Aukin hætta á gróðureldum Höskuldur Kári Schram skrifar 24. maí 2018 19:45 Hætta á gróðureldum hefur aukist hér á landi á undanförnum árum samfara aukinni skógrækt og minnkandi sauðfjárbeit. Sumarhúsabyggðir eru sérstaklega viðkvæmar að mati sérfræðings en þar liggur trjágróður oft þétt upp við hús. Sérstakur starfshópur um brunavarnir í gróðri kynnti í dag nýjan bækling og nýja vefsíðu þar sem lögð er áhersla á forvarnir og fyrstu viðbrögð við gróðureldum. Pétur Pétursson formaður Félags slökkviliðsstjóra segir að hættan á slíkum eldum hafi aðeins aukist á undanförnum árum samfara aukinni trjárækt og minnkandi sauðfjárbeit. Dóra Hjálmarsdóttir sérfræðingur í öryggismálum hjá Verkís segir að sumarhúsasvæði séu sérstaklega viðkvæm fyrir þessari þróun en þar liggur trjágróður oft þétt upp við hús. „Þéttleiki gróðurs á sumarhúsavæðum hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum og það er kominn tími til þess að við hugum að þessum málum. Í upphafi voru sumarhúsasvæðin á bersvæði en fólk hefur verið gríðarlega duglegt við að planta en síður að grisja,“ segir Dóra. Þá getur einnig skapast hætta ef upp kemur eldur á stórum skógræktarsvæðum á borð við Heiðmörk. „Í réttu árferði, sem sagt mikill þurrkur og mikill vindur, væri þetta eldur sem væri mjög erfitt að eiga við. Við eigum ekki flugvélar sem flytja vatn en landhelgisgæslan er með þyrlu og poka til að flytja vatn sem kannski má sín lítils í svona stórum eldi. Það yrði virkilega stórt verkefni ef til þess kæmi,“ segir Pétur Pétursson formaður Félags slökkviliðsstjóra. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á vefsíðunni grodureldar.is Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Hætta á gróðureldum hefur aukist hér á landi á undanförnum árum samfara aukinni skógrækt og minnkandi sauðfjárbeit. Sumarhúsabyggðir eru sérstaklega viðkvæmar að mati sérfræðings en þar liggur trjágróður oft þétt upp við hús. Sérstakur starfshópur um brunavarnir í gróðri kynnti í dag nýjan bækling og nýja vefsíðu þar sem lögð er áhersla á forvarnir og fyrstu viðbrögð við gróðureldum. Pétur Pétursson formaður Félags slökkviliðsstjóra segir að hættan á slíkum eldum hafi aðeins aukist á undanförnum árum samfara aukinni trjárækt og minnkandi sauðfjárbeit. Dóra Hjálmarsdóttir sérfræðingur í öryggismálum hjá Verkís segir að sumarhúsasvæði séu sérstaklega viðkvæm fyrir þessari þróun en þar liggur trjágróður oft þétt upp við hús. „Þéttleiki gróðurs á sumarhúsavæðum hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum og það er kominn tími til þess að við hugum að þessum málum. Í upphafi voru sumarhúsasvæðin á bersvæði en fólk hefur verið gríðarlega duglegt við að planta en síður að grisja,“ segir Dóra. Þá getur einnig skapast hætta ef upp kemur eldur á stórum skógræktarsvæðum á borð við Heiðmörk. „Í réttu árferði, sem sagt mikill þurrkur og mikill vindur, væri þetta eldur sem væri mjög erfitt að eiga við. Við eigum ekki flugvélar sem flytja vatn en landhelgisgæslan er með þyrlu og poka til að flytja vatn sem kannski má sín lítils í svona stórum eldi. Það yrði virkilega stórt verkefni ef til þess kæmi,“ segir Pétur Pétursson formaður Félags slökkviliðsstjóra. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á vefsíðunni grodureldar.is
Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira