Aukin hætta á gróðureldum Höskuldur Kári Schram skrifar 24. maí 2018 19:45 Hætta á gróðureldum hefur aukist hér á landi á undanförnum árum samfara aukinni skógrækt og minnkandi sauðfjárbeit. Sumarhúsabyggðir eru sérstaklega viðkvæmar að mati sérfræðings en þar liggur trjágróður oft þétt upp við hús. Sérstakur starfshópur um brunavarnir í gróðri kynnti í dag nýjan bækling og nýja vefsíðu þar sem lögð er áhersla á forvarnir og fyrstu viðbrögð við gróðureldum. Pétur Pétursson formaður Félags slökkviliðsstjóra segir að hættan á slíkum eldum hafi aðeins aukist á undanförnum árum samfara aukinni trjárækt og minnkandi sauðfjárbeit. Dóra Hjálmarsdóttir sérfræðingur í öryggismálum hjá Verkís segir að sumarhúsasvæði séu sérstaklega viðkvæm fyrir þessari þróun en þar liggur trjágróður oft þétt upp við hús. „Þéttleiki gróðurs á sumarhúsavæðum hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum og það er kominn tími til þess að við hugum að þessum málum. Í upphafi voru sumarhúsasvæðin á bersvæði en fólk hefur verið gríðarlega duglegt við að planta en síður að grisja,“ segir Dóra. Þá getur einnig skapast hætta ef upp kemur eldur á stórum skógræktarsvæðum á borð við Heiðmörk. „Í réttu árferði, sem sagt mikill þurrkur og mikill vindur, væri þetta eldur sem væri mjög erfitt að eiga við. Við eigum ekki flugvélar sem flytja vatn en landhelgisgæslan er með þyrlu og poka til að flytja vatn sem kannski má sín lítils í svona stórum eldi. Það yrði virkilega stórt verkefni ef til þess kæmi,“ segir Pétur Pétursson formaður Félags slökkviliðsstjóra. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á vefsíðunni grodureldar.is Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fleiri fréttir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Sjá meira
Hætta á gróðureldum hefur aukist hér á landi á undanförnum árum samfara aukinni skógrækt og minnkandi sauðfjárbeit. Sumarhúsabyggðir eru sérstaklega viðkvæmar að mati sérfræðings en þar liggur trjágróður oft þétt upp við hús. Sérstakur starfshópur um brunavarnir í gróðri kynnti í dag nýjan bækling og nýja vefsíðu þar sem lögð er áhersla á forvarnir og fyrstu viðbrögð við gróðureldum. Pétur Pétursson formaður Félags slökkviliðsstjóra segir að hættan á slíkum eldum hafi aðeins aukist á undanförnum árum samfara aukinni trjárækt og minnkandi sauðfjárbeit. Dóra Hjálmarsdóttir sérfræðingur í öryggismálum hjá Verkís segir að sumarhúsasvæði séu sérstaklega viðkvæm fyrir þessari þróun en þar liggur trjágróður oft þétt upp við hús. „Þéttleiki gróðurs á sumarhúsavæðum hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum og það er kominn tími til þess að við hugum að þessum málum. Í upphafi voru sumarhúsasvæðin á bersvæði en fólk hefur verið gríðarlega duglegt við að planta en síður að grisja,“ segir Dóra. Þá getur einnig skapast hætta ef upp kemur eldur á stórum skógræktarsvæðum á borð við Heiðmörk. „Í réttu árferði, sem sagt mikill þurrkur og mikill vindur, væri þetta eldur sem væri mjög erfitt að eiga við. Við eigum ekki flugvélar sem flytja vatn en landhelgisgæslan er með þyrlu og poka til að flytja vatn sem kannski má sín lítils í svona stórum eldi. Það yrði virkilega stórt verkefni ef til þess kæmi,“ segir Pétur Pétursson formaður Félags slökkviliðsstjóra. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á vefsíðunni grodureldar.is
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fleiri fréttir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Sjá meira