Þingmenn hafa áhyggjur af stöðu Íslandspósts Heimir Már Pétursson skrifar 13. desember 2018 21:00 Sögðu þingmenn að fyrirtækið sé í raun gjaldþrota í dag og skattgreiðendum sendur reikningurinn. Vísir Þingmenn gagnrýndu rekstur Íslandspósts á undanförnum árum og áratugum sem meira og minna hafi verið undir sömu pólitísku stjórninni. Fyrirtækið sé í raun gjaldþrota í dag og skattgreiðendum sendur reikningurinn. Í frumvarpi sem liggur nú fyrir Alþingi er einkaréttur Íslandspósts í póstsendingum að fullu afnuminn. Staða þessa ríkisfyrirtækis er hins vegar mjög slæm og við afgreiðslu fjárlaga nú var samþykkt að ríkið lánaði Íslandspósti einn og hálfan milljarð króna. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar hóf sérstakar umræður um stöðu Íslandspósts á Alþingi í dag. Hann sagði fyrirtækið skólabókardæmi um allt sem miður gæti farið í einokun ríkisins á einstökum sviðum atvinnulífsins. Megináherslan hafi verið að rökstyðja hækkunarþörf á þjónustu innan einkaréttar. „Þegar reikningar félagsins eru skoðaðir er engin merki að sjá um neina áherslu á aukið aðhald. Hagræðingu í rekstri félagsins. Þrátt fyrir að stjórnendum og stjórn félagsins hefði átt að vera það ljóst að í óefni stefndi,” sagði Þorsteinn. Fyrirtækið væri í raun gjaldþrota. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði að með frumvarpi um Íslandspóst sé einokun ríkisins á dreifingu bréfa undir fimmtíu grömmum afnuminn. Þar með væri opnað fyrir þann hluta póstmarkaðarins sem fallið hafi undir einkaréttinn eins og allar aðrar evrópuþjóðir hafi kosið að gera. „Stefnt er að því að gera þjónustusamning þannig að hægt sé að meta árlega hvað ríkið er tilbúið að borga til að halda uppi ákveðnu þjónustustigi. Þá með hliðsjón af því hver þörfin verður,” sagði Sigurður Ingi. Ljóst er af málflutningi þingmanna að þeir vilja ýmist styðja við áframhaldandi starfsemi Íslandspósts eða leggja fyrirtækið niður. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagðist hafa áhyggjur af stöðu mála. Ekki hafi verið brugðist við vanda fyrirtækisins árum saman.„Ég hef áhyggjur af því að sömu stjórnendum og hafa stýrt þessu fyrirtæki allan þennan tíma, að minnsta kosti síðasta áratug, sé falið að halda áfram um stýrið,” sagði Helga Vala. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði ekki hafa komið til greina að neita Íslandspósti um lán og láta fyrirtækið fara í gjaldþrot.. „Ég held að það sé mikilvægt að við ræðum það frumvarp sem hér er inni í þinginu um framtíð póstþjónustunnar. Ég hefði sjálf hefði gjarnan viljað sjá að við myndum selja fyrirtækið Íslandspóst. Og þá bjóða út þjónustu sem við teljum að sé þess eðlis að það þurfi að greiða eitthvað ríkisfé með,” sagði Bryndís Haraldsdóttir. Alþingi Íslandspóstur Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Þingmenn gagnrýndu rekstur Íslandspósts á undanförnum árum og áratugum sem meira og minna hafi verið undir sömu pólitísku stjórninni. Fyrirtækið sé í raun gjaldþrota í dag og skattgreiðendum sendur reikningurinn. Í frumvarpi sem liggur nú fyrir Alþingi er einkaréttur Íslandspósts í póstsendingum að fullu afnuminn. Staða þessa ríkisfyrirtækis er hins vegar mjög slæm og við afgreiðslu fjárlaga nú var samþykkt að ríkið lánaði Íslandspósti einn og hálfan milljarð króna. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar hóf sérstakar umræður um stöðu Íslandspósts á Alþingi í dag. Hann sagði fyrirtækið skólabókardæmi um allt sem miður gæti farið í einokun ríkisins á einstökum sviðum atvinnulífsins. Megináherslan hafi verið að rökstyðja hækkunarþörf á þjónustu innan einkaréttar. „Þegar reikningar félagsins eru skoðaðir er engin merki að sjá um neina áherslu á aukið aðhald. Hagræðingu í rekstri félagsins. Þrátt fyrir að stjórnendum og stjórn félagsins hefði átt að vera það ljóst að í óefni stefndi,” sagði Þorsteinn. Fyrirtækið væri í raun gjaldþrota. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði að með frumvarpi um Íslandspóst sé einokun ríkisins á dreifingu bréfa undir fimmtíu grömmum afnuminn. Þar með væri opnað fyrir þann hluta póstmarkaðarins sem fallið hafi undir einkaréttinn eins og allar aðrar evrópuþjóðir hafi kosið að gera. „Stefnt er að því að gera þjónustusamning þannig að hægt sé að meta árlega hvað ríkið er tilbúið að borga til að halda uppi ákveðnu þjónustustigi. Þá með hliðsjón af því hver þörfin verður,” sagði Sigurður Ingi. Ljóst er af málflutningi þingmanna að þeir vilja ýmist styðja við áframhaldandi starfsemi Íslandspósts eða leggja fyrirtækið niður. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagðist hafa áhyggjur af stöðu mála. Ekki hafi verið brugðist við vanda fyrirtækisins árum saman.„Ég hef áhyggjur af því að sömu stjórnendum og hafa stýrt þessu fyrirtæki allan þennan tíma, að minnsta kosti síðasta áratug, sé falið að halda áfram um stýrið,” sagði Helga Vala. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði ekki hafa komið til greina að neita Íslandspósti um lán og láta fyrirtækið fara í gjaldþrot.. „Ég held að það sé mikilvægt að við ræðum það frumvarp sem hér er inni í þinginu um framtíð póstþjónustunnar. Ég hefði sjálf hefði gjarnan viljað sjá að við myndum selja fyrirtækið Íslandspóst. Og þá bjóða út þjónustu sem við teljum að sé þess eðlis að það þurfi að greiða eitthvað ríkisfé með,” sagði Bryndís Haraldsdóttir.
Alþingi Íslandspóstur Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira