Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Erla Björg Gunnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 27. mars 2018 18:30 Á morgun mun frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins birtast á vefsíðu Alþingis. Vísir/pjetur Nýtt frumvarp til laga verður lagt fram á morgun er varðar aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum og aukna upplýsingagjöf til Barnaverndarstofu um þá. Fyrirmyndin er sótt til Bretlands og segir flutningsmaður frumvarpsins mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Á morgun mun frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins birtast á vefsíðu Alþingis þar sem lögð er til breyting á barnaverndarlögum og almennum hegningarlögum til að auka eftirlit með barnaníðingum. Breytingin felur í sér að ríkissaksóknari skuli láta Barnaverndarstofu vita þegar dómar falla vegna kynferðisbrots gegn börnum og fangelsismálastofnun láta vita þegar afplánun hins dæmda lýkur. Einnig að allir sem dæmdir eru fyrir barnaníð skuli samkvæmt dómsorði gangast undir áhættumat þar sem metið er hversu miklar líkur eru á að þeir brjóti af sér að nýju. Slíkt áhættumat hefur verið valkvætt hingað til. Ráðstafanir í öryggisskyni Ef veruleg hætta er talin stafa af viðkomandi eru áframhaldandi ráðstafanir gerðar í öryggisskyni og verður samstarf Barnaverndarstofu og Fangelsismálastofnunar um úrræði. „Ef að men falla undir mestu áhættu þá skuli þeir vera undir sérstöku eftirliti eftir að afplánun lýkur,“ segir Silja í samtali við fréttastofu. Með sérstöku eftirliti er átt við að hægt verði að kveða á um eftirfarandi öryggisráðstafanir í dómi. a) Skyldu til að sinna meðferð á vegum heilbrigðisstarfsmanna.b) Skyldu til að mæta í viðtöl hjá félagsþjónustu.c) Eftirlit með notkun internets og samskiptamiðla. d) Að einstaklingur haldi sig frá neyslu áfengis og vímuefna.e) Eftirlit með heimili.f) Bann við búsetu á heimili þar sem börn eru búsett eða dvelja reglulega.Silja Dögg segir frumvarpið vera tilraun til þess að ávarpa þennan málaflokk og leggja inn og taka umræðuna aðeins lengra.Vísir/HannaTilraun til að taka umræðuna lengra Í þeim tilfellum þar sem kveðið er á um sérstakar öryggisráðstafanir gagnvart einstaklingum er viðkomandi skylt að tilkynna breyttan dvalarstað og Barnaverndarstofa getur tilkynnt viðkomandi barnavernd ef einstaklingur sem veruleg hætta er talin stafa af flytur í umdæmið. Ef einstaklingur sinnir ekki öllum þessum fyrirmælum hér að ofan geti það varðað allt að tveggja ára fangelsi. Silja telur auknar eftirlitsheimildir ekki stangast á við mannréttindalög. „Þetta kerfi hefur verið við lýði í Bretlandi eða ákveðin eða ákveðin útfærsla af því í rúm 20 ár og það hefur reynt á þetta kerfi fyrir mannréttindadómstól Evrópu í tvígang og í bæði skiptin hefur breska ríkið unnið málið.“ Silja segir umræðuna síðustu ár hafa vakið hana til umhugsunar en einnig hafi hún unnið að barnaverndarmálum þegar hún starfaði hjá lögreglunni. Hún segir að bæta þurfi verkferla víða og að lagaleg umgjörð sé nú ekki nógu sterk. „Þetta frumvarp er tilraun til þess að ávarpa þennan málaflokk og leggja inn og svona taka umræðuna aðeins lengra og vonandi náum við einhverjum framförum þarna.“ Alþingi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Nýtt frumvarp til laga verður lagt fram á morgun er varðar aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum og aukna upplýsingagjöf til Barnaverndarstofu um þá. Fyrirmyndin er sótt til Bretlands og segir flutningsmaður frumvarpsins mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Á morgun mun frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins birtast á vefsíðu Alþingis þar sem lögð er til breyting á barnaverndarlögum og almennum hegningarlögum til að auka eftirlit með barnaníðingum. Breytingin felur í sér að ríkissaksóknari skuli láta Barnaverndarstofu vita þegar dómar falla vegna kynferðisbrots gegn börnum og fangelsismálastofnun láta vita þegar afplánun hins dæmda lýkur. Einnig að allir sem dæmdir eru fyrir barnaníð skuli samkvæmt dómsorði gangast undir áhættumat þar sem metið er hversu miklar líkur eru á að þeir brjóti af sér að nýju. Slíkt áhættumat hefur verið valkvætt hingað til. Ráðstafanir í öryggisskyni Ef veruleg hætta er talin stafa af viðkomandi eru áframhaldandi ráðstafanir gerðar í öryggisskyni og verður samstarf Barnaverndarstofu og Fangelsismálastofnunar um úrræði. „Ef að men falla undir mestu áhættu þá skuli þeir vera undir sérstöku eftirliti eftir að afplánun lýkur,“ segir Silja í samtali við fréttastofu. Með sérstöku eftirliti er átt við að hægt verði að kveða á um eftirfarandi öryggisráðstafanir í dómi. a) Skyldu til að sinna meðferð á vegum heilbrigðisstarfsmanna.b) Skyldu til að mæta í viðtöl hjá félagsþjónustu.c) Eftirlit með notkun internets og samskiptamiðla. d) Að einstaklingur haldi sig frá neyslu áfengis og vímuefna.e) Eftirlit með heimili.f) Bann við búsetu á heimili þar sem börn eru búsett eða dvelja reglulega.Silja Dögg segir frumvarpið vera tilraun til þess að ávarpa þennan málaflokk og leggja inn og taka umræðuna aðeins lengra.Vísir/HannaTilraun til að taka umræðuna lengra Í þeim tilfellum þar sem kveðið er á um sérstakar öryggisráðstafanir gagnvart einstaklingum er viðkomandi skylt að tilkynna breyttan dvalarstað og Barnaverndarstofa getur tilkynnt viðkomandi barnavernd ef einstaklingur sem veruleg hætta er talin stafa af flytur í umdæmið. Ef einstaklingur sinnir ekki öllum þessum fyrirmælum hér að ofan geti það varðað allt að tveggja ára fangelsi. Silja telur auknar eftirlitsheimildir ekki stangast á við mannréttindalög. „Þetta kerfi hefur verið við lýði í Bretlandi eða ákveðin eða ákveðin útfærsla af því í rúm 20 ár og það hefur reynt á þetta kerfi fyrir mannréttindadómstól Evrópu í tvígang og í bæði skiptin hefur breska ríkið unnið málið.“ Silja segir umræðuna síðustu ár hafa vakið hana til umhugsunar en einnig hafi hún unnið að barnaverndarmálum þegar hún starfaði hjá lögreglunni. Hún segir að bæta þurfi verkferla víða og að lagaleg umgjörð sé nú ekki nógu sterk. „Þetta frumvarp er tilraun til þess að ávarpa þennan málaflokk og leggja inn og svona taka umræðuna aðeins lengra og vonandi náum við einhverjum framförum þarna.“
Alþingi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira