Innlent

Gert að langreyðum í Hvalfirði eftir vélarbilun

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Upp úr miðjum síðasta mánuði hófust hvalveiðar og fyrstu langreyðar sumarsins dregnar á land.
Upp úr miðjum síðasta mánuði hófust hvalveiðar og fyrstu langreyðar sumarsins dregnar á land. Vísir/Vilhelm
Vélarbilun varð á hvalveiðiskipinu Hval 8 í gær en dráttarbáturinn Magni sótti skipið um klukkan 11 í morgun.

Annað hvalveiðiskip dró Hval 8 upp undir Akranes þangað sem komið var í gærkvöldi. Magni komst ekki í að sækja Hval 8 fyrr en í morgun sökum anna í Reykjavíkurhöfn.

Magni kom hvalveiðiskipinu í hvalstöðina í Hvalfirði klukkan 11 í morgun og mun þetta vera í fyrsta skipti sem Magni dregur hvali að landi. Upp úr miðjum síðasta mánuði hófust hvalveiðar og fyrstu langreyðar sumarsins dregnar á land.

Hvalveiðar Íslendinga hafa löngum verið umdeildar. Það var síðast í gær sem hvalveiðum var mótmælt. Um tuttugu manna hópur kom saman fyrir framan Alþingishúsið til að láta í ljós óánægju sína.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var í hvalstöðinni í dag þegar tvær langreyðar voru verkaðar.

Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×