Bullandi frjósemi í Fagradal í Mýrdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. maí 2018 22:40 Fallegur litur á lömbum vekur alltaf athygli en á bænum Fagradal í Mýrdal fæddust nýlega þrílembingar með mikla litadýrð, meðal annars mögótt gimbur. Á bænum er frjósemi með allra besta móti því þrjátíu kindur eru þrílembdar og tvær eru með fjögur lömb. Þau Jónas Erlendsson og Ragnhildur Jónsdóttur búa í Fagradal með um þrjú hundruð fjár. Sauðburði er að ljúka en þau hafa fengið vel yfir 500 lömb. Þau taka af og til á móti gestum sem langar að skoða féð þeirra sem er mjög fallegt. Flestar kindurnar eru komnar út á tún með lömbin sín. Ærin Blæja vekur sérstaka athygli en hún bar þremur litskrúðugum lömbum. „Hérna erum við með þrjú lömb sem eru tveggja daga gömul. Ætli ég sé ekki búin að fá einar þrjátíu þrílembur í vor og þetta er sú síðasta af þeim hópi. Lömbin eru svarstjörnótt, bíldótt og mögótt en við tölum um skaftfellskt mögótt. Þegar það er flekkóttur hrútur er mjög líklegt að það komi flekkótt, sérstaklega undan mögóttri rollu eins og Blæju“, segir Jónas. Jónas setur GPS-staðsetningartæki á eina kind hjá sér þannig að hann geti gengið að henni í haust. „Þá get ég fylgst með henni allt sumarið og fram á haust“. Ragnhildur gefur öllum kindunum á bænum nöfn og þekkir þær allar með nafni. „Þær eru allar sitt með hverjum svip eins og við. Sumar eru stórhyrndar, sumar smáhyrndar, aðrar afturhyrndar, sumar snjóhvítar, aðrar gular og allskonar önnur litabrigði“, segir Ragnhildur. Þegar hún var beðin að nefna nokkur nöfn á kindunum nefndi hún Busku, Krímu, Grímu, Reim, Nellý, Öræfagola og Þylja. Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Fallegur litur á lömbum vekur alltaf athygli en á bænum Fagradal í Mýrdal fæddust nýlega þrílembingar með mikla litadýrð, meðal annars mögótt gimbur. Á bænum er frjósemi með allra besta móti því þrjátíu kindur eru þrílembdar og tvær eru með fjögur lömb. Þau Jónas Erlendsson og Ragnhildur Jónsdóttur búa í Fagradal með um þrjú hundruð fjár. Sauðburði er að ljúka en þau hafa fengið vel yfir 500 lömb. Þau taka af og til á móti gestum sem langar að skoða féð þeirra sem er mjög fallegt. Flestar kindurnar eru komnar út á tún með lömbin sín. Ærin Blæja vekur sérstaka athygli en hún bar þremur litskrúðugum lömbum. „Hérna erum við með þrjú lömb sem eru tveggja daga gömul. Ætli ég sé ekki búin að fá einar þrjátíu þrílembur í vor og þetta er sú síðasta af þeim hópi. Lömbin eru svarstjörnótt, bíldótt og mögótt en við tölum um skaftfellskt mögótt. Þegar það er flekkóttur hrútur er mjög líklegt að það komi flekkótt, sérstaklega undan mögóttri rollu eins og Blæju“, segir Jónas. Jónas setur GPS-staðsetningartæki á eina kind hjá sér þannig að hann geti gengið að henni í haust. „Þá get ég fylgst með henni allt sumarið og fram á haust“. Ragnhildur gefur öllum kindunum á bænum nöfn og þekkir þær allar með nafni. „Þær eru allar sitt með hverjum svip eins og við. Sumar eru stórhyrndar, sumar smáhyrndar, aðrar afturhyrndar, sumar snjóhvítar, aðrar gular og allskonar önnur litabrigði“, segir Ragnhildur. Þegar hún var beðin að nefna nokkur nöfn á kindunum nefndi hún Busku, Krímu, Grímu, Reim, Nellý, Öræfagola og Þylja.
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira