Stelpurnar fá 100 þúsund krónur á stig eins og strákarnir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2018 16:00 Glódís Perla Viggósdóttir og félagar fagna sigri á móti Færeyjum í október. Vísir/Eyþór Leikmenn kvennalandsliðsins í knattspyrnu munu fá 300 þúsund krónur fyrir sigur í keppnisleikjum og 100 þúsund krónur fyrir jafntefli. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, kynnti á blaðamannafundi í dag, vegna komandi vináttuleiks við Noreg, að greiðslur til kvennaliðsins hefðu verið hækkaðar til móts við karlana. Hækkunin fyrir leikmenn kvennalandsliðsins væri umtalsverð og eru það orð að sönnu. Eftir breytinguna eru bónusgreiðslur til leikmanna karla- og kvennaliðsins þær sömu að sögn varaformanns KSÍ. Samkvæmt heimildum Vísis voru þær 300 þúsund fyrir sigur og 100 þúsund fyrir jafntefli hjá körlunum árið 2016 og ekki tekið breytingum síðan. Greiðslan nær til allra þeirra sem eru í leikmannahópnum, yfirleitt 23 leikmenn, í hverjum keppnisleik fyrir sig. Karlalandsliðið spilar á HM í Rússlandi í sumar.vísir/ernir Úr 85 þúsund á sigur í 300 þúsund á sigur Vísir fjallaði um bónusgreiðslur til kvennalandsliðsins í september 2016 eftir að liðið tryggði sér sæti í lokakeppni EM sem fram fór í Hollandi síðastliðið sumar. Fyrirkomulagið hjá konunum hefur verið þannig að liðið í heild hefur skipt með sér greiðslu frá KSÍ þegar sigur vinnst eða liðið gerir jafntefli. Leikmenn skiptu greiðslunum jafnt á milli sín, sem urðu þá um 85 þúsund krónur á leikmann og um helmingi lægri upphæð fyrir jafntefli. Leikmenn karlalandsliðsins hafa fengið 100 þúsund krónur fyrir stigið í leikjum í undankeppninni, og því 300 þúsund krónur fyrir sigur. Rétt er að taka fram að dagpeningagreiðslur til leikmanna beggja liða hafa verið þær sömu um árabil. Um sögulega ákvörðun er að ræða en í takt við breytingar sem kallað hefur verið eftir og hafa verið til umræðu í nágrannalöndunum okkar. Norska knattspyrnusambandið jafnaði greiðslurnar til karla- og kvennaliðsins í október í fyrra. Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ og formaður landsliðsnefndar, var fararstjóri íslenska landsliðshópsins á EM í Hollandi. Vísir/Vilhelm Ólíkt sömu að jafna greiðslur frá UEFA fyrir karla og konur Breytingin nær þó ekki til bónusgreiðslna í tengslum við árangur í lokakeppnum stórmóta. KSÍ fékk um 1,9 milljarða króna frá Evrópska knattspyrnusambandinu (UEFA) fyrir árangur karlalandsliðsins í undankeppni og lokakeppni EM 2016. Greiðslur frá UEFA vegna árangurs kvennaliðsins eru litlar sem engar. Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ og formaður landsliðsnefndar kvenna, segir í samtali við Vísi að það hafi ríkt einhugur þá ákvörðun í stjórn KSÍ að jafna greiðslurnar með tilliti til þeirra peninga sem KSÍ hafi til umráða. Varðandi greiðslur frá FIFA og UEFA hafi sambandið ekki stjórn á þeim. Tekjur KSÍ hafa aukist undanfarin ár með góðum árangri karlalandsliðsins í knattspyrnu. Fyrrnefndur er 1,9 milljarður króna sem sambandið fékk vegna EM árangursins. Tæplega helmingurinn fór til leikmanna og þjálfara karlaliðsins, um 850 milljónir. Af upphæðinni fóru 376 milljónir króna, um 20%, til aðildarfélaga KSÍ. Af 1,9 milljarði króna var 1,1 milljarður fyrir árangur í undankeppni EM 2016. Til samanburðar fékk KSÍ 36 milljónir króna fyrir árangur kvennalandsliðsins í undankeppni EM 2017. Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir KSÍ hefði fengið 62 milljóna bónus hefðu stelpurnar okkar komist áfram Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kveður Evrópumótið í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaleik sínum í riðlinum. 26. júlí 2017 08:00 Formaður KSÍ: Bónusgreiðslur til leikmanna taka mið af Norðurlöndunum "Þeir bera sinn skerf frá þessu. Það er hluti af þeirra miklu vinnuframlagi,“ segir Geir Þorsteinsson. 1. júlí 2016 13:00 Viðræður um bónusgreiðslur til landsliðsmanna drógust á langinn Landsliðsþjálfararnir þurftu að ýta á eftir niðurstöðu svo að málið myndi ekki flækjast fyrir á EM í Frakklandi. 19. júlí 2016 13:45 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Leikmenn kvennalandsliðsins í knattspyrnu munu fá 300 þúsund krónur fyrir sigur í keppnisleikjum og 100 þúsund krónur fyrir jafntefli. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, kynnti á blaðamannafundi í dag, vegna komandi vináttuleiks við Noreg, að greiðslur til kvennaliðsins hefðu verið hækkaðar til móts við karlana. Hækkunin fyrir leikmenn kvennalandsliðsins væri umtalsverð og eru það orð að sönnu. Eftir breytinguna eru bónusgreiðslur til leikmanna karla- og kvennaliðsins þær sömu að sögn varaformanns KSÍ. Samkvæmt heimildum Vísis voru þær 300 þúsund fyrir sigur og 100 þúsund fyrir jafntefli hjá körlunum árið 2016 og ekki tekið breytingum síðan. Greiðslan nær til allra þeirra sem eru í leikmannahópnum, yfirleitt 23 leikmenn, í hverjum keppnisleik fyrir sig. Karlalandsliðið spilar á HM í Rússlandi í sumar.vísir/ernir Úr 85 þúsund á sigur í 300 þúsund á sigur Vísir fjallaði um bónusgreiðslur til kvennalandsliðsins í september 2016 eftir að liðið tryggði sér sæti í lokakeppni EM sem fram fór í Hollandi síðastliðið sumar. Fyrirkomulagið hjá konunum hefur verið þannig að liðið í heild hefur skipt með sér greiðslu frá KSÍ þegar sigur vinnst eða liðið gerir jafntefli. Leikmenn skiptu greiðslunum jafnt á milli sín, sem urðu þá um 85 þúsund krónur á leikmann og um helmingi lægri upphæð fyrir jafntefli. Leikmenn karlalandsliðsins hafa fengið 100 þúsund krónur fyrir stigið í leikjum í undankeppninni, og því 300 þúsund krónur fyrir sigur. Rétt er að taka fram að dagpeningagreiðslur til leikmanna beggja liða hafa verið þær sömu um árabil. Um sögulega ákvörðun er að ræða en í takt við breytingar sem kallað hefur verið eftir og hafa verið til umræðu í nágrannalöndunum okkar. Norska knattspyrnusambandið jafnaði greiðslurnar til karla- og kvennaliðsins í október í fyrra. Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ og formaður landsliðsnefndar, var fararstjóri íslenska landsliðshópsins á EM í Hollandi. Vísir/Vilhelm Ólíkt sömu að jafna greiðslur frá UEFA fyrir karla og konur Breytingin nær þó ekki til bónusgreiðslna í tengslum við árangur í lokakeppnum stórmóta. KSÍ fékk um 1,9 milljarða króna frá Evrópska knattspyrnusambandinu (UEFA) fyrir árangur karlalandsliðsins í undankeppni og lokakeppni EM 2016. Greiðslur frá UEFA vegna árangurs kvennaliðsins eru litlar sem engar. Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ og formaður landsliðsnefndar kvenna, segir í samtali við Vísi að það hafi ríkt einhugur þá ákvörðun í stjórn KSÍ að jafna greiðslurnar með tilliti til þeirra peninga sem KSÍ hafi til umráða. Varðandi greiðslur frá FIFA og UEFA hafi sambandið ekki stjórn á þeim. Tekjur KSÍ hafa aukist undanfarin ár með góðum árangri karlalandsliðsins í knattspyrnu. Fyrrnefndur er 1,9 milljarður króna sem sambandið fékk vegna EM árangursins. Tæplega helmingurinn fór til leikmanna og þjálfara karlaliðsins, um 850 milljónir. Af upphæðinni fóru 376 milljónir króna, um 20%, til aðildarfélaga KSÍ. Af 1,9 milljarði króna var 1,1 milljarður fyrir árangur í undankeppni EM 2016. Til samanburðar fékk KSÍ 36 milljónir króna fyrir árangur kvennalandsliðsins í undankeppni EM 2017.
Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir KSÍ hefði fengið 62 milljóna bónus hefðu stelpurnar okkar komist áfram Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kveður Evrópumótið í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaleik sínum í riðlinum. 26. júlí 2017 08:00 Formaður KSÍ: Bónusgreiðslur til leikmanna taka mið af Norðurlöndunum "Þeir bera sinn skerf frá þessu. Það er hluti af þeirra miklu vinnuframlagi,“ segir Geir Þorsteinsson. 1. júlí 2016 13:00 Viðræður um bónusgreiðslur til landsliðsmanna drógust á langinn Landsliðsþjálfararnir þurftu að ýta á eftir niðurstöðu svo að málið myndi ekki flækjast fyrir á EM í Frakklandi. 19. júlí 2016 13:45 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
KSÍ hefði fengið 62 milljóna bónus hefðu stelpurnar okkar komist áfram Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kveður Evrópumótið í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaleik sínum í riðlinum. 26. júlí 2017 08:00
Formaður KSÍ: Bónusgreiðslur til leikmanna taka mið af Norðurlöndunum "Þeir bera sinn skerf frá þessu. Það er hluti af þeirra miklu vinnuframlagi,“ segir Geir Þorsteinsson. 1. júlí 2016 13:00
Viðræður um bónusgreiðslur til landsliðsmanna drógust á langinn Landsliðsþjálfararnir þurftu að ýta á eftir niðurstöðu svo að málið myndi ekki flækjast fyrir á EM í Frakklandi. 19. júlí 2016 13:45