Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. apríl 2018 08:48 Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. Að því er fram kemur á vef RÚV, sem fyrst greindi frá málinu, mun Halldóra starfa út júnímánuð. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við RÚV að starfslokin tengist fyrirhuguðum breytingum á starfsemi barnaverndar í Reykjavík en til stendur að fara í umfangsmikla úttekt á skipulagi barnaverndarstarfs í borginni. Ekki liggur fyrir hver mun taka við starfi framkvæmdastjóra af Halldóru. Þó nokkur styr hefur staðið um Barnavernd Reykjavíkur undanfarin misseri en eins og fjallað hefur verið um hefur starfsmaður Barnaverndar setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar síðastliðnum, grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. Maðurinn starfaði á stuðningsheimili fyrir börn og unglinga á vegum Barnaverndar Reykjavíkur og var hann fyrst tilkynntur vegna gruns um kynferðisbrot árið 2008. Mistök starfsmanns borgarinnar urðu til þess að þeirri ábendingu var ekki komið lengra áfram í kerfinu. Maðurinn var svo kærður til lögreglu í ágúst í fyrra en ekki handtekinn fyrr en í janúar og viðurkenndi lögreglan einnig mistök í málinu.Deilur við Barnaverndarstofu og óánægðir fósturforeldrar Í nóvember í fyrra var svo karlmaður handtekinn, grunaður um að stunda umfangsmikla vændisstarfsemi, en maðurinn vann hjá Barnavernd Reykjavíkur um nokkurra ára skeið en hann hætti störfum hjá Barnavernd nokkrum mánðum áður en það mál kom upp. Þá stigu fósturforeldrar fram nýlega í sjónvarpsþættinum Kveik og gagnrýndu vinnubrögð Barnaverndarnefndar Reykjavíkur harðlega í máli systkina sem höfðu verið í fóstri hjá fósturforeldrunum. Fordæmdi Barnaverndarstofa vinnubrögð Barnaverndar Reykjavíkur í því máli. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur sagði í kjölfar á umfjöllun Kveiks að nefndinni hefði aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Sagði hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu væru ekki til staðar. Í yfirlýsingu Barnaverndarstofu sem send var fjölmiðlum sagði að af þeim tuttugu málum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur sem Barnaverndarstofa hefur skoðað efnislega frá ársbyrjun 2014 hefur þurft að gera athugasemdir við málsmeðferð í nítján þeirra. Þá ætti enn eftir að taka ákvörðun um það hvort áminna þurfi nefndina. Barnavernd Reykjavíkur kvartaði til velferðarráðuneytisins vegna Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, fyrr í vetur. Var niðurstaða athugunar ráðuneytisins sú að ekki ríkti sá trúnaður og traust á milli aðila í barnavernd sem þurfi að vera til staðar en Bragi fór í leyfi frá störfum sínum hjá Barnaverndarstofu í febrúar. Ekki náðist í Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur, við vinnslu fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir skilyrði um áminningu ekki til staðar Barnaverndarnefndar Reykjavíkur segir að nefndinni hafi aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Segur hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu séu ekki til staðar. 27. mars 2018 20:59 Búið að opna fyrir rafrænar ábendingar til Barnaverndar Um er að ræða lið í aðgerðaráætlun velferðarsviðs í kjölfar þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. 5. apríl 2018 14:44 Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. Að því er fram kemur á vef RÚV, sem fyrst greindi frá málinu, mun Halldóra starfa út júnímánuð. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við RÚV að starfslokin tengist fyrirhuguðum breytingum á starfsemi barnaverndar í Reykjavík en til stendur að fara í umfangsmikla úttekt á skipulagi barnaverndarstarfs í borginni. Ekki liggur fyrir hver mun taka við starfi framkvæmdastjóra af Halldóru. Þó nokkur styr hefur staðið um Barnavernd Reykjavíkur undanfarin misseri en eins og fjallað hefur verið um hefur starfsmaður Barnaverndar setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar síðastliðnum, grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. Maðurinn starfaði á stuðningsheimili fyrir börn og unglinga á vegum Barnaverndar Reykjavíkur og var hann fyrst tilkynntur vegna gruns um kynferðisbrot árið 2008. Mistök starfsmanns borgarinnar urðu til þess að þeirri ábendingu var ekki komið lengra áfram í kerfinu. Maðurinn var svo kærður til lögreglu í ágúst í fyrra en ekki handtekinn fyrr en í janúar og viðurkenndi lögreglan einnig mistök í málinu.Deilur við Barnaverndarstofu og óánægðir fósturforeldrar Í nóvember í fyrra var svo karlmaður handtekinn, grunaður um að stunda umfangsmikla vændisstarfsemi, en maðurinn vann hjá Barnavernd Reykjavíkur um nokkurra ára skeið en hann hætti störfum hjá Barnavernd nokkrum mánðum áður en það mál kom upp. Þá stigu fósturforeldrar fram nýlega í sjónvarpsþættinum Kveik og gagnrýndu vinnubrögð Barnaverndarnefndar Reykjavíkur harðlega í máli systkina sem höfðu verið í fóstri hjá fósturforeldrunum. Fordæmdi Barnaverndarstofa vinnubrögð Barnaverndar Reykjavíkur í því máli. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur sagði í kjölfar á umfjöllun Kveiks að nefndinni hefði aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Sagði hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu væru ekki til staðar. Í yfirlýsingu Barnaverndarstofu sem send var fjölmiðlum sagði að af þeim tuttugu málum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur sem Barnaverndarstofa hefur skoðað efnislega frá ársbyrjun 2014 hefur þurft að gera athugasemdir við málsmeðferð í nítján þeirra. Þá ætti enn eftir að taka ákvörðun um það hvort áminna þurfi nefndina. Barnavernd Reykjavíkur kvartaði til velferðarráðuneytisins vegna Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, fyrr í vetur. Var niðurstaða athugunar ráðuneytisins sú að ekki ríkti sá trúnaður og traust á milli aðila í barnavernd sem þurfi að vera til staðar en Bragi fór í leyfi frá störfum sínum hjá Barnaverndarstofu í febrúar. Ekki náðist í Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur, við vinnslu fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir skilyrði um áminningu ekki til staðar Barnaverndarnefndar Reykjavíkur segir að nefndinni hafi aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Segur hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu séu ekki til staðar. 27. mars 2018 20:59 Búið að opna fyrir rafrænar ábendingar til Barnaverndar Um er að ræða lið í aðgerðaráætlun velferðarsviðs í kjölfar þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. 5. apríl 2018 14:44 Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir skilyrði um áminningu ekki til staðar Barnaverndarnefndar Reykjavíkur segir að nefndinni hafi aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Segur hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu séu ekki til staðar. 27. mars 2018 20:59
Búið að opna fyrir rafrænar ábendingar til Barnaverndar Um er að ræða lið í aðgerðaráætlun velferðarsviðs í kjölfar þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. 5. apríl 2018 14:44
Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15