Landsfundur skilyrti stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu Kristján Már Unnarsson skrifar 18. mars 2018 20:45 Frá vegamótum Sprengisandsleiðar og Gæsavatnaleiðar við Tómasarhaga. Tungnafellsjökull í baksýn. Vísir/Vilhelm Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur sett það sem skilyrði fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu að sátt náist við aðliggjandi sveitarfélög. „Nokkur umræða hefur verið um uppbyggingu þjóðgarða á miðhálendi Íslands. Ákvörðun um hana þarf að vera í sátt við aðliggjandi sveitarfélög,” segir í kafla ályktunar landsfundarins um náttúruvernd. Í kafla um sveitarstjórnarstigið er auk þess ályktað að það þurfi að efla. „Mikilvægt er að stækka og efla sveitarfélög og efla íbúalýðræði. Stefna skal að flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga enda fylgi nægjanlegt fjármagn með verkefnunum,” segir í ályktuninni. Stofnun þjóðgarðs gæti þýtt að áhrifavald yfir 40 prósentum af flatarnáli Íslands færðist frá viðkomandi sveitarfélögum yfir til umhverfisráðuneytis og stofnana þess.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.Fram hafa komið áhyggjur frá landsbyggðinni um að hálendisþjóðgarður feli í sér aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur með því að áhrifavald yfir 40 prósentum af flatarmáli Íslands færist að einhverju leyti frá viðkomandi héruðum yfir til umhverfisráðuneytis og stofnana þess. Þannig hvatti oddviti Bláskógabyggðar, Helgi Kjartansson, til þess í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að menn einbeittu sér fremur að því að byggja upp innviði samfélagsins. Fram kom í máli hans að tortryggni gætti meðal sveitarstjórnarmanna víða um land. Raunar kvaðst hann ekki hafa heyrt í neinum sem væri þessu fylgjandi. „Ég held að það sé best að þeir sem eru í nærsamfélaginu hafi um þetta að segja og stýri þessu og stjórni,” sagði oddvitinn. Þannig hefði þetta verið um aldir og gengið vel og taldi Helgi heppilegast að halda því óbreyttu.Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er efst á blaði í kafla um umhverfismál að stofna þjóðgarð á miðhálendinu.Mynd/Stöð 2.Í lokaskýrslu nefndar umhverfisráðherra um stofnun miðhálendisþjóðgarðs, sem birt var í nóvember, er því lýst hvernig Umhverfisstofnun tekur að nokkru leyti yfir skipulagsvald sveitarfélaga við stofnun þjóðgarðs. Þar segir að samkvæmt náttúruverndarlögum sé það lögbundið verkefni Umhverfisstofnunar að vinna stjórnunar- og verndaráætlanir fyrir öll friðlýst svæði. „Gert er ráð fyrir að stjórnunar- og verndaráætlanir friðlýstra svæða séu bindandi fyrir sveitarstjórnir við gerð skipulagsáætlana fyrir viðkomandi svæði,” segir í skýrslunni. Stofnun þjóðgarðs þrengir jafnframt möguleika sveitarfélaga og landeigenda til framkvæmda en í náttúruverndarlögum segir: „Í þjóðgörðum eru allar athafnir og framkvæmdir sem hafa varanleg áhrif á náttúru svæðisins bannaðar nema þær séu nauðsynlegar til að markmið friðlýsingarinnar náist.” Tengdar fréttir Þjóðgarðar og friðlýsingar flytja valdið til Reykjavíkur Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. 14. júlí 2016 21:45 Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. 15. mars 2018 21:45 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur sett það sem skilyrði fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu að sátt náist við aðliggjandi sveitarfélög. „Nokkur umræða hefur verið um uppbyggingu þjóðgarða á miðhálendi Íslands. Ákvörðun um hana þarf að vera í sátt við aðliggjandi sveitarfélög,” segir í kafla ályktunar landsfundarins um náttúruvernd. Í kafla um sveitarstjórnarstigið er auk þess ályktað að það þurfi að efla. „Mikilvægt er að stækka og efla sveitarfélög og efla íbúalýðræði. Stefna skal að flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga enda fylgi nægjanlegt fjármagn með verkefnunum,” segir í ályktuninni. Stofnun þjóðgarðs gæti þýtt að áhrifavald yfir 40 prósentum af flatarnáli Íslands færðist frá viðkomandi sveitarfélögum yfir til umhverfisráðuneytis og stofnana þess.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.Fram hafa komið áhyggjur frá landsbyggðinni um að hálendisþjóðgarður feli í sér aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur með því að áhrifavald yfir 40 prósentum af flatarmáli Íslands færist að einhverju leyti frá viðkomandi héruðum yfir til umhverfisráðuneytis og stofnana þess. Þannig hvatti oddviti Bláskógabyggðar, Helgi Kjartansson, til þess í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að menn einbeittu sér fremur að því að byggja upp innviði samfélagsins. Fram kom í máli hans að tortryggni gætti meðal sveitarstjórnarmanna víða um land. Raunar kvaðst hann ekki hafa heyrt í neinum sem væri þessu fylgjandi. „Ég held að það sé best að þeir sem eru í nærsamfélaginu hafi um þetta að segja og stýri þessu og stjórni,” sagði oddvitinn. Þannig hefði þetta verið um aldir og gengið vel og taldi Helgi heppilegast að halda því óbreyttu.Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er efst á blaði í kafla um umhverfismál að stofna þjóðgarð á miðhálendinu.Mynd/Stöð 2.Í lokaskýrslu nefndar umhverfisráðherra um stofnun miðhálendisþjóðgarðs, sem birt var í nóvember, er því lýst hvernig Umhverfisstofnun tekur að nokkru leyti yfir skipulagsvald sveitarfélaga við stofnun þjóðgarðs. Þar segir að samkvæmt náttúruverndarlögum sé það lögbundið verkefni Umhverfisstofnunar að vinna stjórnunar- og verndaráætlanir fyrir öll friðlýst svæði. „Gert er ráð fyrir að stjórnunar- og verndaráætlanir friðlýstra svæða séu bindandi fyrir sveitarstjórnir við gerð skipulagsáætlana fyrir viðkomandi svæði,” segir í skýrslunni. Stofnun þjóðgarðs þrengir jafnframt möguleika sveitarfélaga og landeigenda til framkvæmda en í náttúruverndarlögum segir: „Í þjóðgörðum eru allar athafnir og framkvæmdir sem hafa varanleg áhrif á náttúru svæðisins bannaðar nema þær séu nauðsynlegar til að markmið friðlýsingarinnar náist.”
Tengdar fréttir Þjóðgarðar og friðlýsingar flytja valdið til Reykjavíkur Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. 14. júlí 2016 21:45 Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. 15. mars 2018 21:45 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Þjóðgarðar og friðlýsingar flytja valdið til Reykjavíkur Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. 14. júlí 2016 21:45
Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. 15. mars 2018 21:45