Aldrei fleiri mál á borð Stígamóta Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 11. apríl 2018 13:30 Stígamót kynntu ársskýrslu fyrir starfsárið 2017 í morgun. Vísir/Sigurjón „Ég held að það hafi gerst í ár sem við þekkjum frá fyrri árum að aðsókn endurspegli umræðu í samfélaginu,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. „Það var 30 prósent aukning á nýjum andlitum hér á Stígamótum. Það eru nærri 500 manns.“ Þessar tölur og fleiri komu fram í ársskýrslu Stígamóta sem kom út í morgun. Guðrún kynnti skýrsluna fyrir blaðamönnum en í máli hennar kom meðal annars fram að aldrei hafi verið jafn mikil aukning á málum á milli ára. „Það voru 112 fleiri en við höfðum séð frá árinu áður. Við höfum aldrei séð álíka tölur“ segir hún en 484 einstaklingar leituðu í fyrsta sinn til Stígamóta í fyrra en næstflest ný mál á borði Stígamóta voru árið 1992 þegar 454 mál komu inn.Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir fjölgun mála í takt við samfélagsumræðunaMynd/SigurjónÞá voru tæplega þúsund manns sem komu aftur til Stígamóta og fylgdu starfseminni á milli ára. „Það er svona ákveðinn mælikvarði á það að þeir sem áður hafi leitað hjálpar hafi komið aftur. Það virðist hafa ýfst upp þeirra eigin tilfinning eftir að hafa hlustað á það sem er í gangi í samfélaginu,“ segir Guðrún. Þá vekur það athygli að fjöldi þeirra mála sem komu á borð Stígamóta í fyrra voru áratugagömul. Guðrún telur að í kjölfar samfélagsumræðunnar, til dæmis í kring um MeToo byltinguna, hafi margt fullorðið fólk komið til þeirra með áratuga gamlar sögur. Mörg mál þar sem viðkomandi voru beitt ofbeldi sem börn. „Það sem að einkennir hópinn okkar er að hann er að koma hingað með eldgömul mál,“ segir Guðrún. „Það voru 132 sem sögðu að ofbeldi gegn sér hefði hafist fyrir ellefu ára aldur og 70 prósent segja að ofbeldi hafi hafist áður en viðkomandi varð átján ára. Fólk er hinsvegar að koma hingað fullorðið vegna þess að við getum ekki tekið á móti börnum nema að mál þeirra séu þekkt. Þannig að við erum að hirða upp mál sem hafa farið fram hjá lögreglu, Barnahúsi og barnaverndarnefndum.“ Fatlaðar konur eiga þá í sérstakri hættu á að verða fyrir ofbeldi en skýrsla Evrópuþingsins um ofbeldi bendir til dæmis til þess að um 80 prósent fatlaðra kvenna hafa orðið fyrir andlegu eða líkamlegu ofbeldi. Aukin aðsókn á Stígamótum átti líka við um fólk með skerðingar. Fjöldi þeirra jókst um 33 prósent á meðan heildarfjölgunin í aðsókn nam 30 prósent. Þannig varð hópur fólks með skerðingar stærri hluti heildarhópsins en áður hefur mælst. Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
„Ég held að það hafi gerst í ár sem við þekkjum frá fyrri árum að aðsókn endurspegli umræðu í samfélaginu,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. „Það var 30 prósent aukning á nýjum andlitum hér á Stígamótum. Það eru nærri 500 manns.“ Þessar tölur og fleiri komu fram í ársskýrslu Stígamóta sem kom út í morgun. Guðrún kynnti skýrsluna fyrir blaðamönnum en í máli hennar kom meðal annars fram að aldrei hafi verið jafn mikil aukning á málum á milli ára. „Það voru 112 fleiri en við höfðum séð frá árinu áður. Við höfum aldrei séð álíka tölur“ segir hún en 484 einstaklingar leituðu í fyrsta sinn til Stígamóta í fyrra en næstflest ný mál á borði Stígamóta voru árið 1992 þegar 454 mál komu inn.Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir fjölgun mála í takt við samfélagsumræðunaMynd/SigurjónÞá voru tæplega þúsund manns sem komu aftur til Stígamóta og fylgdu starfseminni á milli ára. „Það er svona ákveðinn mælikvarði á það að þeir sem áður hafi leitað hjálpar hafi komið aftur. Það virðist hafa ýfst upp þeirra eigin tilfinning eftir að hafa hlustað á það sem er í gangi í samfélaginu,“ segir Guðrún. Þá vekur það athygli að fjöldi þeirra mála sem komu á borð Stígamóta í fyrra voru áratugagömul. Guðrún telur að í kjölfar samfélagsumræðunnar, til dæmis í kring um MeToo byltinguna, hafi margt fullorðið fólk komið til þeirra með áratuga gamlar sögur. Mörg mál þar sem viðkomandi voru beitt ofbeldi sem börn. „Það sem að einkennir hópinn okkar er að hann er að koma hingað með eldgömul mál,“ segir Guðrún. „Það voru 132 sem sögðu að ofbeldi gegn sér hefði hafist fyrir ellefu ára aldur og 70 prósent segja að ofbeldi hafi hafist áður en viðkomandi varð átján ára. Fólk er hinsvegar að koma hingað fullorðið vegna þess að við getum ekki tekið á móti börnum nema að mál þeirra séu þekkt. Þannig að við erum að hirða upp mál sem hafa farið fram hjá lögreglu, Barnahúsi og barnaverndarnefndum.“ Fatlaðar konur eiga þá í sérstakri hættu á að verða fyrir ofbeldi en skýrsla Evrópuþingsins um ofbeldi bendir til dæmis til þess að um 80 prósent fatlaðra kvenna hafa orðið fyrir andlegu eða líkamlegu ofbeldi. Aukin aðsókn á Stígamótum átti líka við um fólk með skerðingar. Fjöldi þeirra jókst um 33 prósent á meðan heildarfjölgunin í aðsókn nam 30 prósent. Þannig varð hópur fólks með skerðingar stærri hluti heildarhópsins en áður hefur mælst.
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira