Sveitarfélög misvel í stakk búinn til þess að bregðast við fari rafmagn af í langan tíma Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. ágúst 2018 19:00 Ástæða er til að taka upp umræðu um afhendingaröryggi á landsvísu í kjölfar rafmagnsleysisins í Hveragerði en sveitarfélög eru misvel í stakk búinn til þess að bregðast við fari rafmagn af í langan tíma. Upplýsingafulltrúi Samorku segir aðstæðurnar í Hveragerði í gær sýna hversu háð rafmagni mannfólkið er. Langvarandi rafmagnsleysi eins og varð í Hveragerði í gær og fram á nótt hefur vakið upp spurningar um hvernig önnur sveitarfélög eru í stakk búin að takast á við slíkt ástand en í mörgum bæjarfélögum er viðkvæm þjónusta algjörlega háð rafmagni. Upplýsingafulltrúi Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi segir rafmagnsleysið ástæðu til þess að málið sé tekið til umræðu. „Þessi bilun í Hveragerði er staðbundin bilun í dreifiveitu. Almennt séð sitja sveitarfélögin á landinu við sama borð þegar kemur að svona bilun,“ segir Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku. Lovísa segir að bæjar- og sveitarfélög leggi allt sitt traust á flutnings- og dreifikerfið og að sem betur fer sé svona alvarleg bilun fátíð. „Fyrirtæki eru með mjög misviðkvæma starfsemi innan sveitarfélaganna þannig að þetta er kannski gott tækifæri fyrir þau að huga að hvort þau vilji hafa varaafl eins og heilsugæslan og fleira. Langvarandi rafmagnsleysi getur komi illa niður á viðkvæmri starfsemi sér í lagi ef það er langt í þjónustu annars staðar. „Þetta er misvel í pottinn búið á landinu eins og við vitum og þetta gefur tilefni til að ræða þau mál mjög vel,“ segir Lovísa. Lovísa segir að rafmagnsöryggi sé heilt yfir mjög gott á Íslandi samanborið við önnur lönd en að alltaf sé ástæða til þess að ræða rafmagnsöryggi. Lovísa telur ástæðu til þess að kanna hvort ástæða sé til þess að þétta net varaaflstöðva hringinn í kringum landið, líkt og þær sem fengnar voru til Hveragerðis í nótt. „Svona bilanir geta alltaf komið upp, en sem betur fer gerist það mjög sjaldan en það má alltaf ræða það hvort það þurfi að byggja upp betra net. Við búum við mjög gott rafmagnsöryggi hér á landi í samanburði við önnur lönd en þetta gefur tilefni til þess að ræða, hvað ef?“ segir Lovísa. Rafmagnsleysið í Hveragerði í nótt sýndi svart á hvítu hvers háð rafmagni mannfólkið er. „Algjörlega, það er miðlægt í allri okkar grunnþjónustu og við gerum voðalega lítið án rafmagns og þá sjaldan að það gerist að við missum rafmagnið að þá finnum við fyrst fyrir því,“ segir Lovísa. Tengdar fréttir Íbúar Hveragerðis hvattir til að spara rafmagn Rafmagnslaust varð í Hveragerði klukkan þrjú í dag vegna alvarlegrar bilunar. 7. ágúst 2018 22:30 Þrjár díselrafstöðvar tryggja rafmagn í Hveragerði Talið er líklegt að skurðgrafa hafi rofið raflínu í jörðu í Hveragerði um klukkan þrjú í gærdag. 8. ágúst 2018 06:39 Hveragerði þurfi mögulega að fjárfesta í eða hafa aðgang að varaafli Atvinnu- og mannlíf í Hveragerði hófst með eðlilegum hætti í morgun eftir að bærinn lamaðist klukkan þrjú í gær þegar hann varð skyndilega rafmagnslaus. 8. ágúst 2018 14:15 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Ástæða er til að taka upp umræðu um afhendingaröryggi á landsvísu í kjölfar rafmagnsleysisins í Hveragerði en sveitarfélög eru misvel í stakk búinn til þess að bregðast við fari rafmagn af í langan tíma. Upplýsingafulltrúi Samorku segir aðstæðurnar í Hveragerði í gær sýna hversu háð rafmagni mannfólkið er. Langvarandi rafmagnsleysi eins og varð í Hveragerði í gær og fram á nótt hefur vakið upp spurningar um hvernig önnur sveitarfélög eru í stakk búin að takast á við slíkt ástand en í mörgum bæjarfélögum er viðkvæm þjónusta algjörlega háð rafmagni. Upplýsingafulltrúi Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi segir rafmagnsleysið ástæðu til þess að málið sé tekið til umræðu. „Þessi bilun í Hveragerði er staðbundin bilun í dreifiveitu. Almennt séð sitja sveitarfélögin á landinu við sama borð þegar kemur að svona bilun,“ segir Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku. Lovísa segir að bæjar- og sveitarfélög leggi allt sitt traust á flutnings- og dreifikerfið og að sem betur fer sé svona alvarleg bilun fátíð. „Fyrirtæki eru með mjög misviðkvæma starfsemi innan sveitarfélaganna þannig að þetta er kannski gott tækifæri fyrir þau að huga að hvort þau vilji hafa varaafl eins og heilsugæslan og fleira. Langvarandi rafmagnsleysi getur komi illa niður á viðkvæmri starfsemi sér í lagi ef það er langt í þjónustu annars staðar. „Þetta er misvel í pottinn búið á landinu eins og við vitum og þetta gefur tilefni til að ræða þau mál mjög vel,“ segir Lovísa. Lovísa segir að rafmagnsöryggi sé heilt yfir mjög gott á Íslandi samanborið við önnur lönd en að alltaf sé ástæða til þess að ræða rafmagnsöryggi. Lovísa telur ástæðu til þess að kanna hvort ástæða sé til þess að þétta net varaaflstöðva hringinn í kringum landið, líkt og þær sem fengnar voru til Hveragerðis í nótt. „Svona bilanir geta alltaf komið upp, en sem betur fer gerist það mjög sjaldan en það má alltaf ræða það hvort það þurfi að byggja upp betra net. Við búum við mjög gott rafmagnsöryggi hér á landi í samanburði við önnur lönd en þetta gefur tilefni til þess að ræða, hvað ef?“ segir Lovísa. Rafmagnsleysið í Hveragerði í nótt sýndi svart á hvítu hvers háð rafmagni mannfólkið er. „Algjörlega, það er miðlægt í allri okkar grunnþjónustu og við gerum voðalega lítið án rafmagns og þá sjaldan að það gerist að við missum rafmagnið að þá finnum við fyrst fyrir því,“ segir Lovísa.
Tengdar fréttir Íbúar Hveragerðis hvattir til að spara rafmagn Rafmagnslaust varð í Hveragerði klukkan þrjú í dag vegna alvarlegrar bilunar. 7. ágúst 2018 22:30 Þrjár díselrafstöðvar tryggja rafmagn í Hveragerði Talið er líklegt að skurðgrafa hafi rofið raflínu í jörðu í Hveragerði um klukkan þrjú í gærdag. 8. ágúst 2018 06:39 Hveragerði þurfi mögulega að fjárfesta í eða hafa aðgang að varaafli Atvinnu- og mannlíf í Hveragerði hófst með eðlilegum hætti í morgun eftir að bærinn lamaðist klukkan þrjú í gær þegar hann varð skyndilega rafmagnslaus. 8. ágúst 2018 14:15 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Íbúar Hveragerðis hvattir til að spara rafmagn Rafmagnslaust varð í Hveragerði klukkan þrjú í dag vegna alvarlegrar bilunar. 7. ágúst 2018 22:30
Þrjár díselrafstöðvar tryggja rafmagn í Hveragerði Talið er líklegt að skurðgrafa hafi rofið raflínu í jörðu í Hveragerði um klukkan þrjú í gærdag. 8. ágúst 2018 06:39
Hveragerði þurfi mögulega að fjárfesta í eða hafa aðgang að varaafli Atvinnu- og mannlíf í Hveragerði hófst með eðlilegum hætti í morgun eftir að bærinn lamaðist klukkan þrjú í gær þegar hann varð skyndilega rafmagnslaus. 8. ágúst 2018 14:15