Landsfundur skilyrti stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu Kristján Már Unnarsson skrifar 18. mars 2018 20:45 Frá vegamótum Sprengisandsleiðar og Gæsavatnaleiðar við Tómasarhaga. Tungnafellsjökull í baksýn. Vísir/Vilhelm Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur sett það sem skilyrði fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu að sátt náist við aðliggjandi sveitarfélög. „Nokkur umræða hefur verið um uppbyggingu þjóðgarða á miðhálendi Íslands. Ákvörðun um hana þarf að vera í sátt við aðliggjandi sveitarfélög,” segir í kafla ályktunar landsfundarins um náttúruvernd. Í kafla um sveitarstjórnarstigið er auk þess ályktað að það þurfi að efla. „Mikilvægt er að stækka og efla sveitarfélög og efla íbúalýðræði. Stefna skal að flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga enda fylgi nægjanlegt fjármagn með verkefnunum,” segir í ályktuninni. Stofnun þjóðgarðs gæti þýtt að áhrifavald yfir 40 prósentum af flatarnáli Íslands færðist frá viðkomandi sveitarfélögum yfir til umhverfisráðuneytis og stofnana þess.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.Fram hafa komið áhyggjur frá landsbyggðinni um að hálendisþjóðgarður feli í sér aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur með því að áhrifavald yfir 40 prósentum af flatarmáli Íslands færist að einhverju leyti frá viðkomandi héruðum yfir til umhverfisráðuneytis og stofnana þess. Þannig hvatti oddviti Bláskógabyggðar, Helgi Kjartansson, til þess í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að menn einbeittu sér fremur að því að byggja upp innviði samfélagsins. Fram kom í máli hans að tortryggni gætti meðal sveitarstjórnarmanna víða um land. Raunar kvaðst hann ekki hafa heyrt í neinum sem væri þessu fylgjandi. „Ég held að það sé best að þeir sem eru í nærsamfélaginu hafi um þetta að segja og stýri þessu og stjórni,” sagði oddvitinn. Þannig hefði þetta verið um aldir og gengið vel og taldi Helgi heppilegast að halda því óbreyttu.Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er efst á blaði í kafla um umhverfismál að stofna þjóðgarð á miðhálendinu.Mynd/Stöð 2.Í lokaskýrslu nefndar umhverfisráðherra um stofnun miðhálendisþjóðgarðs, sem birt var í nóvember, er því lýst hvernig Umhverfisstofnun tekur að nokkru leyti yfir skipulagsvald sveitarfélaga við stofnun þjóðgarðs. Þar segir að samkvæmt náttúruverndarlögum sé það lögbundið verkefni Umhverfisstofnunar að vinna stjórnunar- og verndaráætlanir fyrir öll friðlýst svæði. „Gert er ráð fyrir að stjórnunar- og verndaráætlanir friðlýstra svæða séu bindandi fyrir sveitarstjórnir við gerð skipulagsáætlana fyrir viðkomandi svæði,” segir í skýrslunni. Stofnun þjóðgarðs þrengir jafnframt möguleika sveitarfélaga og landeigenda til framkvæmda en í náttúruverndarlögum segir: „Í þjóðgörðum eru allar athafnir og framkvæmdir sem hafa varanleg áhrif á náttúru svæðisins bannaðar nema þær séu nauðsynlegar til að markmið friðlýsingarinnar náist.” Tengdar fréttir Þjóðgarðar og friðlýsingar flytja valdið til Reykjavíkur Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. 14. júlí 2016 21:45 Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. 15. mars 2018 21:45 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur sett það sem skilyrði fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu að sátt náist við aðliggjandi sveitarfélög. „Nokkur umræða hefur verið um uppbyggingu þjóðgarða á miðhálendi Íslands. Ákvörðun um hana þarf að vera í sátt við aðliggjandi sveitarfélög,” segir í kafla ályktunar landsfundarins um náttúruvernd. Í kafla um sveitarstjórnarstigið er auk þess ályktað að það þurfi að efla. „Mikilvægt er að stækka og efla sveitarfélög og efla íbúalýðræði. Stefna skal að flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga enda fylgi nægjanlegt fjármagn með verkefnunum,” segir í ályktuninni. Stofnun þjóðgarðs gæti þýtt að áhrifavald yfir 40 prósentum af flatarnáli Íslands færðist frá viðkomandi sveitarfélögum yfir til umhverfisráðuneytis og stofnana þess.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.Fram hafa komið áhyggjur frá landsbyggðinni um að hálendisþjóðgarður feli í sér aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur með því að áhrifavald yfir 40 prósentum af flatarmáli Íslands færist að einhverju leyti frá viðkomandi héruðum yfir til umhverfisráðuneytis og stofnana þess. Þannig hvatti oddviti Bláskógabyggðar, Helgi Kjartansson, til þess í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að menn einbeittu sér fremur að því að byggja upp innviði samfélagsins. Fram kom í máli hans að tortryggni gætti meðal sveitarstjórnarmanna víða um land. Raunar kvaðst hann ekki hafa heyrt í neinum sem væri þessu fylgjandi. „Ég held að það sé best að þeir sem eru í nærsamfélaginu hafi um þetta að segja og stýri þessu og stjórni,” sagði oddvitinn. Þannig hefði þetta verið um aldir og gengið vel og taldi Helgi heppilegast að halda því óbreyttu.Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er efst á blaði í kafla um umhverfismál að stofna þjóðgarð á miðhálendinu.Mynd/Stöð 2.Í lokaskýrslu nefndar umhverfisráðherra um stofnun miðhálendisþjóðgarðs, sem birt var í nóvember, er því lýst hvernig Umhverfisstofnun tekur að nokkru leyti yfir skipulagsvald sveitarfélaga við stofnun þjóðgarðs. Þar segir að samkvæmt náttúruverndarlögum sé það lögbundið verkefni Umhverfisstofnunar að vinna stjórnunar- og verndaráætlanir fyrir öll friðlýst svæði. „Gert er ráð fyrir að stjórnunar- og verndaráætlanir friðlýstra svæða séu bindandi fyrir sveitarstjórnir við gerð skipulagsáætlana fyrir viðkomandi svæði,” segir í skýrslunni. Stofnun þjóðgarðs þrengir jafnframt möguleika sveitarfélaga og landeigenda til framkvæmda en í náttúruverndarlögum segir: „Í þjóðgörðum eru allar athafnir og framkvæmdir sem hafa varanleg áhrif á náttúru svæðisins bannaðar nema þær séu nauðsynlegar til að markmið friðlýsingarinnar náist.”
Tengdar fréttir Þjóðgarðar og friðlýsingar flytja valdið til Reykjavíkur Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. 14. júlí 2016 21:45 Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. 15. mars 2018 21:45 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira
Þjóðgarðar og friðlýsingar flytja valdið til Reykjavíkur Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. 14. júlí 2016 21:45
Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. 15. mars 2018 21:45