Hvalárvirkjun ýmist sögð falleg eða hervirki gegn náttúrunni Kristján Már Unnarsson skrifar 30. maí 2018 23:15 Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hrafn Jökulsson kallar Hvalárvirkjun hervirki gegn náttúrunni sem aðeins erlendir auðkýfingar hagnist á. Oddviti Árneshrepps segir á hinn bóginn að þetta verði falleg virkjun sem komi öllum Vestfjörðum til góða. Ólík sjónarmið um virkjunina norður á Ströndum mátti heyra í frétt Stöðvar 2. Vegurinn norður í Árneshrepp er holóttur malarvegur og þar er enginn snjómokstur stóran hluta vetrar sem þýðir að íbúarnir lokast inni vikum saman. Bændur knýja rekaviðarsagir með dísilvélum en bættar samgöngur, ljósleiðari og þriggja fasa rafmagn eru meðal þeirra umbóta sem ráðamenn hreppsins segja fylgja Hvalárvirkjun.Jarðstreng frá Hvalárvirkjun gæti fylgt nýr vegslóði yfir Ófeigsfjarðarheiði milli Ísafjarðardjúps og Árneshrepps sem skapar nýjan Vestfjarðahring um Strandir og Inndjúp.Grafík/Hlynur Magnússon.Þannig varð lélegt rafmagn til þess að þriggja milljóna króna varmadæla eyðilagðist í Djúpuvík, að sögn oddvitans og hótelstjórans Evu Sigurbjörnsdóttur. Dælan hafi ekki þolað tíðar straumbreytingar. „Til þess að koma í veg fyrir að slíkt gerist, hvað eftir annað, að það eyðileggist hjá manni tæki, þá þurfum við betra rafmagn. Og við munum jafnframt fá betri samgöngur. Það vantar orku inn á alla Vestfirði þannig að við teljum að þetta sé okkur öllum til góða á Vestfjörðum, ekki bara hér. Nú svo er þetta náttúrlega langvistvænasta orka sem hægt er að fá, - í veröldinni,“ segir Eva.Stöðvarhús Hvalárvirkjunar verður neðanjarðar. Inn á þessa mynd er búið að teikna aðkomubyggingu stöðvarhússins til hægri og fyrirhugaðan veg upp á heiðina.Mynd/Vesturverk.Kosningaúrslitin í Árneshreppi gátu vart orðið skýrari. Fylgismenn Hvalárvirkjunar fengu öll fimm hreppsnefndarsætin, andstæðingar ekkert. Þeir halda samt baráttunni áfram og vekja athygli á náttúru svæðisins með myndum af fossum sem skerðast. „Það eru fleiri og fleiri að vakna til vitundar um hvursu mikið hervirki gegn náttúru Íslands þessi áform eru,“ segir Hrafn Jökulsson, rithöfundur í Norðurfirði. „Já, já, það eru margir sem segja það. En það eru líka mjög margir sem segja að þetta sé lítið spor í vistkerfi heimsins og ég er þeirrar skoðunar,“ segir Eva.Hrafn Jökulsson, rithöfundur í Árneshreppi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hún segir virkjunarmannvirkin verða neðanjarðar. Á Ófeigsfjarðarheiði verða þó fimm stíflur sem mynda þrjú miðlunarlón. 30 milljóna króna árleg fasteignagjöld af Hvalárvirkjun þýddi um 50 prósenta tekjuaukningu hreppsins. Það eru yfir tvær milljónir króna á hvert heimili í sveitinni. Þá sjá fylgismenn virkjunar tækifæri felast í bættum vegi um Ingólfsfjörð og Ófeigsfjörð og ekki síst vegslóða sem fylgdi jarðstreng yfir Ófeigsfjarðarheiði sem myndi opna hringleið um Djúp á sumrin.Frá Ingólfsfirði. Búið er að teikna fyrirhugaðan veg frá Eyrarhálsi niður að Eyri inn á myndina.Mynd/Vesturverk.„Ég held að þetta sé ekki lausnin, hvorki á byggðavandanum á Ströndum og þaðan af síður fyrir raforkuöryggi á Vestfjörðum. Ég held að þeir einu sem hagnist að lokum séu erlendir auðkýfingar. Og við eigum ekki að gefa þeim Ófeigsfjörð og eftirláta þeim hinar fallegu Strandir,“ segir Hrafn. „Það eru til fallegar virkjanir á Íslandi. Og þessi verður sko örugglega ekkert verri heldur en hinar,“ segir Eva. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Segir Tómas gera lítið úr mikilvægi Hvalárvirkjunar fyrir raforkuöryggi á Vestfjörðum Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks, segir að það sem vaki fyrir fyrirtækinu með Hvalárvirkjun sé að koma á virkjun innan Vestfjarða sem geti verið liður í því að tryggja aukið raforkuöryggi í fjórðungnum. 22. maí 2018 16:00 Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í Árneshreppi "Mér líst bara vel á þetta nema það er náttúrulega ekkert gaman að vera kominn í hreppsnefndina,“ segir Björn Torfason bóndi léttur. 26. maí 2018 20:23 Hrafn segir ögurstund í Árneshreppi og ekki annað í boði en að standa saman Eftir hatrammar deilur í Árneshreppi tóku fulltrúar andstæðra fylkinga hver utan um annan í dag, staðráðnir í að standa saman, þótt menn séu áfram ósammála um Hvalárvirkjun. 29. maí 2018 20:30 Neitar því að Vesturverk hafi svarað fyrir Árneshrepp Umhverfissamtökin Rjúkandi birtu í dag tölvupóstsamskipti oddvita Árneshrepps og stjórnenda Vesturverks vegna Hvalárvirkjunar. 20. maí 2018 20:15 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
Hrafn Jökulsson kallar Hvalárvirkjun hervirki gegn náttúrunni sem aðeins erlendir auðkýfingar hagnist á. Oddviti Árneshrepps segir á hinn bóginn að þetta verði falleg virkjun sem komi öllum Vestfjörðum til góða. Ólík sjónarmið um virkjunina norður á Ströndum mátti heyra í frétt Stöðvar 2. Vegurinn norður í Árneshrepp er holóttur malarvegur og þar er enginn snjómokstur stóran hluta vetrar sem þýðir að íbúarnir lokast inni vikum saman. Bændur knýja rekaviðarsagir með dísilvélum en bættar samgöngur, ljósleiðari og þriggja fasa rafmagn eru meðal þeirra umbóta sem ráðamenn hreppsins segja fylgja Hvalárvirkjun.Jarðstreng frá Hvalárvirkjun gæti fylgt nýr vegslóði yfir Ófeigsfjarðarheiði milli Ísafjarðardjúps og Árneshrepps sem skapar nýjan Vestfjarðahring um Strandir og Inndjúp.Grafík/Hlynur Magnússon.Þannig varð lélegt rafmagn til þess að þriggja milljóna króna varmadæla eyðilagðist í Djúpuvík, að sögn oddvitans og hótelstjórans Evu Sigurbjörnsdóttur. Dælan hafi ekki þolað tíðar straumbreytingar. „Til þess að koma í veg fyrir að slíkt gerist, hvað eftir annað, að það eyðileggist hjá manni tæki, þá þurfum við betra rafmagn. Og við munum jafnframt fá betri samgöngur. Það vantar orku inn á alla Vestfirði þannig að við teljum að þetta sé okkur öllum til góða á Vestfjörðum, ekki bara hér. Nú svo er þetta náttúrlega langvistvænasta orka sem hægt er að fá, - í veröldinni,“ segir Eva.Stöðvarhús Hvalárvirkjunar verður neðanjarðar. Inn á þessa mynd er búið að teikna aðkomubyggingu stöðvarhússins til hægri og fyrirhugaðan veg upp á heiðina.Mynd/Vesturverk.Kosningaúrslitin í Árneshreppi gátu vart orðið skýrari. Fylgismenn Hvalárvirkjunar fengu öll fimm hreppsnefndarsætin, andstæðingar ekkert. Þeir halda samt baráttunni áfram og vekja athygli á náttúru svæðisins með myndum af fossum sem skerðast. „Það eru fleiri og fleiri að vakna til vitundar um hvursu mikið hervirki gegn náttúru Íslands þessi áform eru,“ segir Hrafn Jökulsson, rithöfundur í Norðurfirði. „Já, já, það eru margir sem segja það. En það eru líka mjög margir sem segja að þetta sé lítið spor í vistkerfi heimsins og ég er þeirrar skoðunar,“ segir Eva.Hrafn Jökulsson, rithöfundur í Árneshreppi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hún segir virkjunarmannvirkin verða neðanjarðar. Á Ófeigsfjarðarheiði verða þó fimm stíflur sem mynda þrjú miðlunarlón. 