Gleymast strákarnir? Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. júlí 2018 18:45 Tryggvi Hjaltason er faðir þriggja barna þar af tveggja drengja. Eldri drengurinn hóf skólagöngu síðasta vor og ræddi Tryggvi áður við fjölmarga um skólakerfið og viðaði að sér rannsóknum um það. Þar sem kom fram að þriðjungur þeirra getur ekki lesið sér til gagns eftir grunnskóla og strákar voru aðeins rúmur þriðjungur þeirra sem skráði sig í Háskóla Íslands á síðasta ári. „Það er vaxandi ávísun hegðunarlyfja til drengja, þeir eiga erfitt með að sofa og einbeita sér. Strákum er minna hrósað en stelpum í grunnskóla, “ segir Tryggvi. Undrandi á bágri stöðu Niðurstöðurnar komu honum verulega á óvart. „Ég hafði ekki hugmynd um að ástandið væri svona slæmt og að við hefðum svona mörg góð og aðgengileg rannsóknargögn um málið,“ segir Tryggvi. Hann sagði frá niðurstöðum sínum á Facebook og viðbrögðin þar komu einnig á óvart. „Það voru 160.000 Íslendingar búnir að lesa statusinn minn síðast þegar ég gáði og yfir 200 manns hafa haft samband við mig, foreldrar, kennarar, drengir og fullorðnir karlmenn sem sáu sig í þessum gögnum sem ég var að lýsa,“ segir hann. Endurskoðunar er þörf Tryggvi telur að endurskoða þurfi skólakerfið. „Strákar virðast læra miklu betur gegnum leik og verklegt nám en bóklegt,“ segir Tryggvi. Hann tekur dæmi um breytingar sem hafa orðið á nálgun CCP. „Fyrir 10-15 árum þá tóku tölvuleikjaspilarar allt frá klukkustund og uppí viku að lesa sér til um nýjan leik frá okkur en í dag gefa strákar sér ekki nema 10-15 mínútur í mesta lagi til að kynna sér leik og ef hann er ekki áhugaverður þann tíma þá spila þeir hann ekki aftur. Mögulega þarf skólinn að aðlaga sig betur að þessu breytta umhverfi,“ segir Tryggvi. Siduri Poli forseti nýsköpunarmiðstöðvar fyrir ungt fólk í Stokkhólmi lýsti svipuðum hugmyndum í fréttum okkar í vetur „Skólakerfið hefur ekki breyst mikið frá 19. öld en á sama tíma hafa orðið gríðarlegar þjóðfélagsbreytingar. Áður fyrr fengum við upplýsingar í skólunum en nú fáum við þær úr símunum okkar og tölvum. Við þurfum því að skilgreina uppá nýtt hvert hlutverk skólans á að vera í nútíma samfélagi,“ sagði Siduri Poli. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Tryggvi Hjaltason er faðir þriggja barna þar af tveggja drengja. Eldri drengurinn hóf skólagöngu síðasta vor og ræddi Tryggvi áður við fjölmarga um skólakerfið og viðaði að sér rannsóknum um það. Þar sem kom fram að þriðjungur þeirra getur ekki lesið sér til gagns eftir grunnskóla og strákar voru aðeins rúmur þriðjungur þeirra sem skráði sig í Háskóla Íslands á síðasta ári. „Það er vaxandi ávísun hegðunarlyfja til drengja, þeir eiga erfitt með að sofa og einbeita sér. Strákum er minna hrósað en stelpum í grunnskóla, “ segir Tryggvi. Undrandi á bágri stöðu Niðurstöðurnar komu honum verulega á óvart. „Ég hafði ekki hugmynd um að ástandið væri svona slæmt og að við hefðum svona mörg góð og aðgengileg rannsóknargögn um málið,“ segir Tryggvi. Hann sagði frá niðurstöðum sínum á Facebook og viðbrögðin þar komu einnig á óvart. „Það voru 160.000 Íslendingar búnir að lesa statusinn minn síðast þegar ég gáði og yfir 200 manns hafa haft samband við mig, foreldrar, kennarar, drengir og fullorðnir karlmenn sem sáu sig í þessum gögnum sem ég var að lýsa,“ segir hann. Endurskoðunar er þörf Tryggvi telur að endurskoða þurfi skólakerfið. „Strákar virðast læra miklu betur gegnum leik og verklegt nám en bóklegt,“ segir Tryggvi. Hann tekur dæmi um breytingar sem hafa orðið á nálgun CCP. „Fyrir 10-15 árum þá tóku tölvuleikjaspilarar allt frá klukkustund og uppí viku að lesa sér til um nýjan leik frá okkur en í dag gefa strákar sér ekki nema 10-15 mínútur í mesta lagi til að kynna sér leik og ef hann er ekki áhugaverður þann tíma þá spila þeir hann ekki aftur. Mögulega þarf skólinn að aðlaga sig betur að þessu breytta umhverfi,“ segir Tryggvi. Siduri Poli forseti nýsköpunarmiðstöðvar fyrir ungt fólk í Stokkhólmi lýsti svipuðum hugmyndum í fréttum okkar í vetur „Skólakerfið hefur ekki breyst mikið frá 19. öld en á sama tíma hafa orðið gríðarlegar þjóðfélagsbreytingar. Áður fyrr fengum við upplýsingar í skólunum en nú fáum við þær úr símunum okkar og tölvum. Við þurfum því að skilgreina uppá nýtt hvert hlutverk skólans á að vera í nútíma samfélagi,“ sagði Siduri Poli.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira