Neitar því að Vesturverk hafi svarað fyrir Árneshrepp Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2018 20:15 Eva Sigurbjörnsdóttir sveitastjóri í Árneshreppi óskaði eftir tillögum Vesturverks fyrir umsögn hreppsins til Skipulagsstofnunar. Vísir/Stefán Framkvæmdastjóri Vesturverks segir fyrirtækið aldrei hafa svarað fyrirspurnum Skipulagsstofnunar vegna Hvalárvirkjunar fyrir hönd Árneshrepps. Oddviti hreppsins óskaði eftir tillögum frá stjórnendum Vesturverks um hvernig hreppurinn ætti að bregðast við erindum stofnunarinnar. Umhverfisverndarsamtökin Rjúkandi birtu í dag tölvupóstsamskipti Evu Sigurbjörnsdóttur, oddvita Árneshrepps, við framkvæmdastjóra og stjórnarformann Vesturverks vegna Hvalárvirkjunar sem þau fengu afhent á grundvelli upplýsingalaga. Vesturverk er framkvæmdaraðili virkjunarinnar. Mbl.is sagði fyrst frá póstunum í kvöld. Samskiptin sýna að oddvitinn leitaði til stjórnendanna til að fá aðstoð við umsagnir sem Skipulagsstofnun óskaði eftir. Þannig áframsendi Eva formlega beiðni stofnunarinnar um umsögn í júlí árið 2015 á Gunnar Gauk Magnússon, framkvæmdastjóra Vesturverks, og Ásgeir Margeirsson, stjórnarformann. Óskaði oddvitinn eftir tillögum þeirra. „Getið þið ekki sent okkur einhver „lærð“ stikkorð sem gætu nýst okkur til að skrifa svona umsögn,“ skrifaði Eva. Ári síðar sendi Eva Gunnari Gauki póst þar sem hún benti á að líða færi að því að skila þyrfti umsögn hreppsins um frummatsskýrslu varðandi Hvalárvirkjun. „Mér þætti mjög vænt um ef þú vildir senda mér einhverja punkta sem þú telur að sé gott að hafa með,“ skrifaði hún. Gunnar Gaukur sagðist ekki vita hvað skyldi segja varðandi umsögnina en sagði þó: „Við erum að sjálfsögðu viðkvæmastir fyrir neikvæðri umsögn sem varðar náttúrufar og vatnafar á virkjunarsvæðinu. Það er helst það sem gæti stöðvað okkur.“Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri Vesturverks.Stöð 2Oddvitinn vill ekki tjá sig Eva vildi ekki tjá sig um samskiptin og hvort þau væru eðlileg þegar Vísir bar þau undir hana í kvöld. Útilokaði hún ekki að hún myndi gefa út yfirlýsingu síðar. „Vesturverk hefur aldrei svarað fyrir hönd hreppsins til Skipulagsstofnunar einu eða neinu,“ sagði Gunnar Gaukur, framkvæmdastjóri Vesturverks, um samskiptin við oddvitann. Spurður að því nánar hvort að fyrirtækið hafi einhvern tímann lagt fram tillögur að svörum fyrir hreppinn segist hann ekki minnast þess. Varðandi samskiptin þar sem Eva bað um punkta með einhverju sem hann teldi gott að hafa með í umsögn hreppsins um frummatsskýrsluna segir Gunnar Gaukur að svar hans um neikvæða umsögn um náttúru- og vatnafar hafi verið það eina sem hann hafi sent á móti. „Ég hef ekki lagt þeim orð í munn. Ég nefndi þetta að við værum viðkvæm fyrir þessu. Hvað hreppsnefndin hefur sent frá sér, ég hef bara ekki hugmynd um það,“ segir Gunnar Gaukur og fullyrðir að Vesturverk hafi ekki sent hreppnum frekari gögn vegna umsagnarinnar.Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Vesturverks, er einnig forstjóri HS Orku.Stöð 2Svara þeim sem leita til þeirra Ásgeir stjórnarformaður Vesturverks segir fyrirtækið ekki leggja upp álit sveitarfélagsins heldur aðeins gefa sitt eigið. „Hvort það verður svo álit sveitarfélagsins er svo allt annað mál og ekki í mínum höndum. En framkvæmdaraðilinn segir sitt álit,“ segir hann. Sveitarfélög geti annað hvort haft starfsfólk með þekkingu og skilning á málunum eða ráðið til sín ráðgjafa og sérfræðinga. Spurður að því hvort að eðlilegt sé að hreppsnefndin leiti ráðgjafar framkvæmdaraðilans varðandi umsögn sína til Skipulagsstofnunar segir Ásgeir að það sé ekki hans að svara því. „Við svörum bara öllum þeim sem leita til okkar,“ segir hann. Lýst sem fjandsamlegri yfirtöku Í færslu á Facebook-síðu Rjúkanda eru tölvupóstsamskipti Oddvitans og stjórnenda Vesturverks fullyrðir Pétur Húni, stjórnarmaður samtakanna, að Eva hafi beðið þá um að svara fyrir sig. Sakar hann oddvitann um að hafa í raun framselt lýðræðislegt umboð sitt til að stjórna hreppnum til Vesturverks. Vitnar Pétur Húni til frétta af lögheimilisflutningum í Árneshrepp í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga um næstu helgi sem hefur verið lýst sem tilraun til kosningasvindls. „Það er alveg ljóst að hér hefur verið gerð alvarleg aðför að lýðræðinu en hún felst ekki í flutningi lögheimila heldur fyrst og fremst í fjandsamlegri yfirtöku Vesturverks/HS Orku á Árneshreppi með fulltingi meirihluta hreppsnefndar Árneshrepps,“ segir hann. Tengdar fréttir Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Kjörskrá Árneshrepps samþykkt með fyrirvara Hreppsnefnd Árneshrepps hefur lagt fram kjörskrá og er hún nú til sýnis í kjörbúðinni. 16. maí 2018 19:51 Ellefu lögheimilisskráningar í Árneshrepp felldar niður Ellefu uppfylla ekki skilyrði Þjóðskrár Íslands um að hafa fasta búsetu á Árneshreppi. 18. maí 2018 17:36 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Sjá meira
Framkvæmdastjóri Vesturverks segir fyrirtækið aldrei hafa svarað fyrirspurnum Skipulagsstofnunar vegna Hvalárvirkjunar fyrir hönd Árneshrepps. Oddviti hreppsins óskaði eftir tillögum frá stjórnendum Vesturverks um hvernig hreppurinn ætti að bregðast við erindum stofnunarinnar. Umhverfisverndarsamtökin Rjúkandi birtu í dag tölvupóstsamskipti Evu Sigurbjörnsdóttur, oddvita Árneshrepps, við framkvæmdastjóra og stjórnarformann Vesturverks vegna Hvalárvirkjunar sem þau fengu afhent á grundvelli upplýsingalaga. Vesturverk er framkvæmdaraðili virkjunarinnar. Mbl.is sagði fyrst frá póstunum í kvöld. Samskiptin sýna að oddvitinn leitaði til stjórnendanna til að fá aðstoð við umsagnir sem Skipulagsstofnun óskaði eftir. Þannig áframsendi Eva formlega beiðni stofnunarinnar um umsögn í júlí árið 2015 á Gunnar Gauk Magnússon, framkvæmdastjóra Vesturverks, og Ásgeir Margeirsson, stjórnarformann. Óskaði oddvitinn eftir tillögum þeirra. „Getið þið ekki sent okkur einhver „lærð“ stikkorð sem gætu nýst okkur til að skrifa svona umsögn,“ skrifaði Eva. Ári síðar sendi Eva Gunnari Gauki póst þar sem hún benti á að líða færi að því að skila þyrfti umsögn hreppsins um frummatsskýrslu varðandi Hvalárvirkjun. „Mér þætti mjög vænt um ef þú vildir senda mér einhverja punkta sem þú telur að sé gott að hafa með,“ skrifaði hún. Gunnar Gaukur sagðist ekki vita hvað skyldi segja varðandi umsögnina en sagði þó: „Við erum að sjálfsögðu viðkvæmastir fyrir neikvæðri umsögn sem varðar náttúrufar og vatnafar á virkjunarsvæðinu. Það er helst það sem gæti stöðvað okkur.“Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri Vesturverks.Stöð 2Oddvitinn vill ekki tjá sig Eva vildi ekki tjá sig um samskiptin og hvort þau væru eðlileg þegar Vísir bar þau undir hana í kvöld. Útilokaði hún ekki að hún myndi gefa út yfirlýsingu síðar. „Vesturverk hefur aldrei svarað fyrir hönd hreppsins til Skipulagsstofnunar einu eða neinu,“ sagði Gunnar Gaukur, framkvæmdastjóri Vesturverks, um samskiptin við oddvitann. Spurður að því nánar hvort að fyrirtækið hafi einhvern tímann lagt fram tillögur að svörum fyrir hreppinn segist hann ekki minnast þess. Varðandi samskiptin þar sem Eva bað um punkta með einhverju sem hann teldi gott að hafa með í umsögn hreppsins um frummatsskýrsluna segir Gunnar Gaukur að svar hans um neikvæða umsögn um náttúru- og vatnafar hafi verið það eina sem hann hafi sent á móti. „Ég hef ekki lagt þeim orð í munn. Ég nefndi þetta að við værum viðkvæm fyrir þessu. Hvað hreppsnefndin hefur sent frá sér, ég hef bara ekki hugmynd um það,“ segir Gunnar Gaukur og fullyrðir að Vesturverk hafi ekki sent hreppnum frekari gögn vegna umsagnarinnar.Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Vesturverks, er einnig forstjóri HS Orku.Stöð 2Svara þeim sem leita til þeirra Ásgeir stjórnarformaður Vesturverks segir fyrirtækið ekki leggja upp álit sveitarfélagsins heldur aðeins gefa sitt eigið. „Hvort það verður svo álit sveitarfélagsins er svo allt annað mál og ekki í mínum höndum. En framkvæmdaraðilinn segir sitt álit,“ segir hann. Sveitarfélög geti annað hvort haft starfsfólk með þekkingu og skilning á málunum eða ráðið til sín ráðgjafa og sérfræðinga. Spurður að því hvort að eðlilegt sé að hreppsnefndin leiti ráðgjafar framkvæmdaraðilans varðandi umsögn sína til Skipulagsstofnunar segir Ásgeir að það sé ekki hans að svara því. „Við svörum bara öllum þeim sem leita til okkar,“ segir hann. Lýst sem fjandsamlegri yfirtöku Í færslu á Facebook-síðu Rjúkanda eru tölvupóstsamskipti Oddvitans og stjórnenda Vesturverks fullyrðir Pétur Húni, stjórnarmaður samtakanna, að Eva hafi beðið þá um að svara fyrir sig. Sakar hann oddvitann um að hafa í raun framselt lýðræðislegt umboð sitt til að stjórna hreppnum til Vesturverks. Vitnar Pétur Húni til frétta af lögheimilisflutningum í Árneshrepp í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga um næstu helgi sem hefur verið lýst sem tilraun til kosningasvindls. „Það er alveg ljóst að hér hefur verið gerð alvarleg aðför að lýðræðinu en hún felst ekki í flutningi lögheimila heldur fyrst og fremst í fjandsamlegri yfirtöku Vesturverks/HS Orku á Árneshreppi með fulltingi meirihluta hreppsnefndar Árneshrepps,“ segir hann.
Tengdar fréttir Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Kjörskrá Árneshrepps samþykkt með fyrirvara Hreppsnefnd Árneshrepps hefur lagt fram kjörskrá og er hún nú til sýnis í kjörbúðinni. 16. maí 2018 19:51 Ellefu lögheimilisskráningar í Árneshrepp felldar niður Ellefu uppfylla ekki skilyrði Þjóðskrár Íslands um að hafa fasta búsetu á Árneshreppi. 18. maí 2018 17:36 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Sjá meira
Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00
Kjörskrá Árneshrepps samþykkt með fyrirvara Hreppsnefnd Árneshrepps hefur lagt fram kjörskrá og er hún nú til sýnis í kjörbúðinni. 16. maí 2018 19:51
Ellefu lögheimilisskráningar í Árneshrepp felldar niður Ellefu uppfylla ekki skilyrði Þjóðskrár Íslands um að hafa fasta búsetu á Árneshreppi. 18. maí 2018 17:36