Stefni að því að verða 98 Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2018 13:00 Halldóra Geirharðsdóttir kveðst margt hafa lært á fyrri hluta vegferðarinnar sem geri dagana léttari. Fréttablaðið/Eyþór Það er geggjað að verða fimmtug. Ég stefni að því að verða 98 ára og fer því bara að byrja seinni helminginn,“ segir Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, sem á hálfrar aldar afmæli á morgun. Hún telur að það sé hvort tveggja í senn þyngra og léttara að vera manneskja í seinni hálfleik. Þyngra af því að þá sé fólk áhyggjufyllra en á ungdómsárum. „Ég dvaldi einu sinni í þrjá og hálfan mánuð í Frönsku Pólýnesíu og var mikið að snorkla. Þegar vika var eftir komst ég að því að múrenur eru rosalega hættulegar. Múrenur líkjast álum en líka steinbítum og ef þær bíta mann geta þær dregið mann inn í holu. Ég var svo glöð yfir að ég vissi þetta ekki fyrr en undir lokin.“ En að hvaða leyti er léttara að vera roskin manneskja en ung? „Þá áttar maður sig á að maður má ekki stela ferðalaginu af öðru fólki og skipta sér of mikið af, heldur sleppa tökunum.“ Halldóra kveðst margt hafa lært á fyrri hluta vegferðarinnar sem geri dagana léttari. „Ég er búin að fara í gegnum fern tólf spora samtök, leika í Jesú litla, ganga í gegnum allar dauðasyndirnar hans Dantes, Guð blessi Ísland og Kona fer í stríð. – Já, Kona fer í stríð er tímamótamynd í mínu lífi. Hún er á fjórðu sýningarviku í Frakklandi og er enn í Háskólabíói, ég mæli með henni fyrir alla, upp úr og niður úr og þverpólitískt.“ Bætir svo við: „Þess vegna er ég auðvitað í þessu viðtali til að auglýsa myndina, allir í bíó, áfram íslensk kvikmyndagerð!“ Tímamótin eru fleiri hjá Halldóru um þessar mundir því hún er að hefja kennslu við Listaháskólann og setjast á skrifstofu í fyrsta skipti á ævinni. „Ég hlakka rosalega til að breyta um starfsvettvang,“ segir hún spennt. „Sjá hvort ég geti miðlað einhverju og hjálpað ungu fólki að finna sinn farveg og breyta heiminum.“ Hún kveðst búin að halda upp á afmælið. „Ég er rosalegt afmælisbarn og gæti ekki farið fram hjá þessum tímamótum án þess að gera eitthvað úr þeim. Veit samt ekkert hvað ég geri á morgun, afmælisdaginn sjálfan – en það verður eitthvað.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Það er geggjað að verða fimmtug. Ég stefni að því að verða 98 ára og fer því bara að byrja seinni helminginn,“ segir Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, sem á hálfrar aldar afmæli á morgun. Hún telur að það sé hvort tveggja í senn þyngra og léttara að vera manneskja í seinni hálfleik. Þyngra af því að þá sé fólk áhyggjufyllra en á ungdómsárum. „Ég dvaldi einu sinni í þrjá og hálfan mánuð í Frönsku Pólýnesíu og var mikið að snorkla. Þegar vika var eftir komst ég að því að múrenur eru rosalega hættulegar. Múrenur líkjast álum en líka steinbítum og ef þær bíta mann geta þær dregið mann inn í holu. Ég var svo glöð yfir að ég vissi þetta ekki fyrr en undir lokin.“ En að hvaða leyti er léttara að vera roskin manneskja en ung? „Þá áttar maður sig á að maður má ekki stela ferðalaginu af öðru fólki og skipta sér of mikið af, heldur sleppa tökunum.“ Halldóra kveðst margt hafa lært á fyrri hluta vegferðarinnar sem geri dagana léttari. „Ég er búin að fara í gegnum fern tólf spora samtök, leika í Jesú litla, ganga í gegnum allar dauðasyndirnar hans Dantes, Guð blessi Ísland og Kona fer í stríð. – Já, Kona fer í stríð er tímamótamynd í mínu lífi. Hún er á fjórðu sýningarviku í Frakklandi og er enn í Háskólabíói, ég mæli með henni fyrir alla, upp úr og niður úr og þverpólitískt.“ Bætir svo við: „Þess vegna er ég auðvitað í þessu viðtali til að auglýsa myndina, allir í bíó, áfram íslensk kvikmyndagerð!“ Tímamótin eru fleiri hjá Halldóru um þessar mundir því hún er að hefja kennslu við Listaháskólann og setjast á skrifstofu í fyrsta skipti á ævinni. „Ég hlakka rosalega til að breyta um starfsvettvang,“ segir hún spennt. „Sjá hvort ég geti miðlað einhverju og hjálpað ungu fólki að finna sinn farveg og breyta heiminum.“ Hún kveðst búin að halda upp á afmælið. „Ég er rosalegt afmælisbarn og gæti ekki farið fram hjá þessum tímamótum án þess að gera eitthvað úr þeim. Veit samt ekkert hvað ég geri á morgun, afmælisdaginn sjálfan – en það verður eitthvað.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira