Framlengja frest til að innleiða jafnlaunavottun Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. september 2018 12:24 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra. Framlengdur hefur verið frestur fyrirtækja og stofnanna til að innleiða jafnlaunavottun um tólf mánuði. Ráðherra segir að innleiðingin hafi tekið lengri tíma en búist var við og brýnir fyrir fyrirtækjum mikilvægi þess að taka jafnréttismálum af festu. Félags- og jafnréttismálaráðherra ákvað að nýta heimild samkvæmt lögum til að lengja umræddan frest. Hann segir að þrátt fyrir frestun sé enginn afsláttur gefinn af stefnunni. „Staðan er bara sú að það hefur tekið lengri tíma innleiðingin en ráðgert var þegar lögn voru sett. Bæði varðandi fyrirtækin sjálf og varðandi vottunina sjálfa. Þrátt fyrir það að ríkisstjórnin hafi sett meira fjármagn og meira afl í verkefnið þar er þetta gríðarlega viðamikið verkefni, það er ástæðan. Það er ekki verið að gefa neinn afslátt af stefnunni og ætlunin er að innleiða þau lög sem sett voru á alþingi og tóku gildi 1. des síðastliðinn en það þarf lengri tíma til þess og við erum að bregðast við því,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra. Samkvæmt lögunum skulu 142 fyrirtæki og stofnanir, með 250 eða fleiri starfsmönnum að jafnaði á ársgrundvelli, hafa öðlast jafnlaunavottun fyrir 31. desember 2018. Gert er ráð fyrir að aukinn frestur verði 12 mánuðir og er áformað að hann muni taka til allra fyrirtækja og stofnana sem falla undir gildissvið laganna, óháð stærð þeirra. „Ég held það sé gríðarlega mikilvæg að þau taki þessu af festu. Það er þannig að ríkisstjórnin er að fylgja eftir löggjöf sem Alþingi setti með miklu meirihluta þingmanna og það er fullur vilji til þess að við náum að innleiða jafnlaunavottun á næstu árum og mikilvægt að þessi tími sem gefinn er þarna sé nýttur vel. Ríkisstjórnin ætlar að styðja vel við bakið á fyrirtækjum i því.“ Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Sjá meira
Framlengdur hefur verið frestur fyrirtækja og stofnanna til að innleiða jafnlaunavottun um tólf mánuði. Ráðherra segir að innleiðingin hafi tekið lengri tíma en búist var við og brýnir fyrir fyrirtækjum mikilvægi þess að taka jafnréttismálum af festu. Félags- og jafnréttismálaráðherra ákvað að nýta heimild samkvæmt lögum til að lengja umræddan frest. Hann segir að þrátt fyrir frestun sé enginn afsláttur gefinn af stefnunni. „Staðan er bara sú að það hefur tekið lengri tíma innleiðingin en ráðgert var þegar lögn voru sett. Bæði varðandi fyrirtækin sjálf og varðandi vottunina sjálfa. Þrátt fyrir það að ríkisstjórnin hafi sett meira fjármagn og meira afl í verkefnið þar er þetta gríðarlega viðamikið verkefni, það er ástæðan. Það er ekki verið að gefa neinn afslátt af stefnunni og ætlunin er að innleiða þau lög sem sett voru á alþingi og tóku gildi 1. des síðastliðinn en það þarf lengri tíma til þess og við erum að bregðast við því,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra. Samkvæmt lögunum skulu 142 fyrirtæki og stofnanir, með 250 eða fleiri starfsmönnum að jafnaði á ársgrundvelli, hafa öðlast jafnlaunavottun fyrir 31. desember 2018. Gert er ráð fyrir að aukinn frestur verði 12 mánuðir og er áformað að hann muni taka til allra fyrirtækja og stofnana sem falla undir gildissvið laganna, óháð stærð þeirra. „Ég held það sé gríðarlega mikilvæg að þau taki þessu af festu. Það er þannig að ríkisstjórnin er að fylgja eftir löggjöf sem Alþingi setti með miklu meirihluta þingmanna og það er fullur vilji til þess að við náum að innleiða jafnlaunavottun á næstu árum og mikilvægt að þessi tími sem gefinn er þarna sé nýttur vel. Ríkisstjórnin ætlar að styðja vel við bakið á fyrirtækjum i því.“
Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Sjá meira