Tilefni til að huga að rafmagnsmálum Sighvatur Arnmundsson skrifar 10. ágúst 2018 06:00 Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Við búum á svæði þar sem náttúruhamfarir af ýmsum toga geta orðið. Þetta rafmagnsleysi gefur okkur tilefni til að fara betur yfir þessi mál í því ljósi. Hvernig við getum undirbúið okkur betur undir hugsanlegt langvarandi rafmagnsleysi í kjölfar náttúruhamfara. Það er eitthvað sem við munum gera,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði. Rafmagnslaust varð í bænum á þriðjudag eftir að spennir í aðveitustöð gaf sig. Við framkvæmdir á byggingarlóð í bænum fór skurðgrafa í gegnum gamlan streng sem talið var að væri ekki tengdur. Það varð til þess að mikið högg kom á spenninn og olli það rafmagnsleysinu. Skipta þurfti út spenninum og lauk þeim framkvæmdum upp úr miðnætti aðfaranótt fimmtudags. Taka þurfti rafmagn af bænum í um 20 mínútur meðan á því stóð. Samkvæmt upplýsingum frá svæðisvakt RARIK á Suðurlandi er ástandið komið í eðlilegt horf. „Það er mikilvægt að vanda til verka þar sem verið er að vinna í og við svona viðkvæmar lagnir. Svona getur samt alltaf gerst og það er ekki við neinn að sakast,“ segir Aldís. Hún segist ekki vita til þess að rafmagnsleysið hafi valdið neinum skemmdum sem slíkum en auðvitað hafi einhverjir tapað viðskiptum. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Þrjár díselrafstöðvar tryggja rafmagn í Hveragerði Talið er líklegt að skurðgrafa hafi rofið raflínu í jörðu í Hveragerði um klukkan þrjú í gærdag. 8. ágúst 2018 06:39 Sveitarfélög misvel í stakk búinn til þess að bregðast við fari rafmagn af í langan tíma Ræða þarf um hvort þétta þurfi net varaaflstöðva hringinn í kringum landið. 8. ágúst 2018 19:00 Hveragerði þurfi mögulega að fjárfesta í eða hafa aðgang að varaafli Atvinnu- og mannlíf í Hveragerði hófst með eðlilegum hætti í morgun eftir að bærinn lamaðist klukkan þrjú í gær þegar hann varð skyndilega rafmagnslaus. 8. ágúst 2018 14:15 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
„Við búum á svæði þar sem náttúruhamfarir af ýmsum toga geta orðið. Þetta rafmagnsleysi gefur okkur tilefni til að fara betur yfir þessi mál í því ljósi. Hvernig við getum undirbúið okkur betur undir hugsanlegt langvarandi rafmagnsleysi í kjölfar náttúruhamfara. Það er eitthvað sem við munum gera,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði. Rafmagnslaust varð í bænum á þriðjudag eftir að spennir í aðveitustöð gaf sig. Við framkvæmdir á byggingarlóð í bænum fór skurðgrafa í gegnum gamlan streng sem talið var að væri ekki tengdur. Það varð til þess að mikið högg kom á spenninn og olli það rafmagnsleysinu. Skipta þurfti út spenninum og lauk þeim framkvæmdum upp úr miðnætti aðfaranótt fimmtudags. Taka þurfti rafmagn af bænum í um 20 mínútur meðan á því stóð. Samkvæmt upplýsingum frá svæðisvakt RARIK á Suðurlandi er ástandið komið í eðlilegt horf. „Það er mikilvægt að vanda til verka þar sem verið er að vinna í og við svona viðkvæmar lagnir. Svona getur samt alltaf gerst og það er ekki við neinn að sakast,“ segir Aldís. Hún segist ekki vita til þess að rafmagnsleysið hafi valdið neinum skemmdum sem slíkum en auðvitað hafi einhverjir tapað viðskiptum.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Þrjár díselrafstöðvar tryggja rafmagn í Hveragerði Talið er líklegt að skurðgrafa hafi rofið raflínu í jörðu í Hveragerði um klukkan þrjú í gærdag. 8. ágúst 2018 06:39 Sveitarfélög misvel í stakk búinn til þess að bregðast við fari rafmagn af í langan tíma Ræða þarf um hvort þétta þurfi net varaaflstöðva hringinn í kringum landið. 8. ágúst 2018 19:00 Hveragerði þurfi mögulega að fjárfesta í eða hafa aðgang að varaafli Atvinnu- og mannlíf í Hveragerði hófst með eðlilegum hætti í morgun eftir að bærinn lamaðist klukkan þrjú í gær þegar hann varð skyndilega rafmagnslaus. 8. ágúst 2018 14:15 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Þrjár díselrafstöðvar tryggja rafmagn í Hveragerði Talið er líklegt að skurðgrafa hafi rofið raflínu í jörðu í Hveragerði um klukkan þrjú í gærdag. 8. ágúst 2018 06:39
Sveitarfélög misvel í stakk búinn til þess að bregðast við fari rafmagn af í langan tíma Ræða þarf um hvort þétta þurfi net varaaflstöðva hringinn í kringum landið. 8. ágúst 2018 19:00
Hveragerði þurfi mögulega að fjárfesta í eða hafa aðgang að varaafli Atvinnu- og mannlíf í Hveragerði hófst með eðlilegum hætti í morgun eftir að bærinn lamaðist klukkan þrjú í gær þegar hann varð skyndilega rafmagnslaus. 8. ágúst 2018 14:15