Ferðamennirnir fundnir Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. maí 2018 06:49 Mennrnir höfðu grafið sig í fönn VÍSIR/VILHELM Ferðamennirnir tveir sem leitað var á Vatnajökli í nótt eru fundnir. Um 50 manns tóku þátt í leitinni með einum eða öðrum hætti og talið er að um 50 björgunarsveitarmenn til viðbótar hafi verið að gera sig reiðubúna til leitar þegar mennirnir fundust. Þyrla Landhelgisgæslunnar hafði verið kölluð út til leitar en til þess kom ekki að hún færi á loft, þar sem mennirnir fundust skömmu síðar. Talsmaður Landhelgisgæslunnar segir í samtali við fréttastofu að mennirnir hafi verið heilir á húfi þegar þeir fundust um klukkan 4 í nótt en þó blautir, kaldir og hraktir. Þeir hafi grafið sig í fönn til að halda á sér hita og leitarmenn hafi að endingu gengið fram á ljóstýru sem ferðamennirnir höfðu meðferðis.Sjá einnig: Um 50 manns taka þátt í leitinni að ferðamönnunum á VatnajökliAðstæður eru sagðar hafa verið erfiðar á jöklinum og torveldað leitarstörf; skygni hafi verið lítið, mikil úrkoma og töluverður vindur. Mesta áherslan var lögð á að koma sleðahópum björgunarsveitanna á svæðið og bar það að lokum árangur. Ellefu björgunarsveitir voru kallaðar út og var björgunarsveitarfólk á leiðinni á jökulinn að leita að ferðalöngunum á vélsleðum og snjóbílum á níunda tímanum í gærkvöld. Ferðamennirnir höfðu skilið eftir ferðaáætlun hjá Safetravel áður en þeir héldu í ferð yfir jökulinn og voru auk þess með neyðarsendi með sér. Mennirnir voru búnir að vera í nokkurra daga ferð yfir jökulinn þegar þeir sendu neyðarboðin í gærkvöld en Davíð sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að greinilegt var að þeir hafi haft einhverja reynslu af ferðalögum á borð við þetta. Tengdar fréttir Um 50 manns taka þátt í leitinni að ferðamönnunum á Vatnajökli Um klukkan sjö í kvöld voru björgunarsveitir á Suður- og Austurlandi kallaðar út eftir að neyðarboð barst frá tveimur ferðamönnum á Vatnajökli. 17. maí 2018 20:17 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Ferðamennirnir tveir sem leitað var á Vatnajökli í nótt eru fundnir. Um 50 manns tóku þátt í leitinni með einum eða öðrum hætti og talið er að um 50 björgunarsveitarmenn til viðbótar hafi verið að gera sig reiðubúna til leitar þegar mennirnir fundust. Þyrla Landhelgisgæslunnar hafði verið kölluð út til leitar en til þess kom ekki að hún færi á loft, þar sem mennirnir fundust skömmu síðar. Talsmaður Landhelgisgæslunnar segir í samtali við fréttastofu að mennirnir hafi verið heilir á húfi þegar þeir fundust um klukkan 4 í nótt en þó blautir, kaldir og hraktir. Þeir hafi grafið sig í fönn til að halda á sér hita og leitarmenn hafi að endingu gengið fram á ljóstýru sem ferðamennirnir höfðu meðferðis.Sjá einnig: Um 50 manns taka þátt í leitinni að ferðamönnunum á VatnajökliAðstæður eru sagðar hafa verið erfiðar á jöklinum og torveldað leitarstörf; skygni hafi verið lítið, mikil úrkoma og töluverður vindur. Mesta áherslan var lögð á að koma sleðahópum björgunarsveitanna á svæðið og bar það að lokum árangur. Ellefu björgunarsveitir voru kallaðar út og var björgunarsveitarfólk á leiðinni á jökulinn að leita að ferðalöngunum á vélsleðum og snjóbílum á níunda tímanum í gærkvöld. Ferðamennirnir höfðu skilið eftir ferðaáætlun hjá Safetravel áður en þeir héldu í ferð yfir jökulinn og voru auk þess með neyðarsendi með sér. Mennirnir voru búnir að vera í nokkurra daga ferð yfir jökulinn þegar þeir sendu neyðarboðin í gærkvöld en Davíð sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að greinilegt var að þeir hafi haft einhverja reynslu af ferðalögum á borð við þetta.
Tengdar fréttir Um 50 manns taka þátt í leitinni að ferðamönnunum á Vatnajökli Um klukkan sjö í kvöld voru björgunarsveitir á Suður- og Austurlandi kallaðar út eftir að neyðarboð barst frá tveimur ferðamönnum á Vatnajökli. 17. maí 2018 20:17 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Um 50 manns taka þátt í leitinni að ferðamönnunum á Vatnajökli Um klukkan sjö í kvöld voru björgunarsveitir á Suður- og Austurlandi kallaðar út eftir að neyðarboð barst frá tveimur ferðamönnum á Vatnajökli. 17. maí 2018 20:17