Sjúkrabílar kallaðir til nánast daglega í vikunni vegna sjósundsfólks Birgir Olgeirsson skrifar 3. nóvember 2018 20:18 Mörgum finnst gott að stinga sér til sunds í sjónum við Nauthólsvík. Visir/Daníel Sjúkrabifreiðar hafa verið kallaðar til nánast á hverjum degi þessa vikuna vegna sjósundsfólks sem hefur lent í ofkælingu. Greint var frá þessu á Facebook-hópi Sjósunds- og sjóðbaðsfélags Reykjavíkur en þar kom jafnframt fram að sjúkraflutningafólk væri orðið svekkt á ástandinu. Ragnheiður Valgarðsdóttir er í stjórn Sjósundsfélags Reykjavíkur en hún segir í samtali við Vísi að sjórinn sé aðeins kaldari en hann er venjulega á þessum árstíma. Yfirleitt er hann um fimm gráður í endaðan október en hefur verið í þremur gráðum þessa vikuna. Hún bendir jafnframt á að stór hópur nýrra iðkenda, sem hóf sjósund í vor og sumar, sé mögulega ekki að átta sig á því hvað sjórinn hefur kólnað hratt. „Þú ert vanur að synda þína leið og þú heldur því áfram og gleymir því að kuldinn er orðinn meiri.“ Hún segir mikilvægt að fólk hugi vel að mataræðinu og sé búið að borða áður en það fer í sjóinn. „Fólk er kannski að koma beint úr vinnu og hendir sér í sjóinn og syndir sína þrjú hundruð eða fjögur hundruð metra og áttar sig ekki á því að það er ekki alveg eins og að synda í átta gráðum sem voru í september. Þegar hitastigið hrapar svona niður verða menn að stytta sundið,“ segir Ragnheiður. Sjálf hefur hún stundað sjósund í tíu ár og kippir sér ekki upp við þessa breytingu en segist þurfa eins og aðrir að passa sig á því að stytta sundið þegar sjórinn kólnar og hlusta á líkamann. Fyrir tíu árum var sjósundshópurinn eins og lítil fjölskylda þar sem allir þekktust en á síðustu árum hefur orðið sprenging í fjölda iðkenda sem eru á öllum aldri, ýmist vant íþróttafólk eða bara forvitnir einstaklingar sem gera það ánægjunnar vegna. Enda sjósund frábær útivist að sögn Ragnheiðar, líkamlega og andlega nærandi. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Sjá meira
Sjúkrabifreiðar hafa verið kallaðar til nánast á hverjum degi þessa vikuna vegna sjósundsfólks sem hefur lent í ofkælingu. Greint var frá þessu á Facebook-hópi Sjósunds- og sjóðbaðsfélags Reykjavíkur en þar kom jafnframt fram að sjúkraflutningafólk væri orðið svekkt á ástandinu. Ragnheiður Valgarðsdóttir er í stjórn Sjósundsfélags Reykjavíkur en hún segir í samtali við Vísi að sjórinn sé aðeins kaldari en hann er venjulega á þessum árstíma. Yfirleitt er hann um fimm gráður í endaðan október en hefur verið í þremur gráðum þessa vikuna. Hún bendir jafnframt á að stór hópur nýrra iðkenda, sem hóf sjósund í vor og sumar, sé mögulega ekki að átta sig á því hvað sjórinn hefur kólnað hratt. „Þú ert vanur að synda þína leið og þú heldur því áfram og gleymir því að kuldinn er orðinn meiri.“ Hún segir mikilvægt að fólk hugi vel að mataræðinu og sé búið að borða áður en það fer í sjóinn. „Fólk er kannski að koma beint úr vinnu og hendir sér í sjóinn og syndir sína þrjú hundruð eða fjögur hundruð metra og áttar sig ekki á því að það er ekki alveg eins og að synda í átta gráðum sem voru í september. Þegar hitastigið hrapar svona niður verða menn að stytta sundið,“ segir Ragnheiður. Sjálf hefur hún stundað sjósund í tíu ár og kippir sér ekki upp við þessa breytingu en segist þurfa eins og aðrir að passa sig á því að stytta sundið þegar sjórinn kólnar og hlusta á líkamann. Fyrir tíu árum var sjósundshópurinn eins og lítil fjölskylda þar sem allir þekktust en á síðustu árum hefur orðið sprenging í fjölda iðkenda sem eru á öllum aldri, ýmist vant íþróttafólk eða bara forvitnir einstaklingar sem gera það ánægjunnar vegna. Enda sjósund frábær útivist að sögn Ragnheiðar, líkamlega og andlega nærandi.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Sjá meira