Segir fyrsta þyrluútkallið byggt á misskilningi Hersir Aron Ólafsson skrifar 30. maí 2018 20:00 Þyrla Landhelgisgæslunnar var afturkölluð fimmtán mínútum eftir að fyrsta útkall barst vegna erlendrar ferðakonu sem fékk höfuðhögg í Reynisfjöru í gær. Konan lést á Landspítalanum í dag. Aðstoðarforstjóri Neyðarlínunnar segir misskilning hafa ráðið því að þyrlan var kölluð út til að byrja með en konan reyndist síðar meira slösuð en fyrst var talið.Frétt Vísis: Konan sem slasaðist í Reynisfjöru er látinSamkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var þyrla á þeirra vegum kölluð út klukkan 14:36 í gærkvöldi eftir beiðni frá Neyðarlínu. Fjórtán mínútum síðar hafi hins vegar borist upplýsingar um að aðstoð hennar væri afþökkuð. Rúmum hálftíma seinna var hins vegar aftur óskað eftir aðstoð þyrlu sem lagði af stað fjórtán mínútum síðar og tók við konunni úr sjúkrabíl sem þegar var lagður af stað áleiðis.Segir engan hafa afturkallað þyrluna Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi segir hins vegar að viðbragðsaðilar á vettvangi hafi ekki afturkallað þyrluna, heldur aðeins óskað eftir lækkuðu viðbragðsstigi björgunarsveita. „Það virðist sem skilaboðin hafi verið túlkuð þannig að hún hafi verið afturkölluð í leiðinni. Við erum búin að fara ítarlega yfir það með okkar fólki frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og okkar fólki á vettvangi og það var aldrei beðið um afturköllun á þyrlu. Þannig að við erum í rauninni bara að skoða þetta mál,“ segir Styrmir.Málið byggt á misskilningiTómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir fyrsta útkallið byggt á misskilningi, þar sem tvö Neyðarlínusímtöl bárust nánast samtímis. „Annað er kona, öldruð kona, sem hefur hrasað og fengið sár á höfuð og blæðir úr því, en er með fína meðvitund að því er okkur skilst. Í það er boðaður sjúkraflutningur í forgangi 2,“ segir Tómas. Það seinna sneri hins vegar að karli sem innhringjandi, erlendur maður, sagði hafa hrapað og virtist meðvitundarlaus á svæðinu. „Það er bara allt ræst út, björgunarsveitir og þyrla út af þessum meðvitundarlausa karlmanni. Á sama tíma er á leiðinni sjúkraflutningur að flytja konuna sem er þarna með skurð á höfði,“ segir Tómas. Málið sem þyrlan átti að sinna ekki tilHann segir að í ljóst hafi komið enginn maður hafði í raun hrapað, heldur hafi Neyðarlínusímtalið einfaldlega verið óskýrt vegna tungumálaörðugleika hjá innhringjanda. Þá hafi ástand konunnar í fyrstu ekki virst sérstaklega alvarlegt. „Síðan reyndar þróast mál þannig að meðvitundarstig hennar versnar eftir að sjúkraaðilar eru komnir á staðinn sem verður til þess að þyrlan er síðan send,“ segir Tómas. Hann segir því að upphafleg afturköllun þyrlunnar hafi verið eðlileg, þó sorglegt sé hvernig málið hafi farið að lokum. „Það að þyrlan fari ekki af stað er bara vegna þess að málið sem átti að kalla hana í reyndist ekki til.“ Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar var afturkölluð fimmtán mínútum eftir að fyrsta útkall barst vegna erlendrar ferðakonu sem fékk höfuðhögg í Reynisfjöru í gær. Konan lést á Landspítalanum í dag. Aðstoðarforstjóri Neyðarlínunnar segir misskilning hafa ráðið því að þyrlan var kölluð út til að byrja með en konan reyndist síðar meira slösuð en fyrst var talið.Frétt Vísis: Konan sem slasaðist í Reynisfjöru er látinSamkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var þyrla á þeirra vegum kölluð út klukkan 14:36 í gærkvöldi eftir beiðni frá Neyðarlínu. Fjórtán mínútum síðar hafi hins vegar borist upplýsingar um að aðstoð hennar væri afþökkuð. Rúmum hálftíma seinna var hins vegar aftur óskað eftir aðstoð þyrlu sem lagði af stað fjórtán mínútum síðar og tók við konunni úr sjúkrabíl sem þegar var lagður af stað áleiðis.Segir engan hafa afturkallað þyrluna Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi segir hins vegar að viðbragðsaðilar á vettvangi hafi ekki afturkallað þyrluna, heldur aðeins óskað eftir lækkuðu viðbragðsstigi björgunarsveita. „Það virðist sem skilaboðin hafi verið túlkuð þannig að hún hafi verið afturkölluð í leiðinni. Við erum búin að fara ítarlega yfir það með okkar fólki frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og okkar fólki á vettvangi og það var aldrei beðið um afturköllun á þyrlu. Þannig að við erum í rauninni bara að skoða þetta mál,“ segir Styrmir.Málið byggt á misskilningiTómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir fyrsta útkallið byggt á misskilningi, þar sem tvö Neyðarlínusímtöl bárust nánast samtímis. „Annað er kona, öldruð kona, sem hefur hrasað og fengið sár á höfuð og blæðir úr því, en er með fína meðvitund að því er okkur skilst. Í það er boðaður sjúkraflutningur í forgangi 2,“ segir Tómas. Það seinna sneri hins vegar að karli sem innhringjandi, erlendur maður, sagði hafa hrapað og virtist meðvitundarlaus á svæðinu. „Það er bara allt ræst út, björgunarsveitir og þyrla út af þessum meðvitundarlausa karlmanni. Á sama tíma er á leiðinni sjúkraflutningur að flytja konuna sem er þarna með skurð á höfði,“ segir Tómas. Málið sem þyrlan átti að sinna ekki tilHann segir að í ljóst hafi komið enginn maður hafði í raun hrapað, heldur hafi Neyðarlínusímtalið einfaldlega verið óskýrt vegna tungumálaörðugleika hjá innhringjanda. Þá hafi ástand konunnar í fyrstu ekki virst sérstaklega alvarlegt. „Síðan reyndar þróast mál þannig að meðvitundarstig hennar versnar eftir að sjúkraaðilar eru komnir á staðinn sem verður til þess að þyrlan er síðan send,“ segir Tómas. Hann segir því að upphafleg afturköllun þyrlunnar hafi verið eðlileg, þó sorglegt sé hvernig málið hafi farið að lokum. „Það að þyrlan fari ekki af stað er bara vegna þess að málið sem átti að kalla hana í reyndist ekki til.“
Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent