Heimir Guðjónsson heldur áfram að stýra HB til sigurs í færeysku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en í dag vann liðið 3-0 sigur á 07 Vestur á heimavelli.
Fyrrum Keflvíkingurinn, Símun Samuelsen, var á skotskónum fyrir Heimi í dag. Hann skoraði fyrsta markið og lagði upp þriðja markið en Símun er mikilvægur í liði HB.
HB er með nítján stig eftir átta leiki en liðið hefur nú unnið fimm leiki í röð. Eftir tap í fyrsta leiknum hefur liðin náð í 19 stig af 21 mögulegu.
Brynjar Hlöðversson leikur einnig með HB en HB spilar næst við AB um næstu helgi.
Fimmti deildarsigurinn í röð hjá Heimi
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið







United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn

Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button
Íslenski boltinn

