Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, mun horfa á úrslitaleik sinna manna í Evrópudeildinni úr stúkunni en hann hefur verið dæmdur í langt bann af UEFA.
Simeone gjörsamlega tapaði sér í fyrri undanúrslitaleiknum gegn Arsenal þar sem hann fékk rautt spjald eftir tíu mínútur. Atletico fór áfram úr einvíginu, samtals 2-1, og spilar við Marseille í úrslitaleiknum.
Hann var einnig sektaður um tíu þúsund pund auk þess sem félagið hefur einnig verið sektað um sömu upphæð vegna hegðun stuðningsmanna liðsins sem köstuðu hlutum inn á völlinn.
Félagið hefur til 31. maí til þess að skila inn gagnrýni á bæði banni Simone og sektinni sem félagið fékk fyrir hegðun stuðningsmanna.
