Sagðir leika leik til að rýra réttindi sjómanna Sveinn Arnarsson skrifar 11. ágúst 2018 07:45 Frá mótmælum sjómanna á Austurvelli í Reykjavík vegna kvótafrumvarps fyrir sex árum. Fréttablaðið/Vilhelm Forsvarsmenn sjómannafélags Íslands gagnrýna það að sjómenn séu látnir skrifa undir tímabundna ráðningarsamninga við útgerðir sem þeir starfi hjá. Þetta rýri réttindi þeirra. Mál sem þessi hafa ratað á borð dómstóla og var rætt við síðustu samningagerð útgerðarfélaganna við sjómenn. Bergur Þorkelsson, gjaldkeri Sjómannafélags Íslands og sérfræðingur í réttindum sjómanna, segir útgerðirnar hafa leikið þennan leik að undanförnu. „Við höfum verið að sjá aukningu á þessum samningum sem við teljum í mörgum tilvikum vera óþarfa. Við hjá Sjómannasambandinu skiljum að útgerðir geti þurft að gera slíka samninga við sjómenn ef menn vita ekki hvort skip séu í söluferli eða einhver vafi leiki á því hvort skip verði í notkun útgerðar í náinni framtíð. Hins vegar er óeðlilegt að sjómenn skrifi nýjan tímabundinn ráðningarsamning í hvert skipti þegar þeir fari um borð í skipið sem þeir hafa kannski verið á um langa hríð,“ segir Bergur. Þetta hafi áhrif á réttindi þeirra þegar þeir eru í landi. „Ef sjómaður til að mynda verður veikur og kemst ekki á sjó vegna þessa getur hann ekki með nokkru móti sannað að hann hafi átt að fara á sjó þar sem hann hefur engan samning þar að lútandi. Því teljum við þetta ekki vera góða samninga fyrir okkar félagsmenn.“ Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, segir þetta auðvitað rýra réttindi sjómanna. „Við höfum farið með svona mál fyrir héraðsdóm og Hæstarétt. Hæstiréttur hefur kveðið upp þann dóm að útgerðum sé ekki heimilt að leika þennan leik nema að hámarki í tvö ár. Við munum fara áfram með svona mál fyrir dómstóla fyrir okkar félagsmenn ef þurfa þykir,“ segir Einar Hannes. „Við höfum verið að sjá svona samninga og þetta er leyfilegt í ákveðinn tíma.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var þetta fyrirkomulag nokkuð rætt milli sjómanna og útgerðanna í síðustu samningalotu þeirra án þess að niðurstaða fengist um útfærsluna. Núverandi samningur þeirra rennur út í byrjun desember 2019. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira
Forsvarsmenn sjómannafélags Íslands gagnrýna það að sjómenn séu látnir skrifa undir tímabundna ráðningarsamninga við útgerðir sem þeir starfi hjá. Þetta rýri réttindi þeirra. Mál sem þessi hafa ratað á borð dómstóla og var rætt við síðustu samningagerð útgerðarfélaganna við sjómenn. Bergur Þorkelsson, gjaldkeri Sjómannafélags Íslands og sérfræðingur í réttindum sjómanna, segir útgerðirnar hafa leikið þennan leik að undanförnu. „Við höfum verið að sjá aukningu á þessum samningum sem við teljum í mörgum tilvikum vera óþarfa. Við hjá Sjómannasambandinu skiljum að útgerðir geti þurft að gera slíka samninga við sjómenn ef menn vita ekki hvort skip séu í söluferli eða einhver vafi leiki á því hvort skip verði í notkun útgerðar í náinni framtíð. Hins vegar er óeðlilegt að sjómenn skrifi nýjan tímabundinn ráðningarsamning í hvert skipti þegar þeir fari um borð í skipið sem þeir hafa kannski verið á um langa hríð,“ segir Bergur. Þetta hafi áhrif á réttindi þeirra þegar þeir eru í landi. „Ef sjómaður til að mynda verður veikur og kemst ekki á sjó vegna þessa getur hann ekki með nokkru móti sannað að hann hafi átt að fara á sjó þar sem hann hefur engan samning þar að lútandi. Því teljum við þetta ekki vera góða samninga fyrir okkar félagsmenn.“ Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, segir þetta auðvitað rýra réttindi sjómanna. „Við höfum farið með svona mál fyrir héraðsdóm og Hæstarétt. Hæstiréttur hefur kveðið upp þann dóm að útgerðum sé ekki heimilt að leika þennan leik nema að hámarki í tvö ár. Við munum fara áfram með svona mál fyrir dómstóla fyrir okkar félagsmenn ef þurfa þykir,“ segir Einar Hannes. „Við höfum verið að sjá svona samninga og þetta er leyfilegt í ákveðinn tíma.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var þetta fyrirkomulag nokkuð rætt milli sjómanna og útgerðanna í síðustu samningalotu þeirra án þess að niðurstaða fengist um útfærsluna. Núverandi samningur þeirra rennur út í byrjun desember 2019.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira