Vandi sem grefur undan öryggi fólks á vinnumarkaði Elísabet Inga Sigurðardóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 10. nóvember 2018 12:30 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri stéttarfélagsins Eflingar Vísir/Stöð 2 Efling stendur fyrir fundi um erfiðleika sem verktakar og lausavinnufólk mætir í tengihagkerfinu. Framkvæmdastjóri Eflingar segir að óstöðugleiki slíks hóps sé vaxandi vandi sem nauðsynlegt er að taka á, með tilliti til samninga lausavinnufólks. Miklar breytingar hafa orðið á atvinnuháttum víða, sérstaklega hvað varðar stöðugleika vinnu en margt fólk býr við tímabundnar lausráðningar. Slíkt vinnuafl fellur oft utan stéttarfélaga þar sem ekki er um launþega að ræða í hefðbundnum skilningi. „Ég held að þetta sé áskorun sem verkalýðsfélög þurfa að fara að huga meira að því þetta hefur færst gríðarlega í vöxt á síðustu árum og áratugum, svokölluð íhlaupavinna af þessu tagi. Við sjáum þetta í ýmsum geirum t.d. í byggingariðnaðinum þar sem að menn eru verktakar hver hjá öðrum og er þá jafnvel um að ræða svokallaða „gerviverktöku.“ Þetta er fyrirkomulag sem getur komið niður á réttindum og lífsgæðum verkafólks þannig að við viljum vera vakandi fyrir þessu og læra af því sem vel hefur verið gert í þessum málum erlendis,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Hann segir að um vaxandi vanda sé að ræða sem komi atvinnurekendum vel en starfsfólki illa. „Þetta getur hentað atvinnurekendum betur, að borga launafólki verktakalaun án þess að greiða þeim að fullu launatengdan kostnað sem fellur á launamanninn. Þetta er oft gert á þeim forsendum að slíkt fyrirkomulag sé sveigjanlegt, heppilegt og hentugt en á endanum er þetta eitthvað sem grefur undan stöðugleika og öryggi fólks á vinnumarkaði því miður,“ segir Viðar. Fundurinn hefst klukkan 14.30 í Gerðubergi og er hann opinn öllum. Kjaramál Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Efling stendur fyrir fundi um erfiðleika sem verktakar og lausavinnufólk mætir í tengihagkerfinu. Framkvæmdastjóri Eflingar segir að óstöðugleiki slíks hóps sé vaxandi vandi sem nauðsynlegt er að taka á, með tilliti til samninga lausavinnufólks. Miklar breytingar hafa orðið á atvinnuháttum víða, sérstaklega hvað varðar stöðugleika vinnu en margt fólk býr við tímabundnar lausráðningar. Slíkt vinnuafl fellur oft utan stéttarfélaga þar sem ekki er um launþega að ræða í hefðbundnum skilningi. „Ég held að þetta sé áskorun sem verkalýðsfélög þurfa að fara að huga meira að því þetta hefur færst gríðarlega í vöxt á síðustu árum og áratugum, svokölluð íhlaupavinna af þessu tagi. Við sjáum þetta í ýmsum geirum t.d. í byggingariðnaðinum þar sem að menn eru verktakar hver hjá öðrum og er þá jafnvel um að ræða svokallaða „gerviverktöku.“ Þetta er fyrirkomulag sem getur komið niður á réttindum og lífsgæðum verkafólks þannig að við viljum vera vakandi fyrir þessu og læra af því sem vel hefur verið gert í þessum málum erlendis,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Hann segir að um vaxandi vanda sé að ræða sem komi atvinnurekendum vel en starfsfólki illa. „Þetta getur hentað atvinnurekendum betur, að borga launafólki verktakalaun án þess að greiða þeim að fullu launatengdan kostnað sem fellur á launamanninn. Þetta er oft gert á þeim forsendum að slíkt fyrirkomulag sé sveigjanlegt, heppilegt og hentugt en á endanum er þetta eitthvað sem grefur undan stöðugleika og öryggi fólks á vinnumarkaði því miður,“ segir Viðar. Fundurinn hefst klukkan 14.30 í Gerðubergi og er hann opinn öllum.
Kjaramál Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira