Landsfundur skilyrti stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu Kristján Már Unnarsson skrifar 18. mars 2018 20:45 Frá vegamótum Sprengisandsleiðar og Gæsavatnaleiðar við Tómasarhaga. Tungnafellsjökull í baksýn. Vísir/Vilhelm Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur sett það sem skilyrði fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu að sátt náist við aðliggjandi sveitarfélög. „Nokkur umræða hefur verið um uppbyggingu þjóðgarða á miðhálendi Íslands. Ákvörðun um hana þarf að vera í sátt við aðliggjandi sveitarfélög,” segir í kafla ályktunar landsfundarins um náttúruvernd. Í kafla um sveitarstjórnarstigið er auk þess ályktað að það þurfi að efla. „Mikilvægt er að stækka og efla sveitarfélög og efla íbúalýðræði. Stefna skal að flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga enda fylgi nægjanlegt fjármagn með verkefnunum,” segir í ályktuninni. Stofnun þjóðgarðs gæti þýtt að áhrifavald yfir 40 prósentum af flatarnáli Íslands færðist frá viðkomandi sveitarfélögum yfir til umhverfisráðuneytis og stofnana þess.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.Fram hafa komið áhyggjur frá landsbyggðinni um að hálendisþjóðgarður feli í sér aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur með því að áhrifavald yfir 40 prósentum af flatarmáli Íslands færist að einhverju leyti frá viðkomandi héruðum yfir til umhverfisráðuneytis og stofnana þess. Þannig hvatti oddviti Bláskógabyggðar, Helgi Kjartansson, til þess í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að menn einbeittu sér fremur að því að byggja upp innviði samfélagsins. Fram kom í máli hans að tortryggni gætti meðal sveitarstjórnarmanna víða um land. Raunar kvaðst hann ekki hafa heyrt í neinum sem væri þessu fylgjandi. „Ég held að það sé best að þeir sem eru í nærsamfélaginu hafi um þetta að segja og stýri þessu og stjórni,” sagði oddvitinn. Þannig hefði þetta verið um aldir og gengið vel og taldi Helgi heppilegast að halda því óbreyttu.Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er efst á blaði í kafla um umhverfismál að stofna þjóðgarð á miðhálendinu.Mynd/Stöð 2.Í lokaskýrslu nefndar umhverfisráðherra um stofnun miðhálendisþjóðgarðs, sem birt var í nóvember, er því lýst hvernig Umhverfisstofnun tekur að nokkru leyti yfir skipulagsvald sveitarfélaga við stofnun þjóðgarðs. Þar segir að samkvæmt náttúruverndarlögum sé það lögbundið verkefni Umhverfisstofnunar að vinna stjórnunar- og verndaráætlanir fyrir öll friðlýst svæði. „Gert er ráð fyrir að stjórnunar- og verndaráætlanir friðlýstra svæða séu bindandi fyrir sveitarstjórnir við gerð skipulagsáætlana fyrir viðkomandi svæði,” segir í skýrslunni. Stofnun þjóðgarðs þrengir jafnframt möguleika sveitarfélaga og landeigenda til framkvæmda en í náttúruverndarlögum segir: „Í þjóðgörðum eru allar athafnir og framkvæmdir sem hafa varanleg áhrif á náttúru svæðisins bannaðar nema þær séu nauðsynlegar til að markmið friðlýsingarinnar náist.” Tengdar fréttir Þjóðgarðar og friðlýsingar flytja valdið til Reykjavíkur Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. 14. júlí 2016 21:45 Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. 15. mars 2018 21:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur sett það sem skilyrði fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu að sátt náist við aðliggjandi sveitarfélög. „Nokkur umræða hefur verið um uppbyggingu þjóðgarða á miðhálendi Íslands. Ákvörðun um hana þarf að vera í sátt við aðliggjandi sveitarfélög,” segir í kafla ályktunar landsfundarins um náttúruvernd. Í kafla um sveitarstjórnarstigið er auk þess ályktað að það þurfi að efla. „Mikilvægt er að stækka og efla sveitarfélög og efla íbúalýðræði. Stefna skal að flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga enda fylgi nægjanlegt fjármagn með verkefnunum,” segir í ályktuninni. Stofnun þjóðgarðs gæti þýtt að áhrifavald yfir 40 prósentum af flatarnáli Íslands færðist frá viðkomandi sveitarfélögum yfir til umhverfisráðuneytis og stofnana þess.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.Fram hafa komið áhyggjur frá landsbyggðinni um að hálendisþjóðgarður feli í sér aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur með því að áhrifavald yfir 40 prósentum af flatarmáli Íslands færist að einhverju leyti frá viðkomandi héruðum yfir til umhverfisráðuneytis og stofnana þess. Þannig hvatti oddviti Bláskógabyggðar, Helgi Kjartansson, til þess í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að menn einbeittu sér fremur að því að byggja upp innviði samfélagsins. Fram kom í máli hans að tortryggni gætti meðal sveitarstjórnarmanna víða um land. Raunar kvaðst hann ekki hafa heyrt í neinum sem væri þessu fylgjandi. „Ég held að það sé best að þeir sem eru í nærsamfélaginu hafi um þetta að segja og stýri þessu og stjórni,” sagði oddvitinn. Þannig hefði þetta verið um aldir og gengið vel og taldi Helgi heppilegast að halda því óbreyttu.Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er efst á blaði í kafla um umhverfismál að stofna þjóðgarð á miðhálendinu.Mynd/Stöð 2.Í lokaskýrslu nefndar umhverfisráðherra um stofnun miðhálendisþjóðgarðs, sem birt var í nóvember, er því lýst hvernig Umhverfisstofnun tekur að nokkru leyti yfir skipulagsvald sveitarfélaga við stofnun þjóðgarðs. Þar segir að samkvæmt náttúruverndarlögum sé það lögbundið verkefni Umhverfisstofnunar að vinna stjórnunar- og verndaráætlanir fyrir öll friðlýst svæði. „Gert er ráð fyrir að stjórnunar- og verndaráætlanir friðlýstra svæða séu bindandi fyrir sveitarstjórnir við gerð skipulagsáætlana fyrir viðkomandi svæði,” segir í skýrslunni. Stofnun þjóðgarðs þrengir jafnframt möguleika sveitarfélaga og landeigenda til framkvæmda en í náttúruverndarlögum segir: „Í þjóðgörðum eru allar athafnir og framkvæmdir sem hafa varanleg áhrif á náttúru svæðisins bannaðar nema þær séu nauðsynlegar til að markmið friðlýsingarinnar náist.”
Tengdar fréttir Þjóðgarðar og friðlýsingar flytja valdið til Reykjavíkur Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. 14. júlí 2016 21:45 Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. 15. mars 2018 21:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira
Þjóðgarðar og friðlýsingar flytja valdið til Reykjavíkur Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. 14. júlí 2016 21:45
Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. 15. mars 2018 21:45