30 milljóna króna árleg fasteignagjöld af Hvalárvirkjun þýddi um 50 prósenta tekjuaukningu hreppsins. Það eru yfir tvær milljónir króna á hvert heimili í sveitinni. Þá sjá fylgismenn virkjunar tækifæri felast í bættum vegi um Ingólfsfjörð og Ófeigsfjörð og ekki síst vegslóða sem fylgdi jarðstreng yfir Ófeigsfjarðarheiði sem myndi opna hringleið um Djúp á sumrin.Frá Ingólfsfirði. Búið er að teikna fyrirhugaðan veg frá Eyrarhálsi niður að Eyri inn á myndina.Mynd/Vesturverk.„Ég held að þetta sé ekki lausnin, hvorki á byggðavandanum á Ströndum og þaðan af síður fyrir raforkuöryggi á Vestfjörðum. Ég held að þeir einu sem hagnist að lokum séu erlendir auðkýfingar. Og við eigum ekki að gefa þeim Ófeigsfjörð og eftirláta þeim hinar fallegu Strandir,“ segir Hrafn. „Það eru til fallegar virkjanir á Íslandi. Og þessi verður sko örugglega ekkert verri heldur en hinar,“ segir Eva. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Segir Tómas gera lítið úr mikilvægi Hvalárvirkjunar fyrir raforkuöryggi á Vestfjörðum Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks, segir að það sem vaki fyrir fyrirtækinu með Hvalárvirkjun sé að koma á virkjun innan Vestfjarða sem geti verið liður í því að tryggja aukið raforkuöryggi í fjórðungnum. 22. maí 2018 16:00 Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í Árneshreppi "Mér líst bara vel á þetta nema það er náttúrulega ekkert gaman að vera kominn í hreppsnefndina,“ segir Björn Torfason bóndi léttur. 26. maí 2018 20:23 Hrafn segir ögurstund í Árneshreppi og ekki annað í boði en að standa saman Eftir hatrammar deilur í Árneshreppi tóku fulltrúar andstæðra fylkinga hver utan um annan í dag, staðráðnir í að standa saman, þótt menn séu áfram ósammála um Hvalárvirkjun. 29. maí 2018 20:30 Neitar því að Vesturverk hafi svarað fyrir Árneshrepp Umhverfissamtökin Rjúkandi birtu í dag tölvupóstsamskipti oddvita Árneshrepps og stjórnenda Vesturverks vegna Hvalárvirkjunar. 20. maí 2018 20:15 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
Segir Tómas gera lítið úr mikilvægi Hvalárvirkjunar fyrir raforkuöryggi á Vestfjörðum Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks, segir að það sem vaki fyrir fyrirtækinu með Hvalárvirkjun sé að koma á virkjun innan Vestfjarða sem geti verið liður í því að tryggja aukið raforkuöryggi í fjórðungnum. 22. maí 2018 16:00
Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í Árneshreppi "Mér líst bara vel á þetta nema það er náttúrulega ekkert gaman að vera kominn í hreppsnefndina,“ segir Björn Torfason bóndi léttur. 26. maí 2018 20:23
Hrafn segir ögurstund í Árneshreppi og ekki annað í boði en að standa saman Eftir hatrammar deilur í Árneshreppi tóku fulltrúar andstæðra fylkinga hver utan um annan í dag, staðráðnir í að standa saman, þótt menn séu áfram ósammála um Hvalárvirkjun. 29. maí 2018 20:30
Neitar því að Vesturverk hafi svarað fyrir Árneshrepp Umhverfissamtökin Rjúkandi birtu í dag tölvupóstsamskipti oddvita Árneshrepps og stjórnenda Vesturverks vegna Hvalárvirkjunar. 20. maí 2018 20:15