosíðu sinni. „Okkur tókst að klára þetta í gær og það er á stundum sem þessum sem maður kemst að því hverjir vinir manns eru. Þannig á ég slatta af "vinum" sem studdu þetta ekki. Þvílíkir fokkings drullusokkar og...Svona sjá hinir austfirsku pönkarar plötuumslagið fyrir sér en þeir fengu einmitt hugmyndina af nafngiftinni í kjölfar fréttar Vísis um hinn umdeilda kveðskap klerks.(Maðurinn sem kunni ekki að gleðjast). Neinei. Takk öll sömul. Ég lofa góðri hljómplötu. Það er enn hægt að kaupa á KF og tryggja veru sína á kreditlista plötu er öðlast mun hérumbil goðsögulegan sess í annálum pönksins. Allavega austfirska pönksins.“Kæra liggur fyrir á biskupsstofu Þannig hljómaði það, svo mörg voru þau orð. En Vísir ræddi einmitt við Jón Knút um hljómsveitina og þessa fyrirhuguðu plötu en kveðskapur forsprakka sveitarinnar, Séra Davíðs Þórs Jónssonar, sóknarprests í Laugarneskirkju, hefur fyrir brjóstið á margri sómakærri sálinni. Einkum er það textinn „Arnþrúður er full“, þar sem spjótum er beint að Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra og Útvarpi Sögu almennt sem hefur gert þeim þar gramt í geði. Á biskupsstofu liggur fyrir kæra á hendur Séra Davíð Þór sem Agnes M. Sigurðardóttir biskup yfir Íslandi er nú að taka afstöðu til. En, þau Arnþrúður og Pétur Gunnlaugsson, helsta rödd Útvarps Sögu, telja fyrir neðan allar hellur að maður á borð við Séra Davíð þjóni fyrir altari. Tengdar fréttir „Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09 Óvæginn kveðskapur klerks gegn Útvarpi Sögu Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur hefur samið illskeyttan brag um Arnþrúði Karlsdóttur. 9. mars 2018 13:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Söfnun fyrir einhverja umdeildustu óútkomnu hljómplötu Íslandssögunnar er lokið. Austfirsku pönkhljómsveitinni Austurvígstöðvarnar efndu til söfnunar upp í kostnað við upptökur á Karólína Fund og í gær tókst takmarkið, 800 þúsund krónur eru í húsi sem þýðir bara eitt: Platan mun koma út. Jón Ólafsson stjórnar upptökum.Þvílíkir drullusokkar Það er trymbill hljómsveitarinnar, Jón Knútur Ásmundsson, sem tilkynnti þetta nú um hádegisbil á Faceboosíðu sinni. „Okkur tókst að klára þetta í gær og það er á stundum sem þessum sem maður kemst að því hverjir vinir manns eru. Þannig á ég slatta af "vinum" sem studdu þetta ekki. Þvílíkir fokkings drullusokkar og...Svona sjá hinir austfirsku pönkarar plötuumslagið fyrir sér en þeir fengu einmitt hugmyndina af nafngiftinni í kjölfar fréttar Vísis um hinn umdeilda kveðskap klerks.(Maðurinn sem kunni ekki að gleðjast). Neinei. Takk öll sömul. Ég lofa góðri hljómplötu. Það er enn hægt að kaupa á KF og tryggja veru sína á kreditlista plötu er öðlast mun hérumbil goðsögulegan sess í annálum pönksins. Allavega austfirska pönksins.“Kæra liggur fyrir á biskupsstofu Þannig hljómaði það, svo mörg voru þau orð. En Vísir ræddi einmitt við Jón Knút um hljómsveitina og þessa fyrirhuguðu plötu en kveðskapur forsprakka sveitarinnar, Séra Davíðs Þórs Jónssonar, sóknarprests í Laugarneskirkju, hefur fyrir brjóstið á margri sómakærri sálinni. Einkum er það textinn „Arnþrúður er full“, þar sem spjótum er beint að Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra og Útvarpi Sögu almennt sem hefur gert þeim þar gramt í geði. Á biskupsstofu liggur fyrir kæra á hendur Séra Davíð Þór sem Agnes M. Sigurðardóttir biskup yfir Íslandi er nú að taka afstöðu til. En, þau Arnþrúður og Pétur Gunnlaugsson, helsta rödd Útvarps Sögu, telja fyrir neðan allar hellur að maður á borð við Séra Davíð þjóni fyrir altari.
Tengdar fréttir „Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09 Óvæginn kveðskapur klerks gegn Útvarpi Sögu Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur hefur samið illskeyttan brag um Arnþrúði Karlsdóttur. 9. mars 2018 13:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09
Óvæginn kveðskapur klerks gegn Útvarpi Sögu Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur hefur samið illskeyttan brag um Arnþrúði Karlsdóttur. 9. mars 2018 13:00