Ákærð fyrir að neyða nemanda sinn í klippingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. desember 2018 07:56 Skjáskot úr myndbandinu sem deilt var á Reddit. Skjáskot/Reddit Bandarískur kennari á yfir höfði sér fangelsisvist eftir að myndbandi, þar sem hún sést klippa hár óviljugs nemanda síns, var deilt á Internetinu. Kennarinn heitir Margaret Gieszinger og er 52 ára. Myndbandinu var fyrst deilt á vefsíðunni Reddit á miðvikudag en í því má sjá Gieszinger skipa nemanda sínum að setjast í stól fremst í skólastofunni. Hún hefst að því búnu handa við að klippa hár hans og syngur á meðan afbakaða útgáfu af bandaríska þjóðsöngnum. Undir lok myndbandsins má sjá Gieszinger ganga um skólastofuna og ota skærum að öðrum nemanda sem berst á móti henni. Að lokum flýja nemendurnir skólastofuna. Myndbandið má sjá hér að neðan.KFSN-fréttaveitan hefur eftir nemendum sem urðu vitni að atvikinu að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Gieszinger hegðar sér einkennilega við kennslu. Þá hafi hún mætt í kennslustundina umræddan dag með skærin í hendinni og tilkynnt bekknum að það væri „klippingardagur“. Gieszinger var rekin úr starfi sínu sem efnafræðikennari við University Preparatory-menntaskólann í Visalia í Kaliforníu. Þá hefur hún verið ákærð í sex liðum vegna atviksins, m.a. fyrir ofbeldi gegn barni og frelsissviptingu. Hún á jafnframt yfir höfði sér allt að þriggja og hálfs árs fangelsisvist en var sleppt úr haldi lögreglu gegn tryggingagjaldi á föstudag, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Bandaríkin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Bandarískur kennari á yfir höfði sér fangelsisvist eftir að myndbandi, þar sem hún sést klippa hár óviljugs nemanda síns, var deilt á Internetinu. Kennarinn heitir Margaret Gieszinger og er 52 ára. Myndbandinu var fyrst deilt á vefsíðunni Reddit á miðvikudag en í því má sjá Gieszinger skipa nemanda sínum að setjast í stól fremst í skólastofunni. Hún hefst að því búnu handa við að klippa hár hans og syngur á meðan afbakaða útgáfu af bandaríska þjóðsöngnum. Undir lok myndbandsins má sjá Gieszinger ganga um skólastofuna og ota skærum að öðrum nemanda sem berst á móti henni. Að lokum flýja nemendurnir skólastofuna. Myndbandið má sjá hér að neðan.KFSN-fréttaveitan hefur eftir nemendum sem urðu vitni að atvikinu að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Gieszinger hegðar sér einkennilega við kennslu. Þá hafi hún mætt í kennslustundina umræddan dag með skærin í hendinni og tilkynnt bekknum að það væri „klippingardagur“. Gieszinger var rekin úr starfi sínu sem efnafræðikennari við University Preparatory-menntaskólann í Visalia í Kaliforníu. Þá hefur hún verið ákærð í sex liðum vegna atviksins, m.a. fyrir ofbeldi gegn barni og frelsissviptingu. Hún á jafnframt yfir höfði sér allt að þriggja og hálfs árs fangelsisvist en var sleppt úr haldi lögreglu gegn tryggingagjaldi á föstudag, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins.
Bandaríkin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira