„Við viljum sjá konur í flugvirkjun“ Kristján Már Unnarsson skrifar 19. mars 2018 21:45 Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, í flugskýli skólans á Keflavíkurflugvelli. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Við viljum sjá fleiri konur læra flugvirkjun, segir Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, en innan við eitt prósent flugvirkja landsins eru konur. Rætt var við Hjálmar í fréttum Stöðvar 2. Flugakademían er orðin um 40 prósent af starfsemi Keilis á Keflavíkurflugvelli, skólinn verður í vor kominn með fjórtán kennsluvélar, en er einnig með flugherma til að þjálfa flugmenn. Keilir heldur einnig úti kennslu flugvirkja og hefur í því skyni komið sér upp aðstöðu þar sem sjá má hreyfla af öllum stærðum og gerðum, meira að segja af júmbóþotu, og þar er tékknesk orustuþota. „Menn segja að fyrir hvern einn flugmann þurfi svona einn og hálfan flugvirkja. Og flugvirkjaskólar heimsins anna ekki eftirspurn,” segir Hjálmar, og segir skólann búinn að koma sér upp mjög góðri aðstöðu til námsins. Hann segir mikla aðsókn í bæði flugvirkjanám og flugmannsnám og nánast allir bekkir Keilis séu fullir fram eftir þessu ári. Það lýsi bæði þörf flugfélaga og áhuga ungs fólks að fara í flugið; spennandi atvinnugrein, sem orðin sé ansi stór hérlendis.Flugvirkjar í hinu nýja flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli skoða nýjustu þotu félagsins, Boeing 737 MAX 8.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það vekur hins vegar athygli þegar horft er yfir vinnustað flugvirkja að þar eru yfirleitt bara karlmenn, enda eru íslenskir kvenflugvirkjar teljandi á fingrum annarrar handar. Af 560 félagsmönnum Flugvirkjafélags Íslands eru aðeins fjórar konur, samkvæmt upplýsingum félagsins; tvær hjá Icelandair, ein hjá Flugfélagi Íslands og ein sem starfar í Lúxemborg. „Við höfum nú verið að hvetja ekki síst konur til þess að fara í það starf. Það er einhvern veginn sú ímynd að þetta sé eitthvað svona karllægt starf. En það er alls ekki þannig. Þetta er starf sem hentar báðum kynjum og við höfum verið að leggja mikla áherslu á það að við viljum sjá konur í flugvirkjun, eins og öðrum störfum,” segir Hjálmar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Flugskýli Icelandair hrópar á fleiri flugvirkja Hlutfall Suðurnesjamanna í viðhaldsstöð Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefur fimmfaldast frá því flugskýlið var opnað. Skortur er nú á flugvirkjum. Það þótti ekki endilega sjálfsögð ákvörðun hjá Icelandair fyrir rúmum tuttugu árum að byggja upp fullkomna viðhaldsstöð fyrir flugflota sinn á Íslandi. 17. febrúar 2012 19:32 Grunnlaunin um 440 þúsund krónur Kjaraviðræður Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hafa ekki borið árangur en fundur hefur staðið yfir frá klukkan eitt í dag. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan sex í fyrramálið. 16. desember 2017 19:00 Flugvirkjar sagðir brattir þegar nýr kjarasamningur var kynntur Fundurinn stóð yfir í eina og hálfa klukkustund þar sem meðal annars var útskýrt frekar form kosninga um samninginn og opnað fyrir spurningar úr sal þessi efnis. 20. desember 2017 22:12 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Við viljum sjá fleiri konur læra flugvirkjun, segir Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, en innan við eitt prósent flugvirkja landsins eru konur. Rætt var við Hjálmar í fréttum Stöðvar 2. Flugakademían er orðin um 40 prósent af starfsemi Keilis á Keflavíkurflugvelli, skólinn verður í vor kominn með fjórtán kennsluvélar, en er einnig með flugherma til að þjálfa flugmenn. Keilir heldur einnig úti kennslu flugvirkja og hefur í því skyni komið sér upp aðstöðu þar sem sjá má hreyfla af öllum stærðum og gerðum, meira að segja af júmbóþotu, og þar er tékknesk orustuþota. „Menn segja að fyrir hvern einn flugmann þurfi svona einn og hálfan flugvirkja. Og flugvirkjaskólar heimsins anna ekki eftirspurn,” segir Hjálmar, og segir skólann búinn að koma sér upp mjög góðri aðstöðu til námsins. Hann segir mikla aðsókn í bæði flugvirkjanám og flugmannsnám og nánast allir bekkir Keilis séu fullir fram eftir þessu ári. Það lýsi bæði þörf flugfélaga og áhuga ungs fólks að fara í flugið; spennandi atvinnugrein, sem orðin sé ansi stór hérlendis.Flugvirkjar í hinu nýja flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli skoða nýjustu þotu félagsins, Boeing 737 MAX 8.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það vekur hins vegar athygli þegar horft er yfir vinnustað flugvirkja að þar eru yfirleitt bara karlmenn, enda eru íslenskir kvenflugvirkjar teljandi á fingrum annarrar handar. Af 560 félagsmönnum Flugvirkjafélags Íslands eru aðeins fjórar konur, samkvæmt upplýsingum félagsins; tvær hjá Icelandair, ein hjá Flugfélagi Íslands og ein sem starfar í Lúxemborg. „Við höfum nú verið að hvetja ekki síst konur til þess að fara í það starf. Það er einhvern veginn sú ímynd að þetta sé eitthvað svona karllægt starf. En það er alls ekki þannig. Þetta er starf sem hentar báðum kynjum og við höfum verið að leggja mikla áherslu á það að við viljum sjá konur í flugvirkjun, eins og öðrum störfum,” segir Hjálmar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Flugskýli Icelandair hrópar á fleiri flugvirkja Hlutfall Suðurnesjamanna í viðhaldsstöð Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefur fimmfaldast frá því flugskýlið var opnað. Skortur er nú á flugvirkjum. Það þótti ekki endilega sjálfsögð ákvörðun hjá Icelandair fyrir rúmum tuttugu árum að byggja upp fullkomna viðhaldsstöð fyrir flugflota sinn á Íslandi. 17. febrúar 2012 19:32 Grunnlaunin um 440 þúsund krónur Kjaraviðræður Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hafa ekki borið árangur en fundur hefur staðið yfir frá klukkan eitt í dag. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan sex í fyrramálið. 16. desember 2017 19:00 Flugvirkjar sagðir brattir þegar nýr kjarasamningur var kynntur Fundurinn stóð yfir í eina og hálfa klukkustund þar sem meðal annars var útskýrt frekar form kosninga um samninginn og opnað fyrir spurningar úr sal þessi efnis. 20. desember 2017 22:12 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Flugskýli Icelandair hrópar á fleiri flugvirkja Hlutfall Suðurnesjamanna í viðhaldsstöð Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefur fimmfaldast frá því flugskýlið var opnað. Skortur er nú á flugvirkjum. Það þótti ekki endilega sjálfsögð ákvörðun hjá Icelandair fyrir rúmum tuttugu árum að byggja upp fullkomna viðhaldsstöð fyrir flugflota sinn á Íslandi. 17. febrúar 2012 19:32
Grunnlaunin um 440 þúsund krónur Kjaraviðræður Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hafa ekki borið árangur en fundur hefur staðið yfir frá klukkan eitt í dag. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan sex í fyrramálið. 16. desember 2017 19:00
Flugvirkjar sagðir brattir þegar nýr kjarasamningur var kynntur Fundurinn stóð yfir í eina og hálfa klukkustund þar sem meðal annars var útskýrt frekar form kosninga um samninginn og opnað fyrir spurningar úr sal þessi efnis. 20. desember 2017 22:12