„Það er alls ekki til fyrirmyndar að mál komi með þessum hætti inn“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. júní 2018 13:30 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra Stöð 2 Stjórnarmeirihlutinn freistaði þess á fimmtudag að fá frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda upp á tæpa þrjá milljarða til umræðu með afbrigðum. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Hanna Katrín Friðrikasson þingflokksformaður Viðreisnar mættu í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða þessi mál í dag. „Ástæðan fyrir því er tiltölulega einföld. Það er kannski ofmat á getu bæði stjórnkerfisins og pólitíkurinnar til þess að koma fram með mál á sviði veiðigjalda eða breytinga á umhverfi álagningargjalda á sjávarútveg,“ sagði Kristján Þór um ástæðu þess að frumvarpið hafi ekki komið frá hans ráðuneyti, heldur meirihluta atvinnuveganefndar.Afsakar þetta ekki „Þetta mál var á þingmálaskrá og þá var miðað við að taka heildarendurskoðunina fyrir. Þegar það rann upp fyrir fólki að það gengi ekki upp vegna tímaskorts í mars eða apríl þá var farin þessi leið í samkomulagi við stjórnarflokkana, að atvinnuveganefndin myndi flytja þetta.“ Kristján Þór segir að það sé alþekkt að svo sé gert, líka hér á landi. „Það er ekkert nýtt að nefndir þingsins flytji mál.“ Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt vinnubrögð í málinu harðlega og kom í veg fyrir að málið yrði tekið á dagskrá. Í frumvarpinu felst að gjaldið verði lækkað á allar útgerðir en aðalástæðan fyrir lækkuninni er sögð vera lakari afkoma lítilla og meðalstórra útgerða. Kristján Þór segir að það sé ekki einfalt að koma á breytingum þegar kemur að breytingum sem þessum, sama hvernig stjórnarmynstrið er. „Hver einasta breyting sem snýr að gjaldtöku í sjávarútvegi er umdeild, það er fullkomlega eðlilegt.“ Kristján Þór bendir á að það fyrirkomulag sem er í gildi núna það var til reynslu í eitt ár frá 2014. Í kjölfarið voru sett á lög sem áttu að gilda í þrjú ár og renna þau út á þessu ári. „Þegar ég kem að þessu í desember eru sex mánuðir eftir að þingi og það eina sem hafði verið unnið hafði verið gert í október á síðasta ári. Það kann vel að vera að þetta hafi verið ofmat, það er alls ekki til fyrirmyndar að mál komi með þessum hætti inn svo seint sem raun ber vitni og ég ætla ekki á neinn hátt að reyna að afsaka það.“ Þingið standi þó fyrir því að þurfa að setja lög sem heimila innheimtu veiðigjalda síðustu fjóra mánuði ársins.Hanna Katrín Friðrikasson þingflokksformaður ViðreisnarSkjáskot/Stöð 2Engin rök fyrir þessari lækkun Hanna Katrín tók undir með Kristjáni að það hafi verið margra ára atrenna að koma á sátt um gjaldtöku fyrir aðgang að veiðistofni þjóðarinnar. Hún bendir þó á að það hefði verið hægt að framlengja núverandi lög óbreytt í stað þess að skauta þessu inn á síðustu stundu frá hliðarlínunni. „Það eru einfaldlega engin rök fyrir því að lækka gjöld fyrir afnot af þessari þjóðarauðlegð um þrjá milljarða á þessum tímum þegar vantar peninga fyrir ýmislegt í þjóðarhag.“ Nefndi hún þar ýmsa tekjugrunna, bætur og fleira. „Það er svo sannarlega hægt að nýta þessa þrjá milljarða í almannahag frekar en að lækka þvert á alla sem starfa í útgerð á landinu.“ Hanna Katrín nefnir að þau rök eru notuð að það séu ákveðin fyrirtæki, lítil fyrirtæki úti á landsbyggðinni í vanda og segir að það sé líklega bara rétt, íslenska krónan geri mörgum erfitt fyrir. Það sé samt líka staðreynd og hafi komið fram í nýlegri úttekt að litlu fyrirtækin séu ekkert endilega verr stödd en þau stærri. „Það er ekkert mál að meðan verið er að finna tíma fyrir endurskoðun á lögunum, sem ég vona svo sannarlega að verði reynt að vinna í þverpólitískri sátt áfram, þá er ekkert mál að koma með sértækar lausnir til að bjarga þó þeim fyrirtækjum sem að eru lítil, eru í vanda, ráða ekki við núverandi ástand og eru á stað þannig að það skipti ákveðin byggðarlög máli.“Allir sammála um að kerfið sé brogað Kristján Þór sagði að það sé ekki rétt að verið sé að lækka gjöldin um þrjá milljarða króna. „Það er allt í lagi að vera ósammála en tökum þá bara efnislegu umræðuna um málið.“ Hann sagði að það hafi verið góð ástæða fyrir því að fyrrverandi sjávarútvegsráðherra hafi beðið um úttekt á stöðu fiskveiða í landinu. „Veiðigjaldakerfið sem við erum með, það eru allir sammála um að það sé mjög brogað. Við viljum nálgast álagningu í tíma, við viljum að álagning veiðigjalds endurspegli einhvern vegin afkomu útgerðarinnar og svo er vilji til að létta undir með smærri útgerðum.“ Kristján sagðist opinn fyrir umræðu en ítrekaði þó að frumvarpið væri gert úfrá greinargerðum og úttektum nefndarinnar. Hann sagði að málið hafi verið keyrt fram með látum svo hægt væri að koma því af stað og ræða það efnislega. „Fyrst á þinginu en síðan vinna með það áfram.“ Alþingi Víglínan Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Stjórnarmeirihlutinn freistaði þess á fimmtudag að fá frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda upp á tæpa þrjá milljarða til umræðu með afbrigðum. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Hanna Katrín Friðrikasson þingflokksformaður Viðreisnar mættu í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða þessi mál í dag. „Ástæðan fyrir því er tiltölulega einföld. Það er kannski ofmat á getu bæði stjórnkerfisins og pólitíkurinnar til þess að koma fram með mál á sviði veiðigjalda eða breytinga á umhverfi álagningargjalda á sjávarútveg,“ sagði Kristján Þór um ástæðu þess að frumvarpið hafi ekki komið frá hans ráðuneyti, heldur meirihluta atvinnuveganefndar.Afsakar þetta ekki „Þetta mál var á þingmálaskrá og þá var miðað við að taka heildarendurskoðunina fyrir. Þegar það rann upp fyrir fólki að það gengi ekki upp vegna tímaskorts í mars eða apríl þá var farin þessi leið í samkomulagi við stjórnarflokkana, að atvinnuveganefndin myndi flytja þetta.“ Kristján Þór segir að það sé alþekkt að svo sé gert, líka hér á landi. „Það er ekkert nýtt að nefndir þingsins flytji mál.“ Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt vinnubrögð í málinu harðlega og kom í veg fyrir að málið yrði tekið á dagskrá. Í frumvarpinu felst að gjaldið verði lækkað á allar útgerðir en aðalástæðan fyrir lækkuninni er sögð vera lakari afkoma lítilla og meðalstórra útgerða. Kristján Þór segir að það sé ekki einfalt að koma á breytingum þegar kemur að breytingum sem þessum, sama hvernig stjórnarmynstrið er. „Hver einasta breyting sem snýr að gjaldtöku í sjávarútvegi er umdeild, það er fullkomlega eðlilegt.“ Kristján Þór bendir á að það fyrirkomulag sem er í gildi núna það var til reynslu í eitt ár frá 2014. Í kjölfarið voru sett á lög sem áttu að gilda í þrjú ár og renna þau út á þessu ári. „Þegar ég kem að þessu í desember eru sex mánuðir eftir að þingi og það eina sem hafði verið unnið hafði verið gert í október á síðasta ári. Það kann vel að vera að þetta hafi verið ofmat, það er alls ekki til fyrirmyndar að mál komi með þessum hætti inn svo seint sem raun ber vitni og ég ætla ekki á neinn hátt að reyna að afsaka það.“ Þingið standi þó fyrir því að þurfa að setja lög sem heimila innheimtu veiðigjalda síðustu fjóra mánuði ársins.Hanna Katrín Friðrikasson þingflokksformaður ViðreisnarSkjáskot/Stöð 2Engin rök fyrir þessari lækkun Hanna Katrín tók undir með Kristjáni að það hafi verið margra ára atrenna að koma á sátt um gjaldtöku fyrir aðgang að veiðistofni þjóðarinnar. Hún bendir þó á að það hefði verið hægt að framlengja núverandi lög óbreytt í stað þess að skauta þessu inn á síðustu stundu frá hliðarlínunni. „Það eru einfaldlega engin rök fyrir því að lækka gjöld fyrir afnot af þessari þjóðarauðlegð um þrjá milljarða á þessum tímum þegar vantar peninga fyrir ýmislegt í þjóðarhag.“ Nefndi hún þar ýmsa tekjugrunna, bætur og fleira. „Það er svo sannarlega hægt að nýta þessa þrjá milljarða í almannahag frekar en að lækka þvert á alla sem starfa í útgerð á landinu.“ Hanna Katrín nefnir að þau rök eru notuð að það séu ákveðin fyrirtæki, lítil fyrirtæki úti á landsbyggðinni í vanda og segir að það sé líklega bara rétt, íslenska krónan geri mörgum erfitt fyrir. Það sé samt líka staðreynd og hafi komið fram í nýlegri úttekt að litlu fyrirtækin séu ekkert endilega verr stödd en þau stærri. „Það er ekkert mál að meðan verið er að finna tíma fyrir endurskoðun á lögunum, sem ég vona svo sannarlega að verði reynt að vinna í þverpólitískri sátt áfram, þá er ekkert mál að koma með sértækar lausnir til að bjarga þó þeim fyrirtækjum sem að eru lítil, eru í vanda, ráða ekki við núverandi ástand og eru á stað þannig að það skipti ákveðin byggðarlög máli.“Allir sammála um að kerfið sé brogað Kristján Þór sagði að það sé ekki rétt að verið sé að lækka gjöldin um þrjá milljarða króna. „Það er allt í lagi að vera ósammála en tökum þá bara efnislegu umræðuna um málið.“ Hann sagði að það hafi verið góð ástæða fyrir því að fyrrverandi sjávarútvegsráðherra hafi beðið um úttekt á stöðu fiskveiða í landinu. „Veiðigjaldakerfið sem við erum með, það eru allir sammála um að það sé mjög brogað. Við viljum nálgast álagningu í tíma, við viljum að álagning veiðigjalds endurspegli einhvern vegin afkomu útgerðarinnar og svo er vilji til að létta undir með smærri útgerðum.“ Kristján sagðist opinn fyrir umræðu en ítrekaði þó að frumvarpið væri gert úfrá greinargerðum og úttektum nefndarinnar. Hann sagði að málið hafi verið keyrt fram með látum svo hægt væri að koma því af stað og ræða það efnislega. „Fyrst á þinginu en síðan vinna með það áfram.“
Alþingi Víglínan Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira