Hólmar Örn Eyjólfsson tryggði Levski Sofia sigur á Dunav Ruse í búlgörsku úrvalsdeildinni í kvöld. Levski er taplaust á toppi deildarinnar.
Heimamenn í Dunav komust yfir í upphafi seinni hálfleiks. Bozhidar Vasev skoraði markið úr vítaspyrnu á 53. mínútu.
Jerson Cabral jafnaði metin aðeins sex mínútum síðar áður en íslenski miðvörðurinn tryggði gestunum í Levski sigurinn á 78. mínútu.
Eftir fjórar umferðir er Levski með 10 stig eftir þrjá sigra og eitt jafntefli.
