Var alltaf með augastað á Ástralíu Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. september 2018 08:00 Gunnhildur Yrsa hefur verið fastamaður í landsliðinu síðustu ár vísir/vilhelm Landsliðskonurnar Fanndís Friðriksdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir eru á leiðinni í afar spennandi verkefni en þær eru búnar að samþykkja að ganga til liðs við Adelaide United í áströlsku kvennadeildinni á láni fyrir komandi tímabil. Tæpur mánuður er í að deildin hefjist í Ástralíu og lýkur deildarkeppninni í febrúar. Verða þær því báðar komnar aftur til liða sinna, Vals og Utah Royals, áður en tímabilin hefjast. Kemur þetta því í staðinn fyrir langt undirbúningstímabil, eitthvað sem þekkist í bandarísku NWSL deildinni sem Gunnhildur leikur í. Styðja liðin þar við bakið á leikmönnum sem kjósa að leika í Ástralíu yfir vetrartímann þegar bandaríska deildin er ekki í gangi. „Það eru fimm mánuðir á milli tímabila í Bandaríkjunum og ég var alltaf með það í hausnum að fara til Ástralíu eins og margar í deildinni kjósa að gera. Ég ræddi það við þjálfarann þegar ég skrifaði undir og hann studdi þá ákvörðun en ég vildi ekki taka neina ákvörðun fyrr en það væri allt komið á hreint hvort það væru leikir með landsliðinu á þessum tíma. Ég hefði ekki farið ef þetta hefði komið í veg fyrir landsliðsverkefni,“ segir Gunnhildur. Gunnhildur fékk tilboð frá nokkrum liðum í Ástralíu. „Auðvitað er þetta að einhverju leyti ævintýraþrá og það hefði verið erfitt að segja nei við þessu tækifæri. Þetta er sterk deild og í staðinn fyrir undirbúningstímabil fæ ég að æfa og spila leiki í sterkri deild.“ Hún verður ekki eini Íslendingurinn í liðinu og það líst henni vel á. „Það er mikill kostur að hafa Fanndísi, við vorum saman í liði í Noregi en náðum aldrei leik saman því ég var meidd. Ég var mjög ánægð að heyra að hún væri tilbúin að stökkva á þetta tækifæri. Liðið vantaði framherja og ég stakk upp á Fanndísi og þeir vissu hver hún er og voru strax spenntir,“ segir Gunnhildur og heldur áfram: „Ég á ekki von á fleiri Íslendingum, það hefði verið flott að fá fleiri en það er búið að semja við fjóra erlenda leikmenn sem er hámarkið,“ segir hún létt í lund aðspurð hvort von sé á fleiri Íslendingum í liðið. Birtist í Fréttablaðinu NWSL Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Fleiri fréttir Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Sjá meira
Landsliðskonurnar Fanndís Friðriksdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir eru á leiðinni í afar spennandi verkefni en þær eru búnar að samþykkja að ganga til liðs við Adelaide United í áströlsku kvennadeildinni á láni fyrir komandi tímabil. Tæpur mánuður er í að deildin hefjist í Ástralíu og lýkur deildarkeppninni í febrúar. Verða þær því báðar komnar aftur til liða sinna, Vals og Utah Royals, áður en tímabilin hefjast. Kemur þetta því í staðinn fyrir langt undirbúningstímabil, eitthvað sem þekkist í bandarísku NWSL deildinni sem Gunnhildur leikur í. Styðja liðin þar við bakið á leikmönnum sem kjósa að leika í Ástralíu yfir vetrartímann þegar bandaríska deildin er ekki í gangi. „Það eru fimm mánuðir á milli tímabila í Bandaríkjunum og ég var alltaf með það í hausnum að fara til Ástralíu eins og margar í deildinni kjósa að gera. Ég ræddi það við þjálfarann þegar ég skrifaði undir og hann studdi þá ákvörðun en ég vildi ekki taka neina ákvörðun fyrr en það væri allt komið á hreint hvort það væru leikir með landsliðinu á þessum tíma. Ég hefði ekki farið ef þetta hefði komið í veg fyrir landsliðsverkefni,“ segir Gunnhildur. Gunnhildur fékk tilboð frá nokkrum liðum í Ástralíu. „Auðvitað er þetta að einhverju leyti ævintýraþrá og það hefði verið erfitt að segja nei við þessu tækifæri. Þetta er sterk deild og í staðinn fyrir undirbúningstímabil fæ ég að æfa og spila leiki í sterkri deild.“ Hún verður ekki eini Íslendingurinn í liðinu og það líst henni vel á. „Það er mikill kostur að hafa Fanndísi, við vorum saman í liði í Noregi en náðum aldrei leik saman því ég var meidd. Ég var mjög ánægð að heyra að hún væri tilbúin að stökkva á þetta tækifæri. Liðið vantaði framherja og ég stakk upp á Fanndísi og þeir vissu hver hún er og voru strax spenntir,“ segir Gunnhildur og heldur áfram: „Ég á ekki von á fleiri Íslendingum, það hefði verið flott að fá fleiri en það er búið að semja við fjóra erlenda leikmenn sem er hámarkið,“ segir hún létt í lund aðspurð hvort von sé á fleiri Íslendingum í liðið.
Birtist í Fréttablaðinu NWSL Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Fleiri fréttir Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Sjá meira