Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2018 19:33 Ríkin fimmtán sem eiga sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna samþykktu einróma ályktun um þrjátíu daga vopnahlé af mannúðarástæðum í Sýrlandi á fundi sínum í kvöld. Vopnahléið á að hefjast „án tafar“. Rússar hafa legið undir harðri gagnrýni en þeir eru sakaðir um að hafa tafið samþykktina í öryggisráðinu til að veita Bashar al-Assad, forseta Sýrlands og bandamanni sínum, skálkaskjól til að halda áfram loftárásum á svæði uppreisnarmanna, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Samstaðan í kvöld er sögð hafa náðst eftir stífar samningaviðræður við Rússa til að sannfæra þá um að beita ekki neitunarvaldi sínu í ráðinu. Rússnesk stjórnvöld hafa áður stöðvað ellefu ályktanir um málefni Sýrlands á þeim vettvangi. Vopnahléið er jafnframt háð því að Rússar beiti áhrifum sínum til að fá Assad til að virða það. Þá stund á milli stríða á að nýta til að koma neyðargögnum til fórnarlamba loftárásanna. Eftirlitssamtök hafa fullyrt að fimm hundruð óbreyttir borgarar hafi fallið í Austur-Ghouta síðustu vikuna en þar hafa árásir stjórnarhersins verið ofsafyllstar. Sýrland Tengdar fréttir Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers. 20. febrúar 2018 06:29 UNICEF orðlaus yfir blóðbaðinu í Sýrlandi Sprengjuárásir á Austur-Ghouta halda áfram. Mánudagurinn einn sá versti í mörg ár. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á engin orð til að lýsa hryllingnum og spyr hvort hinir seku eigi einhver orð til að réttlæta villimennskuna. 21. febrúar 2018 08:00 Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00 Bíða dauðans í stanslausu sprengjuregni Sprengjur falla á íbúa Austur-Ghouta í Sýrlandi á tíu mínútna fresti. Hundruð hafa farist undanfarna daga. Árásir fylgismanna Sýrlandsforseta héldu áfram í dag og felldu að minnsta kosti fimm. 22. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Ríkin fimmtán sem eiga sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna samþykktu einróma ályktun um þrjátíu daga vopnahlé af mannúðarástæðum í Sýrlandi á fundi sínum í kvöld. Vopnahléið á að hefjast „án tafar“. Rússar hafa legið undir harðri gagnrýni en þeir eru sakaðir um að hafa tafið samþykktina í öryggisráðinu til að veita Bashar al-Assad, forseta Sýrlands og bandamanni sínum, skálkaskjól til að halda áfram loftárásum á svæði uppreisnarmanna, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Samstaðan í kvöld er sögð hafa náðst eftir stífar samningaviðræður við Rússa til að sannfæra þá um að beita ekki neitunarvaldi sínu í ráðinu. Rússnesk stjórnvöld hafa áður stöðvað ellefu ályktanir um málefni Sýrlands á þeim vettvangi. Vopnahléið er jafnframt háð því að Rússar beiti áhrifum sínum til að fá Assad til að virða það. Þá stund á milli stríða á að nýta til að koma neyðargögnum til fórnarlamba loftárásanna. Eftirlitssamtök hafa fullyrt að fimm hundruð óbreyttir borgarar hafi fallið í Austur-Ghouta síðustu vikuna en þar hafa árásir stjórnarhersins verið ofsafyllstar.
Sýrland Tengdar fréttir Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers. 20. febrúar 2018 06:29 UNICEF orðlaus yfir blóðbaðinu í Sýrlandi Sprengjuárásir á Austur-Ghouta halda áfram. Mánudagurinn einn sá versti í mörg ár. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á engin orð til að lýsa hryllingnum og spyr hvort hinir seku eigi einhver orð til að réttlæta villimennskuna. 21. febrúar 2018 08:00 Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00 Bíða dauðans í stanslausu sprengjuregni Sprengjur falla á íbúa Austur-Ghouta í Sýrlandi á tíu mínútna fresti. Hundruð hafa farist undanfarna daga. Árásir fylgismanna Sýrlandsforseta héldu áfram í dag og felldu að minnsta kosti fimm. 22. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers. 20. febrúar 2018 06:29
UNICEF orðlaus yfir blóðbaðinu í Sýrlandi Sprengjuárásir á Austur-Ghouta halda áfram. Mánudagurinn einn sá versti í mörg ár. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á engin orð til að lýsa hryllingnum og spyr hvort hinir seku eigi einhver orð til að réttlæta villimennskuna. 21. febrúar 2018 08:00
Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00
Bíða dauðans í stanslausu sprengjuregni Sprengjur falla á íbúa Austur-Ghouta í Sýrlandi á tíu mínútna fresti. Hundruð hafa farist undanfarna daga. Árásir fylgismanna Sýrlandsforseta héldu áfram í dag og felldu að minnsta kosti fimm. 22. febrúar 2018 08:00