Segir hlaup og öskufall líklega fylgja gosi í Öræfajökli 14. júlí 2018 07:45 Öræfajökull býr sig undir gos. Fréttablaðið/Gunnþóra Náttúra Ókyrrð í Öræfajökli og þensla fjallsins eru dæmigerð einkenni þess að fjallið búi sig undir að gjósa. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Almannavarnir sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem greint var frá stöðu Öræfajökuls. Kom þar fram að fjallið hefði þanist út frá áramótunum 2016-17. Þeirri þenslu fylgi aukin jarðskjálftavirkni og aflögun. Engin merki eru um að hraði þenslunnar minnki þótt jarðhitavirkni hafi minnkað frá því í desember. „Þetta er búið að vera í gangi í eitt og hálft ár og við sjáum ekki nein merki um að það sé að draga úr þessu. Fjallið er sem stendur að búa sig undir eldgos, eða þetta eru dæmigerð einkenni sem sjást í undirbúningsfasa eldgosa,“ segir Magnús Tumi en tekur fram að óvíst sé að virknin endi með gosi. Almannavarnir greindu frá því að fundir hefðu verið haldnir með íbúum og ferðaþjónustuaðilum á svæðinu. Þá sé áformað að funda á ný í lok september. Einnig hefur verið unnið að neyðarrýmingaráætlun og vöktunartækjum hefur verið fjölgað. Magnús Tumi segir að dæmigert væri að ísúrt gos kæmi úr jöklinum sem gæti verið sprengigos að hluta „og hugsanlega renni hraun“. Ekki væri hins vegar hægt að útiloka súr gos. „Þau hafa komið nokkur á síðustu nokkur þúsund árum en hafa öll verið lítil nema gosið árið 1362 sem var eitt mesta sprengigos Íslandssögunnar,“ segir Magnús Tumi. Þó er ólíklegt að svoleiðis atburður verði aftur „nema með töluvert miklum aðdraganda“, að því er Magnús Tumi segir frá. Að hans mati yrði gos nú líklegast líkara gosinu 1727. „Ef það gýs er nánast víst að það valdi jökulhlaupum og öskufalli og gosið gæti orðið hættulegt. Ef það verður stórt gos fylgja því alls konar fleiri hættur. Það þarf að fylgjast mjög vel með fjallinu og það þarf að rýma svæðið áður en til goss kemur.“ –þea Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Sjá meira
Náttúra Ókyrrð í Öræfajökli og þensla fjallsins eru dæmigerð einkenni þess að fjallið búi sig undir að gjósa. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Almannavarnir sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem greint var frá stöðu Öræfajökuls. Kom þar fram að fjallið hefði þanist út frá áramótunum 2016-17. Þeirri þenslu fylgi aukin jarðskjálftavirkni og aflögun. Engin merki eru um að hraði þenslunnar minnki þótt jarðhitavirkni hafi minnkað frá því í desember. „Þetta er búið að vera í gangi í eitt og hálft ár og við sjáum ekki nein merki um að það sé að draga úr þessu. Fjallið er sem stendur að búa sig undir eldgos, eða þetta eru dæmigerð einkenni sem sjást í undirbúningsfasa eldgosa,“ segir Magnús Tumi en tekur fram að óvíst sé að virknin endi með gosi. Almannavarnir greindu frá því að fundir hefðu verið haldnir með íbúum og ferðaþjónustuaðilum á svæðinu. Þá sé áformað að funda á ný í lok september. Einnig hefur verið unnið að neyðarrýmingaráætlun og vöktunartækjum hefur verið fjölgað. Magnús Tumi segir að dæmigert væri að ísúrt gos kæmi úr jöklinum sem gæti verið sprengigos að hluta „og hugsanlega renni hraun“. Ekki væri hins vegar hægt að útiloka súr gos. „Þau hafa komið nokkur á síðustu nokkur þúsund árum en hafa öll verið lítil nema gosið árið 1362 sem var eitt mesta sprengigos Íslandssögunnar,“ segir Magnús Tumi. Þó er ólíklegt að svoleiðis atburður verði aftur „nema með töluvert miklum aðdraganda“, að því er Magnús Tumi segir frá. Að hans mati yrði gos nú líklegast líkara gosinu 1727. „Ef það gýs er nánast víst að það valdi jökulhlaupum og öskufalli og gosið gæti orðið hættulegt. Ef það verður stórt gos fylgja því alls konar fleiri hættur. Það þarf að fylgjast mjög vel með fjallinu og það þarf að rýma svæðið áður en til goss kemur.“ –þea
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Sjá meira