Veitingamaður kærður fyrir margra ára áreitni Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2018 06:00 Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður. Eigandi veitingahúss í miðbæ Reykjavíkur hefur verið kærður til lögreglu fyrir kynferðislega áreitni. Minnst tvær ungar konur hafa lagt fram kæru á hendur veitingamanninum. Þetta staðfestir Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður kvennanna. Lögregla rannsakar nú málið. Konurnar störfuðu sem þjónar á veitingastaðnum þegar brotin eiga að hafa átt sér stað. Manninum er gefið að sök að hafa ítrekað káfað, þuklað og strokið konunum, þvingað tungu sinni upp í munn þeirra eftir vaktir og viðhaft óviðeigandi og klámfengin ummæli um útlit þeirra og eigin kynferðislegu langanir. Að sögn kvennanna fékk hegðunin að viðgangast undir því yfirskini að um menningarmun væri að ræða, en maðurinn er af erlendu bergi brotinn. Mikill aldursmunur er á honum og konunum, sem margar voru að stíga sín fyrsta skref á vinnumarkaðnum. Meint brot eru sögð ná yfir margra ára tímabil. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins íhuga fleiri konur stöðu sína. Konurnar leituðu til Vinnueftirlitsins eftir að hafa rætt við starfsmannastjóra veitingastaðarins. Hjá Vinnueftirlitinu fengu konurnar þau svör að lítið sem ekkert væri hægt að gera í slíkum málum þar sem ekki væri hægt að kvarta nafnlaust. Þetta segir Sigrún að sé rangt. Vinnueftirlitið hafi eftirlitsskyldu í málum er varða kynferðislega áreitni á vinnustað og beri að sjá til þess að vinnuveitandi grípi til viðeigandi úrbóta, sé þess þörf. Hægt hefði verið að koma í veg fyrir að málið fengi að vinda upp á sig.Fleri konur íhuga stöðu sína vegna áreitni mannsins.Vísir/gettyStarfsmaður Vinnueftirlitsins benti konunum á að hafa samband við stéttarfélag sitt, Eflingu. Þar sagðist starfsmaður ekkert geta aðhafst nema að búið væri að kæra manninn fyrir kynferðislega áreitni. „Það að leggja fram kæru á hendur vinnuveitanda fyrir kynferðisbrot er meira en að segja það og algjörlega ótækt að setja slíka ábyrgð á einstakling sem er á sama tíma að vinna úr afleiðingum brotsins,“ segir Sigrún. „Að enginn annar en þolandinn sjálfur geti stöðvað áframhaldandi brot yfirmanns er algjörlega óásættanlegt.“ Svava Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Vinnueftirliti ríkisins, segir mál af þessum toga hafa verið snúin hingað til. Hún þekki ekki umrætt mál en vinnuveitandi hafi til þessa getað óskað eftir upplýsingum um kvörtun samkvæmt stjórnsýslu- og upplýsingalögum og því fengið upplýsingar um þann sem kvartaði. „Við tökum á móti ábendingum og formlegum kvörtunum frá einstaklingum. Það sem við getum svo gert er að fara inn á viðkomandi vinnustað og skoða almennt vinnuumhverfið. Við getum hins vegar ekki beitt okkur út frá einstaklingsmáli. Vegna þess að ef við segjum að okkur hafi borist kvörtun þá hefur viðkomandi vinnustaður heimild til að óska eftir upplýsingum um gögnin sem við höfum,“ segir Svava. Fyrir þinglok hafi hins vegar verið samþykkt að Vinnueftirlitið fengi heimild til að halda trúnaði við þann sem kvartar. „Við erum ekki komin það langt að við getum farið að breyta þessu en við munum setja starfsreglur um það eftir sumarið. Nú höfum við að minnsta kosti sterkari möguleika til að ganga harðar fram með þessum lagabreytingum,“ segir Svava Jónsdóttir. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Eigandi veitingahúss í miðbæ Reykjavíkur hefur verið kærður til lögreglu fyrir kynferðislega áreitni. Minnst tvær ungar konur hafa lagt fram kæru á hendur veitingamanninum. Þetta staðfestir Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður kvennanna. Lögregla rannsakar nú málið. Konurnar störfuðu sem þjónar á veitingastaðnum þegar brotin eiga að hafa átt sér stað. Manninum er gefið að sök að hafa ítrekað káfað, þuklað og strokið konunum, þvingað tungu sinni upp í munn þeirra eftir vaktir og viðhaft óviðeigandi og klámfengin ummæli um útlit þeirra og eigin kynferðislegu langanir. Að sögn kvennanna fékk hegðunin að viðgangast undir því yfirskini að um menningarmun væri að ræða, en maðurinn er af erlendu bergi brotinn. Mikill aldursmunur er á honum og konunum, sem margar voru að stíga sín fyrsta skref á vinnumarkaðnum. Meint brot eru sögð ná yfir margra ára tímabil. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins íhuga fleiri konur stöðu sína. Konurnar leituðu til Vinnueftirlitsins eftir að hafa rætt við starfsmannastjóra veitingastaðarins. Hjá Vinnueftirlitinu fengu konurnar þau svör að lítið sem ekkert væri hægt að gera í slíkum málum þar sem ekki væri hægt að kvarta nafnlaust. Þetta segir Sigrún að sé rangt. Vinnueftirlitið hafi eftirlitsskyldu í málum er varða kynferðislega áreitni á vinnustað og beri að sjá til þess að vinnuveitandi grípi til viðeigandi úrbóta, sé þess þörf. Hægt hefði verið að koma í veg fyrir að málið fengi að vinda upp á sig.Fleri konur íhuga stöðu sína vegna áreitni mannsins.Vísir/gettyStarfsmaður Vinnueftirlitsins benti konunum á að hafa samband við stéttarfélag sitt, Eflingu. Þar sagðist starfsmaður ekkert geta aðhafst nema að búið væri að kæra manninn fyrir kynferðislega áreitni. „Það að leggja fram kæru á hendur vinnuveitanda fyrir kynferðisbrot er meira en að segja það og algjörlega ótækt að setja slíka ábyrgð á einstakling sem er á sama tíma að vinna úr afleiðingum brotsins,“ segir Sigrún. „Að enginn annar en þolandinn sjálfur geti stöðvað áframhaldandi brot yfirmanns er algjörlega óásættanlegt.“ Svava Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Vinnueftirliti ríkisins, segir mál af þessum toga hafa verið snúin hingað til. Hún þekki ekki umrætt mál en vinnuveitandi hafi til þessa getað óskað eftir upplýsingum um kvörtun samkvæmt stjórnsýslu- og upplýsingalögum og því fengið upplýsingar um þann sem kvartaði. „Við tökum á móti ábendingum og formlegum kvörtunum frá einstaklingum. Það sem við getum svo gert er að fara inn á viðkomandi vinnustað og skoða almennt vinnuumhverfið. Við getum hins vegar ekki beitt okkur út frá einstaklingsmáli. Vegna þess að ef við segjum að okkur hafi borist kvörtun þá hefur viðkomandi vinnustaður heimild til að óska eftir upplýsingum um gögnin sem við höfum,“ segir Svava. Fyrir þinglok hafi hins vegar verið samþykkt að Vinnueftirlitið fengi heimild til að halda trúnaði við þann sem kvartar. „Við erum ekki komin það langt að við getum farið að breyta þessu en við munum setja starfsreglur um það eftir sumarið. Nú höfum við að minnsta kosti sterkari möguleika til að ganga harðar fram með þessum lagabreytingum,“ segir Svava Jónsdóttir.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira