Virða lokanir lögreglu að vettugi og ganga inn á brúna yfir Eldvatn Jóhann K. Jóhannsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 5. ágúst 2018 11:01 Fólk hefur ekki virt lokanir lögreglu og gengur inn á brúna þrátt fyrir að hún sé ekki örugg. Vísir/Jóhann K/Einar Það eru mikil átök undir brúnni yfir Eldvatn en sérfræðingar telja að hlaupið hafi þar náð hámarki um áttaleytið í morgun. Rennslið er raunar enn í hámarki og verður það áfram næstu klukkustundirnar. Vöxtur er mikill og er áin farin að krafsa í brúarendann sem laskaðist í hlaupinu árið 2015. Fólk hefur ekki virt lokanir lögreglu og gengur inn á brúna þrátt fyrir að hún sé ekki örugg. Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður okkar og Einar Árnason, tökumaður okkar, eru staddir á svæðinu og halda áfram að greina frá þróun mála og ástandi brúarinnar í máli og myndum. Eindregið hefur verið varað við því að vera á ferð á þessum slóðum vegna losunar eitraðra gastegunda úr hlaupvatninu auk þess sem stór ísflykki geta brotnað úr jökulsporðinum. Fregnir hafa borist um sterka brennisteinslykt vestan Skaftár og allt vestur fyrir jökul. Jóhann og Einar hafa fundið fyrir gaslyktinni og einnig fundið fyrir smá sviða í augum. Brúin laskaðist í síðasta Skaftárhlaupi árið 2015.vísir/Jóhann K/ Einar Að sögn Jóhanns er ekki útséð með tjón á brúnni á meðan hamurinn í ánni er enn í hámarki. Eins og kom fram í fréttum okkar í gær komust sérfræðingar að því, eftir að hafa flogið yfir Skaftárjökul, að það hafði hlaupið úr báðum kötlum hans, sem hefur aldrei gerst áður. Sérfræðingar telja að það sé ástæðan fyrir óvenjulegum hreyfingum. Í gær fór Þorsteinn Þorsteinsson, sérfræðingur á sviði jöklarannsókna á Veðurstofu Íslands, í tveggja tíma útsýnisferð yfir jökulinn og ána þegar hann komst að því að vestari ketillinn væri einnig byrjaður að síga. Flæðir yfir tún bænda „Veðrið á staðnum er allt öðruvísi en í gær þegar það var blankalogn og sól en hér er núna hvassviðri og gengur á með rigningu. Við ókum um svæðið og sáum að það hefur flætt töluvert yfir tún bænda hér í nágrenninu þannig að það er ljóst það er töluvert tjón orðið af þessu öðru stærsta Skaftárhlaupi frá upphafi,“ segir Jóhann K. Jóhansson sem greinir frá því sem fyrir augu bar. Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skaftá heldur áfram að vaxa Mælar Veðurstofunnar benda til þess að enn sé að bæta í hlaupið úr Skaftárjökli. 3. ágúst 2018 23:53 Rennsli mælist nokkuð stöðugt Tilkynningar hafa borist frá Kirkjubæjarklaustri og nágrenni um brennisteinslykt en ekki er talið að gasmengun skapi hættu við þjóðveg. 4. ágúst 2018 14:45 Báðir katlarnir að tæma sig samtímis í fyrsta sinn Báðir Skaftárkatlar eru nú að tæma sig og má því gera ráð fyrir að vatn í Skaftá muni hækka enn frekar á næstu klukkustundum. Þetta ku vera í fyrsta sinn sem hleypur bæði úr Vestari og Eystri-Skaftárkatli samtímis frá því að byrjað var að fylgjast með hlaupum. 4. ágúst 2018 19:52 Rennsli eykst hratt í Skaftá Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. 3. ágúst 2018 14:28 Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Það eru mikil átök undir brúnni yfir Eldvatn en sérfræðingar telja að hlaupið hafi þar náð hámarki um áttaleytið í morgun. Rennslið er raunar enn í hámarki og verður það áfram næstu klukkustundirnar. Vöxtur er mikill og er áin farin að krafsa í brúarendann sem laskaðist í hlaupinu árið 2015. Fólk hefur ekki virt lokanir lögreglu og gengur inn á brúna þrátt fyrir að hún sé ekki örugg. Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður okkar og Einar Árnason, tökumaður okkar, eru staddir á svæðinu og halda áfram að greina frá þróun mála og ástandi brúarinnar í máli og myndum. Eindregið hefur verið varað við því að vera á ferð á þessum slóðum vegna losunar eitraðra gastegunda úr hlaupvatninu auk þess sem stór ísflykki geta brotnað úr jökulsporðinum. Fregnir hafa borist um sterka brennisteinslykt vestan Skaftár og allt vestur fyrir jökul. Jóhann og Einar hafa fundið fyrir gaslyktinni og einnig fundið fyrir smá sviða í augum. Brúin laskaðist í síðasta Skaftárhlaupi árið 2015.vísir/Jóhann K/ Einar Að sögn Jóhanns er ekki útséð með tjón á brúnni á meðan hamurinn í ánni er enn í hámarki. Eins og kom fram í fréttum okkar í gær komust sérfræðingar að því, eftir að hafa flogið yfir Skaftárjökul, að það hafði hlaupið úr báðum kötlum hans, sem hefur aldrei gerst áður. Sérfræðingar telja að það sé ástæðan fyrir óvenjulegum hreyfingum. Í gær fór Þorsteinn Þorsteinsson, sérfræðingur á sviði jöklarannsókna á Veðurstofu Íslands, í tveggja tíma útsýnisferð yfir jökulinn og ána þegar hann komst að því að vestari ketillinn væri einnig byrjaður að síga. Flæðir yfir tún bænda „Veðrið á staðnum er allt öðruvísi en í gær þegar það var blankalogn og sól en hér er núna hvassviðri og gengur á með rigningu. Við ókum um svæðið og sáum að það hefur flætt töluvert yfir tún bænda hér í nágrenninu þannig að það er ljóst það er töluvert tjón orðið af þessu öðru stærsta Skaftárhlaupi frá upphafi,“ segir Jóhann K. Jóhansson sem greinir frá því sem fyrir augu bar.
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skaftá heldur áfram að vaxa Mælar Veðurstofunnar benda til þess að enn sé að bæta í hlaupið úr Skaftárjökli. 3. ágúst 2018 23:53 Rennsli mælist nokkuð stöðugt Tilkynningar hafa borist frá Kirkjubæjarklaustri og nágrenni um brennisteinslykt en ekki er talið að gasmengun skapi hættu við þjóðveg. 4. ágúst 2018 14:45 Báðir katlarnir að tæma sig samtímis í fyrsta sinn Báðir Skaftárkatlar eru nú að tæma sig og má því gera ráð fyrir að vatn í Skaftá muni hækka enn frekar á næstu klukkustundum. Þetta ku vera í fyrsta sinn sem hleypur bæði úr Vestari og Eystri-Skaftárkatli samtímis frá því að byrjað var að fylgjast með hlaupum. 4. ágúst 2018 19:52 Rennsli eykst hratt í Skaftá Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. 3. ágúst 2018 14:28 Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Skaftá heldur áfram að vaxa Mælar Veðurstofunnar benda til þess að enn sé að bæta í hlaupið úr Skaftárjökli. 3. ágúst 2018 23:53
Rennsli mælist nokkuð stöðugt Tilkynningar hafa borist frá Kirkjubæjarklaustri og nágrenni um brennisteinslykt en ekki er talið að gasmengun skapi hættu við þjóðveg. 4. ágúst 2018 14:45
Báðir katlarnir að tæma sig samtímis í fyrsta sinn Báðir Skaftárkatlar eru nú að tæma sig og má því gera ráð fyrir að vatn í Skaftá muni hækka enn frekar á næstu klukkustundum. Þetta ku vera í fyrsta sinn sem hleypur bæði úr Vestari og Eystri-Skaftárkatli samtímis frá því að byrjað var að fylgjast með hlaupum. 4. ágúst 2018 19:52
Rennsli eykst hratt í Skaftá Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. 3. ágúst 2018 14:28