Lífið

Heidi Klum trúlofuð

Sylvía Hall skrifar
Klum og Kaulitz eru trúlofuð.
Klum og Kaulitz eru trúlofuð. Vísir/Getty
Fyrirsætan Heidi Klum og rokkarinn Tom Kaulitz eru trúlofuð. Klum birti mynd af sér og kærasta sínum á Instagram og Twitter í gær þar sem hún deildi fregnunum með aðdáendum sínum.

Klum, sem hefur gert garðinn frægan sem fyrirsæta og í þáttunum Project Runway, á fjögur börn með fyrrum eiginmanni sínum, söngvaranum Seal. Þau skildu árið 2014 eftir 9 ára hjónaband. Kaulitz er gítarleikari rokksveitarinnar Tokio Hotel.

„ÉG SAGÐI JÁ“ skrifaði fyrirsætan undir myndina þar sem hún sýnir glæsilegan trúlofunarhring á baugfingri. Þýska ofurparið hefur verið saman í rúmlega ár en fóru leynt með samband sitt þar til í mars á þessu ári eftir að þau sáust kyssast við tökur á þáttunum America‘s Got Talent.  


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.