„Það er enginn munur á því að þjálfa konur eða karla“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. ágúst 2018 13:30 Freyr Alexandersson hefur þjálfað íslenska kvennalandsliðið undanfarin ár Vísir/Getty Það er enginn munur á því að þjálfa konur eða karla, stelpur eða stráka. Þetta segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna og aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta. Freyr hélt erindi á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í gær þar sem jafnréttismál í íþróttum voru aðal áhersluefnið. Erindi Freys bar yfirskriftina „Munurinn á að þjálfa karla og konur í fótbolta - Saga frá reyndum þjálfara.“ Freyr er 36 ára gamall og hefur verið þjálfari að aðalstarfi í nærri áratug. „Ég átti að tala um muninn á því að þjálfa karla og konur. Ég hef þjálfað 6 ára börn, meistaraflokka og landslið. Karla og konur. Svo ég hef prófað ýmislegt. Ég get sagt, í hreinskilni, að það er enginn munur,“ sagði Freyr. „Það er enginn munur. Trúið mér.“ „Auðvitað nálgast þú ýmsa hluti öðruvísi í hvert skipti en þetta eru allt manneskjur. Ég reyni að koma sem best fram við hverja einustu manneskju til þess að fá það besta út úr henni. Það skiptir ekki máli hvort það sé stelpa eða strákur, sex ára eða 35 ára.“ Freyr Alexandersson þjálfaði karlalið Leiknis árin 2013-2015.Vísir/ValliMunurinn liggur í menningunni, ekki kyninuHelsti munurinn á þjálfun á milli mismunandi aldurshópa, kynja eða félaga er félagsfræðilegur og menningarlegur að mati Freys, ekki líkamlegur eða tengdur kynjamun. Hann tók fyrir dæmi úr þjálfarasögu sinni. Hann var að þjálfa yngri flokka í Leikni og fór þaðan yfir í svipaðan aldursflokk hjá Val. Hann sagði muninn hafa verið mikinn. „Liðin voru alveg jafn góð. Þegar ég var að þjálfa Leikni þá unnum við Val og þegar ég fór til Vals unnum við Leikni. Stóri munurinn er menningin,“ sagði Freyr. „Valur er stórt félag. Þar eru fleiri menntaðir foreldrar í kringum félagið. Stelpurnar sem voru í Val á þessum tíma fengu miklu meiri stuðning heiman frá heldur en stelpurnar í Leikni. Það var stóri munurinn.“ Freyr fór að þjálfa meistaraflokk kvenna hjá Val og svo meistaraflokk karla. Frá meistaraflokki kvenna og karla var enginn munur. Því þetta var sama félagið. Hugmyndafræðin á bak við þjálfunina og nálgun Freys breyttist ekkert. Hún var sú sama. Hins vegar, þegar hann fór frá því að þjálfa karla hjá Val yfir í meistaraflokk karla hjá Leikni var aftur mikill munur. „Munurinn er ekki kynið heldur kringumstæðurnar.“Freyr Alexandersson stýrði kvennaliði Vals til ÍslandsmeistaratitilsMynd/StefánSkömmin liggur hjá UEFA og FIFA„Ég sagði áðan að það væri enginn munur. En það er munur. Munurinn er hins vegar ekki í þjálfuninni heldur heiminum sem maður þjálfar í.“ „Munurinn á heimi karla og kvenna er mikill og stærsta ástæðan? Peningar.“ Umræðan um fjárhagslegan mismun á milli kalraboltans og kvennaboltans hefur verið nokkuð hávær í langan tíma. Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ, hélt tölu á ráðstefnunni í gær og minntist á verðlaunaféð sem KSÍ fékk fyrir að komast á lokakeppni EM. Kvennaliðið fékk 10 milljónir íslenskra króna bæði 2009 og 2013. Karlaliðið fékk yfir 1 milljarð íslenskra króna árið 2016. „Skömmin er hjá UEFA og hjá FIFA. Munurinn er til háborinnar skammar,“ sagði Freyr Alexandersson. Freyr á fyrir höndum stórt verkefni í byrjun september. Íslenska kvennalandsliðið mætir Þýskalandi og Tékklandi í tveimur leikjum á Laugardalsvelli þar sem liðið er í dauðafæri á að komast í lokakeppni HM í fyrsta skipti í sögunni. Fyrri leikurinn er við Þjóðverja 1. september og sá seinni 4. september við Tékka. Íslenski boltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
Það er enginn munur á því að þjálfa konur eða karla, stelpur eða stráka. Þetta segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna og aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta. Freyr hélt erindi á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í gær þar sem jafnréttismál í íþróttum voru aðal áhersluefnið. Erindi Freys bar yfirskriftina „Munurinn á að þjálfa karla og konur í fótbolta - Saga frá reyndum þjálfara.“ Freyr er 36 ára gamall og hefur verið þjálfari að aðalstarfi í nærri áratug. „Ég átti að tala um muninn á því að þjálfa karla og konur. Ég hef þjálfað 6 ára börn, meistaraflokka og landslið. Karla og konur. Svo ég hef prófað ýmislegt. Ég get sagt, í hreinskilni, að það er enginn munur,“ sagði Freyr. „Það er enginn munur. Trúið mér.“ „Auðvitað nálgast þú ýmsa hluti öðruvísi í hvert skipti en þetta eru allt manneskjur. Ég reyni að koma sem best fram við hverja einustu manneskju til þess að fá það besta út úr henni. Það skiptir ekki máli hvort það sé stelpa eða strákur, sex ára eða 35 ára.“ Freyr Alexandersson þjálfaði karlalið Leiknis árin 2013-2015.Vísir/ValliMunurinn liggur í menningunni, ekki kyninuHelsti munurinn á þjálfun á milli mismunandi aldurshópa, kynja eða félaga er félagsfræðilegur og menningarlegur að mati Freys, ekki líkamlegur eða tengdur kynjamun. Hann tók fyrir dæmi úr þjálfarasögu sinni. Hann var að þjálfa yngri flokka í Leikni og fór þaðan yfir í svipaðan aldursflokk hjá Val. Hann sagði muninn hafa verið mikinn. „Liðin voru alveg jafn góð. Þegar ég var að þjálfa Leikni þá unnum við Val og þegar ég fór til Vals unnum við Leikni. Stóri munurinn er menningin,“ sagði Freyr. „Valur er stórt félag. Þar eru fleiri menntaðir foreldrar í kringum félagið. Stelpurnar sem voru í Val á þessum tíma fengu miklu meiri stuðning heiman frá heldur en stelpurnar í Leikni. Það var stóri munurinn.“ Freyr fór að þjálfa meistaraflokk kvenna hjá Val og svo meistaraflokk karla. Frá meistaraflokki kvenna og karla var enginn munur. Því þetta var sama félagið. Hugmyndafræðin á bak við þjálfunina og nálgun Freys breyttist ekkert. Hún var sú sama. Hins vegar, þegar hann fór frá því að þjálfa karla hjá Val yfir í meistaraflokk karla hjá Leikni var aftur mikill munur. „Munurinn er ekki kynið heldur kringumstæðurnar.“Freyr Alexandersson stýrði kvennaliði Vals til ÍslandsmeistaratitilsMynd/StefánSkömmin liggur hjá UEFA og FIFA„Ég sagði áðan að það væri enginn munur. En það er munur. Munurinn er hins vegar ekki í þjálfuninni heldur heiminum sem maður þjálfar í.“ „Munurinn á heimi karla og kvenna er mikill og stærsta ástæðan? Peningar.“ Umræðan um fjárhagslegan mismun á milli kalraboltans og kvennaboltans hefur verið nokkuð hávær í langan tíma. Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ, hélt tölu á ráðstefnunni í gær og minntist á verðlaunaféð sem KSÍ fékk fyrir að komast á lokakeppni EM. Kvennaliðið fékk 10 milljónir íslenskra króna bæði 2009 og 2013. Karlaliðið fékk yfir 1 milljarð íslenskra króna árið 2016. „Skömmin er hjá UEFA og hjá FIFA. Munurinn er til háborinnar skammar,“ sagði Freyr Alexandersson. Freyr á fyrir höndum stórt verkefni í byrjun september. Íslenska kvennalandsliðið mætir Þýskalandi og Tékklandi í tveimur leikjum á Laugardalsvelli þar sem liðið er í dauðafæri á að komast í lokakeppni HM í fyrsta skipti í sögunni. Fyrri leikurinn er við Þjóðverja 1. september og sá seinni 4. september við Tékka.
Íslenski boltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira