Stjórnarmaður í Kviku banka sætir rannsókn vegna meintra umboðssvika Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. desember 2018 19:00 Stjórnarmaður í Kviku banka sætir rannsókn vegna meintra umboðssvika. Þá rannsakaði breska fjármálaeftirlitið fjárfestingarbanka sem forstjórinn stjórnaði. Stjórn Kviku hyggst skrá bankann í Kauphöllinni á næsta ári. Ströng lög gilda um fjármálafyrirtæki hér á landi. Þar segir að lykilstjórnendur skuli hafa gott orðspor, ekki hafa verið úrskurðaðir persónulega gjaldþrota síðustu fimm ár ár eða hafa hlotið dóm á síðustu 10 árum fyrir refsiverðan verknað. Á heimasíðu Kviku banka eru jafnvel birtar enn strangari hæfiskröfur. Þar kemur meðal annars fram að meta skuli starfsferil starfsmanns með hliðsjón af því hvort hann hafi sætt rannsókn opinberra eftirlitsaðila og hvort hann hafi verið stjórnandi fyrirtækis sem orðið hefur gjaldþrota. Fram hefur komið að við ráðningu Ármanns Þorvaldssonar forstjóra Kviku banka hafi hann upplýst stjórn bankans um gjaldþrot félags í hans eigu. Skiptum í búið hefði lokið árið 2015. Stjórnin og Fjármálaeftirlitið hafi metið Ármann hæfan til að gegna stöðunni. Gjaldþrotið snerist um eignarhaldsfélagið Ármann Þorvaldsson ehf en Ármann var ekki persónulega ábyrgur fyrir þeim fimm komma sjö milljörðum króna sem ekki fengust greiddir úr búinu. Ármann stjórnaði Kaupþingi Singer og Friedlander í Bretlandi þar til bankinn fór í slitameðferð við fjármálahrunið. Breska fjármálaeftirlitið rannsakaði bankann og komst að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi stjórnendur bankans hefðu ekki hugað nægilega vel að lausafjárstöðu hans og láðst að láta eftirlitið vita. Bankinn hefði verið sektaður ef hann hefði ekki verið í slitameðferð. Guðmundur Örn Þórðarsson sem situr í stjórn Kviku banka sætir rannsókn hjá embætti héraðssaksóknara vegna meintra umboðssvika vegna kaupa hans og eiginkonu hans á Olíufélaginu Skeljungi árið 2008 og kaupa á færeysku félagi. Eiginkona hans er eigandi félags sem skráð er fyrir fjórða stærsta hlutnum í Kviku banka. Til stendur að skrá bankann í Kauphöllina á næsta ári. Ásgeir Brynjar Torfason lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands segir að evrópsk löggjöf um fjármálafyrirtæki hafi verið hert eftir fjármálahrunið. Ákvæðið í íslenskri löggjöf um gott orðspor lykilstjórnenda hafi komið til vegna þess. Ástæðan sé einföld. „Það hefur ekki verið talið nægjanlegt að gera einungis þær kröfur að menn sem stjórna fjármálafyrirtækjum séu lausir við dóma og gjaldþrot. Menn hafa viljað ganga lengra í ljósi reynslunnar frá 2008 og fara fram á enn meiri kröfur. En þá hefur verið settur inn svona matskenndur liður sem er ekki einfalt að útskýra lagatæknilega,“ segir Ásgeir. Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Sjá meira
Stjórnarmaður í Kviku banka sætir rannsókn vegna meintra umboðssvika. Þá rannsakaði breska fjármálaeftirlitið fjárfestingarbanka sem forstjórinn stjórnaði. Stjórn Kviku hyggst skrá bankann í Kauphöllinni á næsta ári. Ströng lög gilda um fjármálafyrirtæki hér á landi. Þar segir að lykilstjórnendur skuli hafa gott orðspor, ekki hafa verið úrskurðaðir persónulega gjaldþrota síðustu fimm ár ár eða hafa hlotið dóm á síðustu 10 árum fyrir refsiverðan verknað. Á heimasíðu Kviku banka eru jafnvel birtar enn strangari hæfiskröfur. Þar kemur meðal annars fram að meta skuli starfsferil starfsmanns með hliðsjón af því hvort hann hafi sætt rannsókn opinberra eftirlitsaðila og hvort hann hafi verið stjórnandi fyrirtækis sem orðið hefur gjaldþrota. Fram hefur komið að við ráðningu Ármanns Þorvaldssonar forstjóra Kviku banka hafi hann upplýst stjórn bankans um gjaldþrot félags í hans eigu. Skiptum í búið hefði lokið árið 2015. Stjórnin og Fjármálaeftirlitið hafi metið Ármann hæfan til að gegna stöðunni. Gjaldþrotið snerist um eignarhaldsfélagið Ármann Þorvaldsson ehf en Ármann var ekki persónulega ábyrgur fyrir þeim fimm komma sjö milljörðum króna sem ekki fengust greiddir úr búinu. Ármann stjórnaði Kaupþingi Singer og Friedlander í Bretlandi þar til bankinn fór í slitameðferð við fjármálahrunið. Breska fjármálaeftirlitið rannsakaði bankann og komst að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi stjórnendur bankans hefðu ekki hugað nægilega vel að lausafjárstöðu hans og láðst að láta eftirlitið vita. Bankinn hefði verið sektaður ef hann hefði ekki verið í slitameðferð. Guðmundur Örn Þórðarsson sem situr í stjórn Kviku banka sætir rannsókn hjá embætti héraðssaksóknara vegna meintra umboðssvika vegna kaupa hans og eiginkonu hans á Olíufélaginu Skeljungi árið 2008 og kaupa á færeysku félagi. Eiginkona hans er eigandi félags sem skráð er fyrir fjórða stærsta hlutnum í Kviku banka. Til stendur að skrá bankann í Kauphöllina á næsta ári. Ásgeir Brynjar Torfason lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands segir að evrópsk löggjöf um fjármálafyrirtæki hafi verið hert eftir fjármálahrunið. Ákvæðið í íslenskri löggjöf um gott orðspor lykilstjórnenda hafi komið til vegna þess. Ástæðan sé einföld. „Það hefur ekki verið talið nægjanlegt að gera einungis þær kröfur að menn sem stjórna fjármálafyrirtækjum séu lausir við dóma og gjaldþrot. Menn hafa viljað ganga lengra í ljósi reynslunnar frá 2008 og fara fram á enn meiri kröfur. En þá hefur verið settur inn svona matskenndur liður sem er ekki einfalt að útskýra lagatæknilega,“ segir Ásgeir.
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Sjá meira