Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, var yfir sig hrifinn af frammistöðu hins 19 ára gamla Diogo Dalot í Meistaradeildinni í gær.
United keypti bakvörðinn á 19 milljónir punda frá Porto í sumar og Mourinho sagði þá að hann væri efnilegasti bakvörður Evrópu. Meiðsli hafa komið í veg fyrir að hann spilaði ekki fyrr en í gær.
„Það gátu allir séð hvað býr í þessum strák. Það sáu allir að þarna var 19 ára strákur sem getur spilað fyrir Man. Utd í tíu ár eða meira,“ sagði Mourinho stoltur.
„Ég vil líka vera góður við Luke Shaw því báðir bakverðirnir spiluðu vel. Það var hætta af þeim báðum. Þeir hreyfðu sig frábærlega og voru með hættulegar sendingar. Þeir vörðust líka vel.“
Mourinho skotinn í Dalot

Tengdar fréttir

Pogba allt í öllu í sigri United
Paul Pogba skoraði tvö mörk í öruggum sigri Manchester United á Young Boys í Sviss í fyrsta leik liðsins í nýju tímabili í Meistaradeild Evrópu.

Mourinho ósáttur við gervigrasið: Skil ekki hvernig er hægt að spila á þessu
Jose Mourinho var ekki sáttur við að spila á gervigrasi í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hann var hins vegar nokkuð sáttur við spilamennsku sinna manna í 3-0 sigri á Young Boys.