Bjarni sagði að búið væri að stórbæta kjör Íslendinga á síðustu árum Birgir Olgeirsson skrifar 24. febrúar 2018 13:08 Bjarni Benediktsson í Víglínunni fyrr í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í Víglínunni fyrr í dag að hann væri sammála Samtökum atvinnulífsins þegar kemur að umræðu um kjarasamninga. Alþýðusamband Íslands hefur sagt forsendubrest hafa orðið á kjarasamningum og að heimild til uppsagnar á þeim fyrir lok febrúar sé enn í gildi. Samtök atvinnulífsins hafa bent á að kaupmáttur lægstu launa hefur aukist um 25 prósent á samningstímanum og lágmarkslaun verði þrjú hundruð þúsund í maí verði samningarnir látnir standa. Bjarni Benediktsson benti á að á síðustu árum hafi tekist að stórbæta kjör hjá öllum Íslendingum og þar vísaði hann til kaupmáttaraukningar. Bjarni sagði ekki víst að það muni nást jafn mikil kaupmáttaraukning á næstu árum og á síðustu fjórum til fimm árum. Bjarni sagði ríkisstjórnina hafa átt samtöl við aðila vinnumarkaðarins undanfarnar vikur með það að markmiði að skilja betur hvaða kröfur eru uppi og með þeirri von að hægt sé að finna sameiginlegan flöt þannig að hægt sé að ganga samstíga fram veginn og vinna að stöðugleika. Nefndi Bjarni þar sérstaklega að mikilvægt sé að halda verðbólgu niðri og auka kaupmátt. Sagði hann alla finna það hversu miklu máli það skiptir að verðlag sé ekki alltaf hækkandi. Bjarni sagði að mörg teikn væru á lofti um að andrúmsloftið á vinnumarkaði væri að róast og nefndi sem dæmi nokkra samninga sem náðst hafa við nokkrar stéttir að undanförnu, þar á meðal lækna og flugmenn. Kjaramál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í Víglínunni fyrr í dag að hann væri sammála Samtökum atvinnulífsins þegar kemur að umræðu um kjarasamninga. Alþýðusamband Íslands hefur sagt forsendubrest hafa orðið á kjarasamningum og að heimild til uppsagnar á þeim fyrir lok febrúar sé enn í gildi. Samtök atvinnulífsins hafa bent á að kaupmáttur lægstu launa hefur aukist um 25 prósent á samningstímanum og lágmarkslaun verði þrjú hundruð þúsund í maí verði samningarnir látnir standa. Bjarni Benediktsson benti á að á síðustu árum hafi tekist að stórbæta kjör hjá öllum Íslendingum og þar vísaði hann til kaupmáttaraukningar. Bjarni sagði ekki víst að það muni nást jafn mikil kaupmáttaraukning á næstu árum og á síðustu fjórum til fimm árum. Bjarni sagði ríkisstjórnina hafa átt samtöl við aðila vinnumarkaðarins undanfarnar vikur með það að markmiði að skilja betur hvaða kröfur eru uppi og með þeirri von að hægt sé að finna sameiginlegan flöt þannig að hægt sé að ganga samstíga fram veginn og vinna að stöðugleika. Nefndi Bjarni þar sérstaklega að mikilvægt sé að halda verðbólgu niðri og auka kaupmátt. Sagði hann alla finna það hversu miklu máli það skiptir að verðlag sé ekki alltaf hækkandi. Bjarni sagði að mörg teikn væru á lofti um að andrúmsloftið á vinnumarkaði væri að róast og nefndi sem dæmi nokkra samninga sem náðst hafa við nokkrar stéttir að undanförnu, þar á meðal lækna og flugmenn.
Kjaramál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent