Katrín segir Ísland hafa dregist aftur úr í réttindum hinsegin fólks Bergþór Másson skrifar 11. ágúst 2018 16:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. fréttablaðið/anton brink Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ræðu að lokinni gleðigöngu í Hljómskólagarðinum í dag. Í ræðunni rifjaði hún meðal annars upp sögu réttindabaráttu hinsegin fólks á Íslandi, hvatti baráttufólk nútímans áfram, og sagði frá áformum ríkisstjórnarinnar í málefnum hinsegin fólks. „Það er alltaf gagnlegt að rifja upp hvar við byrjum og hvert við höfum komist á hátíðardögum sem þessum. Þegar ég fór að velta fyrir mér hvað ég ætti að tala um hér í dag rifjaði ég upp áfanga í baráttunni sem ég man sérstaklega ve leftir. Lögum um staðfesta samvist 1996 og seinna einum hjúskaparlögum árið 2010 sem ég fékk að styðja í þingsal.“ sagði Katrín. Katrín segir fyrstu gleðigöngu Reykjavíkur árið 1999 hafa slegið mikilvægan tón sem hefur síðan einkennt gönguna: „Hún snýst bæði um baráttu fyrir réttindum en líka gleðina yfir fjölbreytileikanum og þeim sigrum sem hafa unnist.“ Hún segir að Ísland hafi dregist aftur úr öðrum löndum í Evrópu hvað varðar lagaleg réttindi hinsegin fólks og að við verðum að tryggja mannréttindi trans og intersex fólks. Ísland mun koma sér í fremstu röð þegar frumvarp sem verður lagt fram á Alþingi í vetur, um framsækið lagaumhverfi um kynrænt sjálfræði, verður að lögum, sagði Katrín. „Réttindabarátta hinsegin fólks er ofarlega á forgangslista núverandi ríkisstjórnar og við höfum þegar náð góðum áföngum á þessu fyrsta hálfa ári. Frumvarp um jafna meðferð á vinnumarkaði óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu var samþykkt í vor og er mikilvægt skref til að tryggja mannréttindi allra.“ Katrín sagði að við höfum séð stjórnvöld í ýmsum ríkjum afnema réttindi sem lengi hefur verið barist fyrir og að það þurfi að berjast gegn því og tala skýrt fyrir réttindum hinsegin fólks. Einnig nefndi hún að ríkisstjórnin hefur tvöfaldað fjárframlög til Samtakanna 78. Að lokum endar Katrín ræðu sína á þessum orðum: „Ég fagna því að tilheyra samfélagi sem hefur breyst mikið til hins betra á skömmum tíma. Samfélagi, þar sem ein stærsta og fjölmennasta hátíð landsins snýst um samstöðu með mannréttindabaráttu. Ég fagna mannréttindum sem kostaði blóð, svita og tár að koma í lög og einnig því að við getum í vetur tekið enn stærri skref í að tryggja öllum þau mannréttindi. Ég fagna fjölskyldulífinu fyrir þau sem það velja, hugrekkinu sem enn þarf samt stundum að sýna, margbreytileikanum og fræðslunni. Og ég fagna félagasamtökunum, stuðningsnetunum og öfluga grasrótarstarfinu sem sannarlega hefur fleytt okkur áfram þangað sem við erum komin. Ég fagna hamingjunni og ég fagna frelsinu. Til hamingju við öll með árangurinn, og fulla ferð áfram.“ Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ræðu að lokinni gleðigöngu í Hljómskólagarðinum í dag. Í ræðunni rifjaði hún meðal annars upp sögu réttindabaráttu hinsegin fólks á Íslandi, hvatti baráttufólk nútímans áfram, og sagði frá áformum ríkisstjórnarinnar í málefnum hinsegin fólks. „Það er alltaf gagnlegt að rifja upp hvar við byrjum og hvert við höfum komist á hátíðardögum sem þessum. Þegar ég fór að velta fyrir mér hvað ég ætti að tala um hér í dag rifjaði ég upp áfanga í baráttunni sem ég man sérstaklega ve leftir. Lögum um staðfesta samvist 1996 og seinna einum hjúskaparlögum árið 2010 sem ég fékk að styðja í þingsal.“ sagði Katrín. Katrín segir fyrstu gleðigöngu Reykjavíkur árið 1999 hafa slegið mikilvægan tón sem hefur síðan einkennt gönguna: „Hún snýst bæði um baráttu fyrir réttindum en líka gleðina yfir fjölbreytileikanum og þeim sigrum sem hafa unnist.“ Hún segir að Ísland hafi dregist aftur úr öðrum löndum í Evrópu hvað varðar lagaleg réttindi hinsegin fólks og að við verðum að tryggja mannréttindi trans og intersex fólks. Ísland mun koma sér í fremstu röð þegar frumvarp sem verður lagt fram á Alþingi í vetur, um framsækið lagaumhverfi um kynrænt sjálfræði, verður að lögum, sagði Katrín. „Réttindabarátta hinsegin fólks er ofarlega á forgangslista núverandi ríkisstjórnar og við höfum þegar náð góðum áföngum á þessu fyrsta hálfa ári. Frumvarp um jafna meðferð á vinnumarkaði óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu var samþykkt í vor og er mikilvægt skref til að tryggja mannréttindi allra.“ Katrín sagði að við höfum séð stjórnvöld í ýmsum ríkjum afnema réttindi sem lengi hefur verið barist fyrir og að það þurfi að berjast gegn því og tala skýrt fyrir réttindum hinsegin fólks. Einnig nefndi hún að ríkisstjórnin hefur tvöfaldað fjárframlög til Samtakanna 78. Að lokum endar Katrín ræðu sína á þessum orðum: „Ég fagna því að tilheyra samfélagi sem hefur breyst mikið til hins betra á skömmum tíma. Samfélagi, þar sem ein stærsta og fjölmennasta hátíð landsins snýst um samstöðu með mannréttindabaráttu. Ég fagna mannréttindum sem kostaði blóð, svita og tár að koma í lög og einnig því að við getum í vetur tekið enn stærri skref í að tryggja öllum þau mannréttindi. Ég fagna fjölskyldulífinu fyrir þau sem það velja, hugrekkinu sem enn þarf samt stundum að sýna, margbreytileikanum og fræðslunni. Og ég fagna félagasamtökunum, stuðningsnetunum og öfluga grasrótarstarfinu sem sannarlega hefur fleytt okkur áfram þangað sem við erum komin. Ég fagna hamingjunni og ég fagna frelsinu. Til hamingju við öll með árangurinn, og fulla ferð áfram.“
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira