Þingmenn hafa áhyggjur af stöðu Íslandspósts Heimir Már Pétursson skrifar 13. desember 2018 21:00 Sögðu þingmenn að fyrirtækið sé í raun gjaldþrota í dag og skattgreiðendum sendur reikningurinn. Vísir Þingmenn gagnrýndu rekstur Íslandspósts á undanförnum árum og áratugum sem meira og minna hafi verið undir sömu pólitísku stjórninni. Fyrirtækið sé í raun gjaldþrota í dag og skattgreiðendum sendur reikningurinn. Í frumvarpi sem liggur nú fyrir Alþingi er einkaréttur Íslandspósts í póstsendingum að fullu afnuminn. Staða þessa ríkisfyrirtækis er hins vegar mjög slæm og við afgreiðslu fjárlaga nú var samþykkt að ríkið lánaði Íslandspósti einn og hálfan milljarð króna. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar hóf sérstakar umræður um stöðu Íslandspósts á Alþingi í dag. Hann sagði fyrirtækið skólabókardæmi um allt sem miður gæti farið í einokun ríkisins á einstökum sviðum atvinnulífsins. Megináherslan hafi verið að rökstyðja hækkunarþörf á þjónustu innan einkaréttar. „Þegar reikningar félagsins eru skoðaðir er engin merki að sjá um neina áherslu á aukið aðhald. Hagræðingu í rekstri félagsins. Þrátt fyrir að stjórnendum og stjórn félagsins hefði átt að vera það ljóst að í óefni stefndi,” sagði Þorsteinn. Fyrirtækið væri í raun gjaldþrota. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði að með frumvarpi um Íslandspóst sé einokun ríkisins á dreifingu bréfa undir fimmtíu grömmum afnuminn. Þar með væri opnað fyrir þann hluta póstmarkaðarins sem fallið hafi undir einkaréttinn eins og allar aðrar evrópuþjóðir hafi kosið að gera. „Stefnt er að því að gera þjónustusamning þannig að hægt sé að meta árlega hvað ríkið er tilbúið að borga til að halda uppi ákveðnu þjónustustigi. Þá með hliðsjón af því hver þörfin verður,” sagði Sigurður Ingi. Ljóst er af málflutningi þingmanna að þeir vilja ýmist styðja við áframhaldandi starfsemi Íslandspósts eða leggja fyrirtækið niður. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagðist hafa áhyggjur af stöðu mála. Ekki hafi verið brugðist við vanda fyrirtækisins árum saman.„Ég hef áhyggjur af því að sömu stjórnendum og hafa stýrt þessu fyrirtæki allan þennan tíma, að minnsta kosti síðasta áratug, sé falið að halda áfram um stýrið,” sagði Helga Vala. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði ekki hafa komið til greina að neita Íslandspósti um lán og láta fyrirtækið fara í gjaldþrot.. „Ég held að það sé mikilvægt að við ræðum það frumvarp sem hér er inni í þinginu um framtíð póstþjónustunnar. Ég hefði sjálf hefði gjarnan viljað sjá að við myndum selja fyrirtækið Íslandspóst. Og þá bjóða út þjónustu sem við teljum að sé þess eðlis að það þurfi að greiða eitthvað ríkisfé með,” sagði Bryndís Haraldsdóttir. Alþingi Íslandspóstur Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Þingmenn gagnrýndu rekstur Íslandspósts á undanförnum árum og áratugum sem meira og minna hafi verið undir sömu pólitísku stjórninni. Fyrirtækið sé í raun gjaldþrota í dag og skattgreiðendum sendur reikningurinn. Í frumvarpi sem liggur nú fyrir Alþingi er einkaréttur Íslandspósts í póstsendingum að fullu afnuminn. Staða þessa ríkisfyrirtækis er hins vegar mjög slæm og við afgreiðslu fjárlaga nú var samþykkt að ríkið lánaði Íslandspósti einn og hálfan milljarð króna. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar hóf sérstakar umræður um stöðu Íslandspósts á Alþingi í dag. Hann sagði fyrirtækið skólabókardæmi um allt sem miður gæti farið í einokun ríkisins á einstökum sviðum atvinnulífsins. Megináherslan hafi verið að rökstyðja hækkunarþörf á þjónustu innan einkaréttar. „Þegar reikningar félagsins eru skoðaðir er engin merki að sjá um neina áherslu á aukið aðhald. Hagræðingu í rekstri félagsins. Þrátt fyrir að stjórnendum og stjórn félagsins hefði átt að vera það ljóst að í óefni stefndi,” sagði Þorsteinn. Fyrirtækið væri í raun gjaldþrota. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði að með frumvarpi um Íslandspóst sé einokun ríkisins á dreifingu bréfa undir fimmtíu grömmum afnuminn. Þar með væri opnað fyrir þann hluta póstmarkaðarins sem fallið hafi undir einkaréttinn eins og allar aðrar evrópuþjóðir hafi kosið að gera. „Stefnt er að því að gera þjónustusamning þannig að hægt sé að meta árlega hvað ríkið er tilbúið að borga til að halda uppi ákveðnu þjónustustigi. Þá með hliðsjón af því hver þörfin verður,” sagði Sigurður Ingi. Ljóst er af málflutningi þingmanna að þeir vilja ýmist styðja við áframhaldandi starfsemi Íslandspósts eða leggja fyrirtækið niður. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagðist hafa áhyggjur af stöðu mála. Ekki hafi verið brugðist við vanda fyrirtækisins árum saman.„Ég hef áhyggjur af því að sömu stjórnendum og hafa stýrt þessu fyrirtæki allan þennan tíma, að minnsta kosti síðasta áratug, sé falið að halda áfram um stýrið,” sagði Helga Vala. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði ekki hafa komið til greina að neita Íslandspósti um lán og láta fyrirtækið fara í gjaldþrot.. „Ég held að það sé mikilvægt að við ræðum það frumvarp sem hér er inni í þinginu um framtíð póstþjónustunnar. Ég hefði sjálf hefði gjarnan viljað sjá að við myndum selja fyrirtækið Íslandspóst. Og þá bjóða út þjónustu sem við teljum að sé þess eðlis að það þurfi að greiða eitthvað ríkisfé með,” sagði Bryndís Haraldsdóttir.
Alþingi Íslandspóstur Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira