Ekki Bjössi á mjólkurbílnum heldur Guðrún á mjólkurbílnum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. október 2018 19:45 Fyrsta konan hefur tekið til starfa sem mjólkurbílstjóri en hennar hlutverk er að aka um á stórum mjólkurbíl og sækja mjólk til bænda. „Frábært starf“ segir konan sem er þriðju ættliðurinn til gerast mjólkurbílstjóri. Það eru margir mjólkurbílar sem Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi, nú MS rekur, enda þarf að fara um allar sveitir og sækja mjólk í mjólkurhúsin hjá kúabændum. Guðrún Sigurðardóttir, sem er 27 ára er fyrsta fastráðna konan sem hefur verið ráðin sem mjólkurbílstjóri. Hún er ánægð og segir starfiði frábært. „Mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt. Ég fór alltaf með pabba þegar ég var yngri að sækja mjólk en þá var ég meira að hugsa út í hundana og dýrin í staðin fyrir dælibúnaðinn. Mér finnst gaman að keyra í sveitina, ég elska að vera í sveitinni, það er ekkert verra að vera á mjólkurbíl í sveitinni“, segir Guðrún. Guðrún er ekki sú eina í fjölskyldunni sinni sem keyrir nú mjólkurbíl. „Nei, pabbi og afi, þeir eru báðir mjólkurbílstjórar. Ég gæti ekki séð systur mínar fyrir mér í þessu starfi, hvað þá mömmu því hún er svo bílhrædd að hún gæti aldrei verið í þessu“, bætir Guðrún við. Guðrún segir að karlarnir sem keyri mjólkurbíla hjá MS taki sér mjög vel og séu ekki með neinn rembing þó hún sé kona. Maðurinn hennar, Sigþór Magnússon er líka mjólkurbílstjóri og er stoltur af sinni konu. „Að vinna í kringum svona marga karla er bara fínt. Þeir hjálpa manni rosalega mikið og þora ekkert annað. Þeir eru ekki með neina fordóma gagnvart mér sem kvenmjólkurbílstjóra enda tek ég öllu og skít þá bara í kaf, þannig að þeir eru ekkert að vera með einhver leiðindi, það eru allir bara mjög góðir“. Fréttir Landbúnaður Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Fyrsta konan hefur tekið til starfa sem mjólkurbílstjóri en hennar hlutverk er að aka um á stórum mjólkurbíl og sækja mjólk til bænda. „Frábært starf“ segir konan sem er þriðju ættliðurinn til gerast mjólkurbílstjóri. Það eru margir mjólkurbílar sem Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi, nú MS rekur, enda þarf að fara um allar sveitir og sækja mjólk í mjólkurhúsin hjá kúabændum. Guðrún Sigurðardóttir, sem er 27 ára er fyrsta fastráðna konan sem hefur verið ráðin sem mjólkurbílstjóri. Hún er ánægð og segir starfiði frábært. „Mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt. Ég fór alltaf með pabba þegar ég var yngri að sækja mjólk en þá var ég meira að hugsa út í hundana og dýrin í staðin fyrir dælibúnaðinn. Mér finnst gaman að keyra í sveitina, ég elska að vera í sveitinni, það er ekkert verra að vera á mjólkurbíl í sveitinni“, segir Guðrún. Guðrún er ekki sú eina í fjölskyldunni sinni sem keyrir nú mjólkurbíl. „Nei, pabbi og afi, þeir eru báðir mjólkurbílstjórar. Ég gæti ekki séð systur mínar fyrir mér í þessu starfi, hvað þá mömmu því hún er svo bílhrædd að hún gæti aldrei verið í þessu“, bætir Guðrún við. Guðrún segir að karlarnir sem keyri mjólkurbíla hjá MS taki sér mjög vel og séu ekki með neinn rembing þó hún sé kona. Maðurinn hennar, Sigþór Magnússon er líka mjólkurbílstjóri og er stoltur af sinni konu. „Að vinna í kringum svona marga karla er bara fínt. Þeir hjálpa manni rosalega mikið og þora ekkert annað. Þeir eru ekki með neina fordóma gagnvart mér sem kvenmjólkurbílstjóra enda tek ég öllu og skít þá bara í kaf, þannig að þeir eru ekkert að vera með einhver leiðindi, það eru allir bara mjög góðir“.
Fréttir Landbúnaður Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira