Gjaldhlutfall óbreytt og veiðigjaldanefnd verður lögð niður Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2018 18:14 Gjaldhlutfall veiðigjalds helst óbreytt og verður 33 prósent samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjöld. Aftur á móti verða færri tegundir gjaldskildar og hagnaður af vinnslu verður undanskilin gjaldi, ólíkt því sem nú er. Ráðherra hyggst mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari viku. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp um nýtt fyrirkomulag veiðigjalda á blaðamannafundi í dag. Að sögn ráðherra er með frumvarpinu leitast við að bæta úr annmörkum núverandi kerfis. Hann segir að hvorki hafi verið horft til lækkunar né hækkunar við vinnslu frumvarpsins. „Við höfum ekki verið að horfa til þess með beinum hætti. Við að sjálfsögðu reynum að meta áhrifin af þessu en meginatriðið hefur verið það að gera gjaldið sanngjarnara gagnvart þeirri sveiflu sem að oftast kemur fram í svokölluðum reiknuðum gengismun,“ segir Kristján Þór. Þannig verða útreikningar á gjaldstofni færðir nær í tíma og mun byggja á árs gömlum gögnum en ekki tæplega tveggja ára líkt og nú er. Þá verður veiðigjald eingöngu lagt á veiðar og mun þannig ekki leggjast á hagnað af fiskvinnslu auk þess sem tillit verður tekið til fjárfestinga. „Við höfum skilið vinnsluþáttinn frá og erum að reyna það vegna þess að það eru dæmi um fiskvinnslur sem hafa ekki útgerð. Útgerðin á að greiða þetta gjald og allt regluverkið miðast við það,“ útskýrir Kristján Þór. Aðspurður segir hann þetta ekki koma til með að hafa áhrif á hvað skili sér í ríkiskassann enda sé veiðigjaldið hugsað sem aðgangsgjald að auðlindinni og því sé eðlilegt að vinnslan sé undanskilin.Samþykkt af ríkisstjórn í morgun Með frumvarpinu er leitast við að draga úr flækjustigi, veiðigjaldanefnd verður lögð niður og ríkisskattstjóra falið að annast útreikning. Þá verða tegundir utan aflamarks, að frátöldum makríl, undanskildar veiðigjaldi. Þannig fækkar gjaldskildum tegundum og segir Kristján Þór það fela í sér annars vegar hvata til að sækja í ódýrari tegundir og hins vegar dragi það úr líkum á brottkasti þegar slíkar tegundir slæðast með í fengnum. Kristján Þór segir frumvarpið mjög frábrugðið frumvarpi atvinnuveganefndar sem tekist var harkalega á um við lok þingsins í vor. „Þetta er búið að fara í gegnum ríkisstjórn, þingflokkarnir eru búnir að samþykkja þetta, það er ágætis samstaða um málið, eðlilega skiptar skoðanir bara eins og gengur en ég hef engar áhyggjur af því að við náum saman um þá þætti sem kunna að koma upp í meðferð þingsins,“ segir Kristján Þór en bæði þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu hafa fengið kynningu á frumvarpinu. Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Gjaldhlutfall veiðigjalds helst óbreytt og verður 33 prósent samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjöld. Aftur á móti verða færri tegundir gjaldskildar og hagnaður af vinnslu verður undanskilin gjaldi, ólíkt því sem nú er. Ráðherra hyggst mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari viku. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp um nýtt fyrirkomulag veiðigjalda á blaðamannafundi í dag. Að sögn ráðherra er með frumvarpinu leitast við að bæta úr annmörkum núverandi kerfis. Hann segir að hvorki hafi verið horft til lækkunar né hækkunar við vinnslu frumvarpsins. „Við höfum ekki verið að horfa til þess með beinum hætti. Við að sjálfsögðu reynum að meta áhrifin af þessu en meginatriðið hefur verið það að gera gjaldið sanngjarnara gagnvart þeirri sveiflu sem að oftast kemur fram í svokölluðum reiknuðum gengismun,“ segir Kristján Þór. Þannig verða útreikningar á gjaldstofni færðir nær í tíma og mun byggja á árs gömlum gögnum en ekki tæplega tveggja ára líkt og nú er. Þá verður veiðigjald eingöngu lagt á veiðar og mun þannig ekki leggjast á hagnað af fiskvinnslu auk þess sem tillit verður tekið til fjárfestinga. „Við höfum skilið vinnsluþáttinn frá og erum að reyna það vegna þess að það eru dæmi um fiskvinnslur sem hafa ekki útgerð. Útgerðin á að greiða þetta gjald og allt regluverkið miðast við það,“ útskýrir Kristján Þór. Aðspurður segir hann þetta ekki koma til með að hafa áhrif á hvað skili sér í ríkiskassann enda sé veiðigjaldið hugsað sem aðgangsgjald að auðlindinni og því sé eðlilegt að vinnslan sé undanskilin.Samþykkt af ríkisstjórn í morgun Með frumvarpinu er leitast við að draga úr flækjustigi, veiðigjaldanefnd verður lögð niður og ríkisskattstjóra falið að annast útreikning. Þá verða tegundir utan aflamarks, að frátöldum makríl, undanskildar veiðigjaldi. Þannig fækkar gjaldskildum tegundum og segir Kristján Þór það fela í sér annars vegar hvata til að sækja í ódýrari tegundir og hins vegar dragi það úr líkum á brottkasti þegar slíkar tegundir slæðast með í fengnum. Kristján Þór segir frumvarpið mjög frábrugðið frumvarpi atvinnuveganefndar sem tekist var harkalega á um við lok þingsins í vor. „Þetta er búið að fara í gegnum ríkisstjórn, þingflokkarnir eru búnir að samþykkja þetta, það er ágætis samstaða um málið, eðlilega skiptar skoðanir bara eins og gengur en ég hef engar áhyggjur af því að við náum saman um þá þætti sem kunna að koma upp í meðferð þingsins,“ segir Kristján Þór en bæði þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu hafa fengið kynningu á frumvarpinu.
Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira