Aukin hætta á gróðureldum Höskuldur Kári Schram skrifar 24. maí 2018 19:45 Hætta á gróðureldum hefur aukist hér á landi á undanförnum árum samfara aukinni skógrækt og minnkandi sauðfjárbeit. Sumarhúsabyggðir eru sérstaklega viðkvæmar að mati sérfræðings en þar liggur trjágróður oft þétt upp við hús. Sérstakur starfshópur um brunavarnir í gróðri kynnti í dag nýjan bækling og nýja vefsíðu þar sem lögð er áhersla á forvarnir og fyrstu viðbrögð við gróðureldum. Pétur Pétursson formaður Félags slökkviliðsstjóra segir að hættan á slíkum eldum hafi aðeins aukist á undanförnum árum samfara aukinni trjárækt og minnkandi sauðfjárbeit. Dóra Hjálmarsdóttir sérfræðingur í öryggismálum hjá Verkís segir að sumarhúsasvæði séu sérstaklega viðkvæm fyrir þessari þróun en þar liggur trjágróður oft þétt upp við hús. „Þéttleiki gróðurs á sumarhúsavæðum hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum og það er kominn tími til þess að við hugum að þessum málum. Í upphafi voru sumarhúsasvæðin á bersvæði en fólk hefur verið gríðarlega duglegt við að planta en síður að grisja,“ segir Dóra. Þá getur einnig skapast hætta ef upp kemur eldur á stórum skógræktarsvæðum á borð við Heiðmörk. „Í réttu árferði, sem sagt mikill þurrkur og mikill vindur, væri þetta eldur sem væri mjög erfitt að eiga við. Við eigum ekki flugvélar sem flytja vatn en landhelgisgæslan er með þyrlu og poka til að flytja vatn sem kannski má sín lítils í svona stórum eldi. Það yrði virkilega stórt verkefni ef til þess kæmi,“ segir Pétur Pétursson formaður Félags slökkviliðsstjóra. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á vefsíðunni grodureldar.is Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
Hætta á gróðureldum hefur aukist hér á landi á undanförnum árum samfara aukinni skógrækt og minnkandi sauðfjárbeit. Sumarhúsabyggðir eru sérstaklega viðkvæmar að mati sérfræðings en þar liggur trjágróður oft þétt upp við hús. Sérstakur starfshópur um brunavarnir í gróðri kynnti í dag nýjan bækling og nýja vefsíðu þar sem lögð er áhersla á forvarnir og fyrstu viðbrögð við gróðureldum. Pétur Pétursson formaður Félags slökkviliðsstjóra segir að hættan á slíkum eldum hafi aðeins aukist á undanförnum árum samfara aukinni trjárækt og minnkandi sauðfjárbeit. Dóra Hjálmarsdóttir sérfræðingur í öryggismálum hjá Verkís segir að sumarhúsasvæði séu sérstaklega viðkvæm fyrir þessari þróun en þar liggur trjágróður oft þétt upp við hús. „Þéttleiki gróðurs á sumarhúsavæðum hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum og það er kominn tími til þess að við hugum að þessum málum. Í upphafi voru sumarhúsasvæðin á bersvæði en fólk hefur verið gríðarlega duglegt við að planta en síður að grisja,“ segir Dóra. Þá getur einnig skapast hætta ef upp kemur eldur á stórum skógræktarsvæðum á borð við Heiðmörk. „Í réttu árferði, sem sagt mikill þurrkur og mikill vindur, væri þetta eldur sem væri mjög erfitt að eiga við. Við eigum ekki flugvélar sem flytja vatn en landhelgisgæslan er með þyrlu og poka til að flytja vatn sem kannski má sín lítils í svona stórum eldi. Það yrði virkilega stórt verkefni ef til þess kæmi,“ segir Pétur Pétursson formaður Félags slökkviliðsstjóra. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á vefsíðunni grodureldar.is
Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira