Sveitarfélög misvel í stakk búinn til þess að bregðast við fari rafmagn af í langan tíma Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. ágúst 2018 19:00 Ástæða er til að taka upp umræðu um afhendingaröryggi á landsvísu í kjölfar rafmagnsleysisins í Hveragerði en sveitarfélög eru misvel í stakk búinn til þess að bregðast við fari rafmagn af í langan tíma. Upplýsingafulltrúi Samorku segir aðstæðurnar í Hveragerði í gær sýna hversu háð rafmagni mannfólkið er. Langvarandi rafmagnsleysi eins og varð í Hveragerði í gær og fram á nótt hefur vakið upp spurningar um hvernig önnur sveitarfélög eru í stakk búin að takast á við slíkt ástand en í mörgum bæjarfélögum er viðkvæm þjónusta algjörlega háð rafmagni. Upplýsingafulltrúi Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi segir rafmagnsleysið ástæðu til þess að málið sé tekið til umræðu. „Þessi bilun í Hveragerði er staðbundin bilun í dreifiveitu. Almennt séð sitja sveitarfélögin á landinu við sama borð þegar kemur að svona bilun,“ segir Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku. Lovísa segir að bæjar- og sveitarfélög leggi allt sitt traust á flutnings- og dreifikerfið og að sem betur fer sé svona alvarleg bilun fátíð. „Fyrirtæki eru með mjög misviðkvæma starfsemi innan sveitarfélaganna þannig að þetta er kannski gott tækifæri fyrir þau að huga að hvort þau vilji hafa varaafl eins og heilsugæslan og fleira. Langvarandi rafmagnsleysi getur komi illa niður á viðkvæmri starfsemi sér í lagi ef það er langt í þjónustu annars staðar. „Þetta er misvel í pottinn búið á landinu eins og við vitum og þetta gefur tilefni til að ræða þau mál mjög vel,“ segir Lovísa. Lovísa segir að rafmagnsöryggi sé heilt yfir mjög gott á Íslandi samanborið við önnur lönd en að alltaf sé ástæða til þess að ræða rafmagnsöryggi. Lovísa telur ástæðu til þess að kanna hvort ástæða sé til þess að þétta net varaaflstöðva hringinn í kringum landið, líkt og þær sem fengnar voru til Hveragerðis í nótt. „Svona bilanir geta alltaf komið upp, en sem betur fer gerist það mjög sjaldan en það má alltaf ræða það hvort það þurfi að byggja upp betra net. Við búum við mjög gott rafmagnsöryggi hér á landi í samanburði við önnur lönd en þetta gefur tilefni til þess að ræða, hvað ef?“ segir Lovísa. Rafmagnsleysið í Hveragerði í nótt sýndi svart á hvítu hvers háð rafmagni mannfólkið er. „Algjörlega, það er miðlægt í allri okkar grunnþjónustu og við gerum voðalega lítið án rafmagns og þá sjaldan að það gerist að við missum rafmagnið að þá finnum við fyrst fyrir því,“ segir Lovísa. Tengdar fréttir Íbúar Hveragerðis hvattir til að spara rafmagn Rafmagnslaust varð í Hveragerði klukkan þrjú í dag vegna alvarlegrar bilunar. 7. ágúst 2018 22:30 Þrjár díselrafstöðvar tryggja rafmagn í Hveragerði Talið er líklegt að skurðgrafa hafi rofið raflínu í jörðu í Hveragerði um klukkan þrjú í gærdag. 8. ágúst 2018 06:39 Hveragerði þurfi mögulega að fjárfesta í eða hafa aðgang að varaafli Atvinnu- og mannlíf í Hveragerði hófst með eðlilegum hætti í morgun eftir að bærinn lamaðist klukkan þrjú í gær þegar hann varð skyndilega rafmagnslaus. 8. ágúst 2018 14:15 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sjá meira
Ástæða er til að taka upp umræðu um afhendingaröryggi á landsvísu í kjölfar rafmagnsleysisins í Hveragerði en sveitarfélög eru misvel í stakk búinn til þess að bregðast við fari rafmagn af í langan tíma. Upplýsingafulltrúi Samorku segir aðstæðurnar í Hveragerði í gær sýna hversu háð rafmagni mannfólkið er. Langvarandi rafmagnsleysi eins og varð í Hveragerði í gær og fram á nótt hefur vakið upp spurningar um hvernig önnur sveitarfélög eru í stakk búin að takast á við slíkt ástand en í mörgum bæjarfélögum er viðkvæm þjónusta algjörlega háð rafmagni. Upplýsingafulltrúi Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi segir rafmagnsleysið ástæðu til þess að málið sé tekið til umræðu. „Þessi bilun í Hveragerði er staðbundin bilun í dreifiveitu. Almennt séð sitja sveitarfélögin á landinu við sama borð þegar kemur að svona bilun,“ segir Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku. Lovísa segir að bæjar- og sveitarfélög leggi allt sitt traust á flutnings- og dreifikerfið og að sem betur fer sé svona alvarleg bilun fátíð. „Fyrirtæki eru með mjög misviðkvæma starfsemi innan sveitarfélaganna þannig að þetta er kannski gott tækifæri fyrir þau að huga að hvort þau vilji hafa varaafl eins og heilsugæslan og fleira. Langvarandi rafmagnsleysi getur komi illa niður á viðkvæmri starfsemi sér í lagi ef það er langt í þjónustu annars staðar. „Þetta er misvel í pottinn búið á landinu eins og við vitum og þetta gefur tilefni til að ræða þau mál mjög vel,“ segir Lovísa. Lovísa segir að rafmagnsöryggi sé heilt yfir mjög gott á Íslandi samanborið við önnur lönd en að alltaf sé ástæða til þess að ræða rafmagnsöryggi. Lovísa telur ástæðu til þess að kanna hvort ástæða sé til þess að þétta net varaaflstöðva hringinn í kringum landið, líkt og þær sem fengnar voru til Hveragerðis í nótt. „Svona bilanir geta alltaf komið upp, en sem betur fer gerist það mjög sjaldan en það má alltaf ræða það hvort það þurfi að byggja upp betra net. Við búum við mjög gott rafmagnsöryggi hér á landi í samanburði við önnur lönd en þetta gefur tilefni til þess að ræða, hvað ef?“ segir Lovísa. Rafmagnsleysið í Hveragerði í nótt sýndi svart á hvítu hvers háð rafmagni mannfólkið er. „Algjörlega, það er miðlægt í allri okkar grunnþjónustu og við gerum voðalega lítið án rafmagns og þá sjaldan að það gerist að við missum rafmagnið að þá finnum við fyrst fyrir því,“ segir Lovísa.
Tengdar fréttir Íbúar Hveragerðis hvattir til að spara rafmagn Rafmagnslaust varð í Hveragerði klukkan þrjú í dag vegna alvarlegrar bilunar. 7. ágúst 2018 22:30 Þrjár díselrafstöðvar tryggja rafmagn í Hveragerði Talið er líklegt að skurðgrafa hafi rofið raflínu í jörðu í Hveragerði um klukkan þrjú í gærdag. 8. ágúst 2018 06:39 Hveragerði þurfi mögulega að fjárfesta í eða hafa aðgang að varaafli Atvinnu- og mannlíf í Hveragerði hófst með eðlilegum hætti í morgun eftir að bærinn lamaðist klukkan þrjú í gær þegar hann varð skyndilega rafmagnslaus. 8. ágúst 2018 14:15 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sjá meira
Íbúar Hveragerðis hvattir til að spara rafmagn Rafmagnslaust varð í Hveragerði klukkan þrjú í dag vegna alvarlegrar bilunar. 7. ágúst 2018 22:30
Þrjár díselrafstöðvar tryggja rafmagn í Hveragerði Talið er líklegt að skurðgrafa hafi rofið raflínu í jörðu í Hveragerði um klukkan þrjú í gærdag. 8. ágúst 2018 06:39
Hveragerði þurfi mögulega að fjárfesta í eða hafa aðgang að varaafli Atvinnu- og mannlíf í Hveragerði hófst með eðlilegum hætti í morgun eftir að bærinn lamaðist klukkan þrjú í gær þegar hann varð skyndilega rafmagnslaus. 8. ágúst 2018 14:15
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent