Ljúki ökuskóla þrjú áður en skírteini fæst Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. mars 2018 09:00 Í reglugerð um almenn ökuskírteini er kveðið á um að til að hljóta ökuréttindi þurfi að ljúka ökuskóla þrjú. Fréttablaðið/Pjetur Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) beinir þeim tilmælum til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að gera ráðstafanir til þess að hægt sé að fella niður ákvæði til bráðabirgða um undanþágu frá þjálfun í ökugerði. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar um banaslys sem varð á Þorláksmessu 2016 við Heiðarenda í Jökulsárdal. Suzuki Grand Vitara endaði utan vegar og valt. Ökumaður bifreiðarinnar, 61 árs gömul kona, var ein í bifreiðinni og lést af höfuðáverkum. Færð á slysdegi var ekki með besta móti, snjókoma eða slydda og skyggni ábótavant. Óveðri hafði verið spáð síðar um daginn og hafði hin látna ætlað sér að komast á leiðarenda áður en færð spilltist. „Ökumaður öðlaðist ökuréttindi rúmlega fimm mánuðum fyrir slysið. Hann hafði því ekki langa reynslu af akstri og alls ekki í svo erfiðri færð sem þarna var,“ segir í skýrslunni. Í reglugerð um almenn ökuskírteini er kveðið á um að til að hljóta ökuréttindi þurfi að ljúka ökuskóla þrjú. Slíkt nám fer fram í ökugerði og kynnast nemar þar erfiðum akstursskilyrðum, hvernig aksturseiginleikar breytast þegar grip minnkar og hvernig skal forðast að bifreið fari að skríða til. Reglurnar hafa verið í gildi frá 2011 en uppbygging ökugerða hefur tafist. Engin slík eru á Austur- og Vesturlandi sem og Vestfjörðum. Því hefur verið undanþáguákvæði í lögum að hægt sé að fá bráðabirgðaskírteini án þess að ljúka ökuskóla þrjú. RNSA leggur til að þessi bráðabirgðaheimild verði felld niður. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Banaslys við Jökulsá á Brú Slysið varð laust fyrir klukkan 4 í dag. 23. desember 2016 19:15 Nafn konunnar sem lést í bílslysi við Heiðarenda Slysið varð um fjögurleytið í gær. 24. desember 2016 14:30 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) beinir þeim tilmælum til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að gera ráðstafanir til þess að hægt sé að fella niður ákvæði til bráðabirgða um undanþágu frá þjálfun í ökugerði. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar um banaslys sem varð á Þorláksmessu 2016 við Heiðarenda í Jökulsárdal. Suzuki Grand Vitara endaði utan vegar og valt. Ökumaður bifreiðarinnar, 61 árs gömul kona, var ein í bifreiðinni og lést af höfuðáverkum. Færð á slysdegi var ekki með besta móti, snjókoma eða slydda og skyggni ábótavant. Óveðri hafði verið spáð síðar um daginn og hafði hin látna ætlað sér að komast á leiðarenda áður en færð spilltist. „Ökumaður öðlaðist ökuréttindi rúmlega fimm mánuðum fyrir slysið. Hann hafði því ekki langa reynslu af akstri og alls ekki í svo erfiðri færð sem þarna var,“ segir í skýrslunni. Í reglugerð um almenn ökuskírteini er kveðið á um að til að hljóta ökuréttindi þurfi að ljúka ökuskóla þrjú. Slíkt nám fer fram í ökugerði og kynnast nemar þar erfiðum akstursskilyrðum, hvernig aksturseiginleikar breytast þegar grip minnkar og hvernig skal forðast að bifreið fari að skríða til. Reglurnar hafa verið í gildi frá 2011 en uppbygging ökugerða hefur tafist. Engin slík eru á Austur- og Vesturlandi sem og Vestfjörðum. Því hefur verið undanþáguákvæði í lögum að hægt sé að fá bráðabirgðaskírteini án þess að ljúka ökuskóla þrjú. RNSA leggur til að þessi bráðabirgðaheimild verði felld niður.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Banaslys við Jökulsá á Brú Slysið varð laust fyrir klukkan 4 í dag. 23. desember 2016 19:15 Nafn konunnar sem lést í bílslysi við Heiðarenda Slysið varð um fjögurleytið í gær. 24. desember 2016 14:30 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Nafn konunnar sem lést í bílslysi við Heiðarenda Slysið varð um fjögurleytið í gær. 24. desember 2016 14:30